Ráðunautafundur - 13.02.1978, Síða 86
280
var yfir á árinu 1977 (uppl. Bygg.st. landb.), en þá var
lokið við 55 flatgryfjur.
Verkun votheys í flatgryfju krefst á margan veg
annarra vinnubragða en verkun í gryfju eða turni. Bútækni-
deildin á Hvanneyri hefur hin síðari árin fylgst ögn með
árangri verkunar í flatgryfjum. Er það þáttur í votheys-
rannsóknum, sem deildin vinnur að í samvinnu við Bænda-
skólann á Hvanneyri. Varðandi flatgryfjurnar hefur verið
reynt að afla upplýsinga um árangur verkunarinnar, m.a. í
því skyni, að geta ráóið þeim heilt, sem hyggjast byggja
slíkar geymslur, eða telja sig þurfa að bæta verkun vothey-
sins.
1 eftirfarandi greinargerð mun verða skýrt frá niður-
stöðum athugunar, sem gerð var á votheysverkun í nokkrum
flatgryfjum í Húnavatns- og Strandasýslum á liðnum vetri
(febr. 1977). Að frumkvæði Byggingastofnunar landbúnaðarins
var þá gerð áreið á einn og hálfan tug flatgryfja norður
þar. Nutu þátttakendur í þeirri för mikillar greiðvikni
bænda, svo og ágætrar fyrirgreiðslu annarra heimamanna.
Árangur
I öllum tilvikum var um að ræða steinsteyptar flat-
gryfjur nýlega byggðar. Höfðu bændurnir eins til sex ára
reynslu af votheysverkun í flatgryfjum. Votheysmagn í
geymslum þessum var 140-700 m^, en að meðaltali um 300 m^.
í mörgum geymslanna virtust frárennsli ekki gegna hlut-
verki sínu, þannig að votheyssafinn hafði ekki sigið á braut.
Bar því dálítið á óþarfa bleytu í fóðrinu. Nokkrir bændur
höfðu reynt'með góðum árangri að bæta úr með lögn timbur-
leiðara í botn geymslanna.
b)_Fóðuriildi_votheysins
Tekin voru sýni, -eitt eða fleiri-, úr einkennislögum
heysins í geymslunum til rannsóknar á fóðurgildi, verkun og
rúmþyngd þess, alls 22 sýni úr 12 flatgryfjum. Reyndist