Ráðunautafundur - 11.02.1979, Page 70
62
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1979
LANDGRÆÐ SLA RÍKISINS
LfTTEKT Á LAND GRÆÐ SLUSVÆSUM Á ÁRINU 1978
Hermann Sveinbjörnsson
Greinargerð til Landgræðslu ríkisins
Markmi6 :
1) Að hafa yfir að ráða kortum af öllum landgræðslusvæðum
frá upphafi (í mælikvarða ,sem hentar bæði til staðsetn-
inga og flatarmælinga ) .
2) Að hafa spjaldskrá yfir öll landgræðslusvæði , þar sem
fyrir hvert svæði er greint frá staðsetningu, stærð,
ástandi, aðgerðum og árangri .
3) Að hafa almennt yfirlit yfir hverja sýslu um heildar
þróun landgræðslumála, og þýðingu uppgræðslu fyrir ein-
stakar sveitir og byggðarlög.
4) Að hafa sem bestar og skírastar heimildir um eignaraðild,
samninga, afsöl O.þ.h. vegna landgræðslusvæða.
Leiðir:
1) Kort : Farið á svæðin og kortlagt eftir loftmyndum
(1:33000). Stærstu svæðin, sem ekki nást á einni loft-
mynd, færð inn á kort (1:100.000). Flatarmál mælt með
planometer. Girðingarlengd einnig mæld og endurskoðuð.
Gert yfirlitskort (1:500.000) yfir öll skráð landgræðslu-
svæði.
2) Spjaldskrá: Samantekt með viðkomandi landgræðsluvörðum,
ásamt eigin athugunum og athugasemdum (stutt með skráð-
um ljósmyndum).
3) Yfirlit yfir sýslur: Samantekt með viðkomandi land-
græðsluverði eða kunnugum heimamönnum.
4) Samningar: Viðkomandi sýsluskrifstofum ritað bréf með ósk
eftir ljósritum af þinglýstum samningum.