Ráðunautafundur - 13.02.1978, Page 103
297
RAÐUNAUTAFUNDUR 1978
RANNSÖKN A AFURÐATÖLUM JR NAUTGRIPARÆKTARFÉLÖGUNUM
Jón Viðar Jónmundsson
Búnaöarfélag Islands
Til aö kanna betur leiöréttingarstuöla fyrir afuröa-
tölur úr skýrslum nautgriparæktarfélaganna voru afurðatölur
frá árunum 1974 og 1975 teknar til sérstakrar rannsóknar.
I rannsókninni voru notaðar upplýsingar um 25019 afurða-
ár frá 1763 búum/árum. Þeir eiginleikar sem rannsakaðir voru
eru mjolkurmagn, mjolkurfitumagn, fituprosenta og hæsta dags-
nyt. Könnuö voru áhrif af aldri kýrinnar og burðartíma.
Afuröir fóru hækkandi að sex ára aldri kúnna og var
mjólkurmagn hjá þriggja ára kúm um 82% af mjólkurmagni hjá
fullorönum kúm. Mestar afurðir voru fundnar hjá kúm sem báru
á fyrstu mánuðum ársins, en lægstar voru afurðir hjá kúnum,
sem báru sumarmánuðina (júní-ágúst). Burðartími og aldur
kúnna höfðu lítil áhrif á fituprósentu mjólkurinnar.
Kannað var hvort þessi umhverfisáhrif væru breytileg
eftir landsvæðum. Aldursáhrif virtust mjög lík um allt land.
Burðartímaáhrifin voru aftur á móti all breytileg bæði milli
landsvæða og ekki síður milli ára.
Metnir voru erfðastuðlar. Tvímælingargildi reyndist
allhátt fyrir alla eiginleikana (0.4). Arfgengi var x Sömu
röð talið og eiginleikarnir eru taldir hér að framan, 0.16,
0.09, 0.20, 0.10. Milli mjólkurmagns og fituprósentu var
fundin há neikvæð erfðafylgni.
Búunum var skipt x flokka eftir afurðamagni og arf-
gengi metið eftir. þeim flokkum. Ekki reyndist mikill munur
milli flokka.
Arfgengur munur milli búa fyrir þessa eiginleika reynd-
ist hverfandi lítill.