Ráðunautafundur - 11.02.1979, Blaðsíða 9
1
RAÐUNAUTAFUNDUR 1979.
LEIÐBEININGAÞJÖNUSTA
OG MÖRKUN LANGTÍNASTEFNU I LANDBJNAÐI.
Steingrímur Hermannsson.
Landbúnaðarráöuneytinu.
Erfiöleika íslenzks landbúnaöar má fyrst og fremst
rekja til þess, aö vaxandi framleiösla umfram innanlands-
þarfir, hefur ekki reynst seljanleg á erlendum mörkuðum
fyrir viðunandi verö. Því veldur m.a. viðleitni flestra
þjóöa til þess að halda veröi landbúnaðarafuröa niöri og
hækkandi framleiðslukostnaður hérlendis. Þar sem ekki er
líklegt aö þetta breytist á næstunni er nauðsynlegt aö marka
nýja stefnu í málefnum landbúnaöarins.
Gera veröur ráö fyrir því aö framleiðsla landbúnaðar-
afuröa veröi sem næst þörfum þjóöarinnar sjálfrar og þess
iðnaðar sem á slíkri framleiöslu byggir. Jafnframt veröur
að leggja áherzlu á að tryggja bændum tekjur, sem eru sam-
bærilegar viö það sem aðrar stéttir í þjóöfélaginu hafa, og
svipaða félagslega aöstöðu. Til þess aö breyta þeirri fram-
leiðsluþróun, sem verið hefur upp á síðkastið og ná slfkum
markmiðum og öörum, sem hljóta aö tengjast stefnumörkun í
landbúnaði, t.d. á sviði byggðamála, er nauðsynlegt að gera
áætlun um þróun landbúnaðarframleiöslunnar til nokkurra ára.
Til þess að slík áætlun standist og sett markmið
náist verður að samhæfa starfsemi hinna ýmsu aðila, sem að
landbúnaðarmálum starfa. Nauðsynlegt er, að allir þættir
vinni vel saman. Tryggja verður örugg tengsl á milli hinna
ýmsu aðila, sem að framkvæmd stefnunnar starfa, og framleið-
enda sjálfra. Upplýsingar og leiðbeiningar þurfa að komast
vel til skila, og jafnframt mat á þróun landbúnaðarframleiðsl-
unnar.
Við framkvæmd nýrrar stefnu í landbúnaði verður þetta
ekki sfzt verkefni ráðunautanna. Það er ákaflega mikilvægt.