Ráðunautafundur - 13.02.1978, Page 89
283
Eðlilegt er að vænta neikvæðrar fylgni sýrustigsins
og meltanleika votheysins; er ekki í þessu tilviki ljóst,
hvað er orsök og hvað afleiðing. Röng verkun, svo sem um-
fangsmikil öndun og smjör- og ediksýrugerjun, rýrir orku-
gildi fóðursins verulega. Á hinn bóginn er hætta á rangri
gerjun og þar með háu sýrustigi jafnan þeim mun meiri sem
orkugildi hráefnisins er lægra, þ.e. slegið seinna.
Mjög náin fylgni reyndist vera á milli hrápróteinmagns
votheysins og ammoníaktölu þess, sjá mynd 3:
Mynd 3.
Mynd 3 sýnir, að próteinríkasta fóðrið er jafnframt
best verkað. Liggur því nærri að ætla, að lágt próteininni-
hald verði einkum skrifað á reikning lélegrar verkunar.
Skýringin gæti verið sú, að heyið hafi verið hirt of blautt.
Því fylgir jafnan hætta á umfangsmikilli starfsemi smjör-
sýrugerla, sem m.a. veldur niðurbroti próteins (3). Skýringin
nýtur stuðnings þeirrar niðurstöðu, að fóðurgildi votheysins
reyndist heldur skárra eftir því sem votheyið var þurrara
(r = 0,34). Einnig gætu mistök við hirðingu t.d. of hæg
hirðing, léleg jöfnun og frágangur átt hlut að máli, eins
og vikið verður að.