Ráðunautafundur - 11.02.1979, Page 40
32
9,36 ha að stærð (260 x 360 m)cg nefnd svæði I. Var ákveðin nánari
könnun á þessu svæði. Því var skipt niður í 234 reiti, sem voru hver 20 m
á kant. Síðan var þetta svæði mælt og metið hátt og lágt á næstu þremur
árum. Að forrannsókn lokinni var síðan hafist handa við að ræsa fram
mýrina, og er það gert með ýmsum framræsluháttum. Verður síðan fylgst með
þeim breytingum sem gerast eftir ræsingaraðgerðir.
Hér skulu talin upp nokkur þau verkefni, sem fengist var við í for-
rannsókn mýrarinnar.
Veðurathuganir
Rennslismælingar
Vatnsstöðumælingar
Efnamælingar á vatni
J arðlagakönnun
J arðvegsathugun
Mæling á yfirborðshæð mýrar
Úttekt á þúfnagerö
Greining á mosum
Skráning æðri plantna
Skráning á útbreiðslu plöntusamfélaga
Mæling á vaxtarhraða plöntutegunda
Uppskerumælingar á gróðri
Skráning lægri dýra
Könnun á afnotum fugla af svæðinu.
Könnun á hegðun búfjár a mýrlendi.
Niðurstöður af þessum forrannsóknum hafa birst í þremur fjölrituðum
skýrslum frá Rannsóknastofnun landbúnaðarins (Hestvist 1975, Hestvist 1976
Fjölrit Rala nr. 19 og Hestvist 1977 Fjölrit Rala nr. 31). Eftir er að
vinna úrrannsóknum ársins 1978. Hér á eftir mun verða greint frá vatnsbú-
skap mýrarinnar af Haraldi Árnasyni (1979).
Friðrik Pálmason (1979) mun skýra frá efnagreiningum í jarðvegi og
Guðmundur Halldórsson (1979) ræðir um afnot fugla af svæðinu. 1 þessu erindi
skal hins vegar lauslega greint frá athugunum á æðri gróðri svæðisins og
bent á hvernig fyrirhugað er að nota þau gögn sem þegar eru fengin.
Gróðurfar.
Gróður svæðisins var athugaður mjög nákvæmlega. Var þekja háplantna
mæld með oddamælingu í 64 frumpunktum í hverjum 400 m^ reit og voru 10
oddar í hverjum frumpunkti. Fæst þannig mat á hlutdeild háplöntutegunda.
Þessum upplýsingum hefur síðan verið komið fyrir á gataspjöld og eru þau
hæf til úrvinnslu í tölvu. Má nota þessi gögn til þess að gera kort af
útbreiðslu einstakra tegunda eða plöntusamfélaga og sýna fram á hvernig
tegundahópar dreifast í hinar ýmsu vistir eftir rakastigi og öðrum
umhverfisþáttum.