Ráðunautafundur - 13.02.1978, Page 87
281
fóðurgildi þeirra vera sem tafla 1 greinir, en til saman-
burðar eru birt gildi um meðaltöðugæði hérlendis á árunum
1968-1971 (1):
Tafla 1. Fóðurgildi votheys úr flatgryfjum.
Vothey Meðaltaða
Meltanleiki þ.e.Cin vitro),% 64,6+7,5 64,6
Kg þurrefni í f.e. 1,6 1,6
Hráprótein, % af þ.e. 12,8+2,1 14,8
Fóðurgildi votheysins var að meðaltali hið sama og
meðaltöðunnar að því er orkugildi áhrærir, en próteinmagn
votheysins er hins vegar nokkru lægra.
_ V e^)SU.n_ v°^tliey s ins
Ýmsir eiginleikar votheysins koma til álita þegar meta
skal, hvernig verkun þess hefur tekist. í fóöri, sem vot-
verkað er án forþurrkunar, er jafnan talið, að sýrustig (pH)
sé nothæfur mælikvarði á verkun fóðurs., en einnig er tekið
mið af ammoníaktölu fóðursins og magni lífrænna sýra. Tafla
2 sýnir flokkun votheyssýnanna eftir sýrustigi:
Tafla 2. Flokkun votheyssýna eftir sýrustig:
Sýrustig, pH fjöldi sýna %
s 4,0 0 3 14
4,01-4,50 5 23
4,51-5,00 3 14
5,01-5,50 7 31
* 5,51 4 18
Meðalsýrustig allra sýnanna var pH 4,9. Aðeins 27%
sýnanna náðu pH 4,1 og lægra, sem talið er gott í votheyi
(án forþurrkunar). Um helmingur sýnanna hafði sýrustig yfir
pH 5,0. Virðist verkun því víða hafa verið ábótavant. Hátt
sýrustig vekur grun um, að rétt gerjun hafi ekki komist á, en
að óæskilegar efnabreytingar, svo sem smjörsýrugerjun og
sundrun próteins í ammoníak hafi keyrt úr hófi. Mæld var
ammoniaktala votheyssýnanna, og reyndist hún nátengd sýru-
stiginu, sjá mynd 1:
Ammoníakbundiö N í % af N alls í votheyinu.