Ráðunautafundur - 11.02.1979, Side 70

Ráðunautafundur - 11.02.1979, Side 70
62 RÁÐUNAUTAFUNDUR 1979 LANDGRÆÐ SLA RÍKISINS LfTTEKT Á LAND GRÆÐ SLUSVÆSUM Á ÁRINU 1978 Hermann Sveinbjörnsson Greinargerð til Landgræðslu ríkisins Markmi6 : 1) Að hafa yfir að ráða kortum af öllum landgræðslusvæðum frá upphafi (í mælikvarða ,sem hentar bæði til staðsetn- inga og flatarmælinga ) . 2) Að hafa spjaldskrá yfir öll landgræðslusvæði , þar sem fyrir hvert svæði er greint frá staðsetningu, stærð, ástandi, aðgerðum og árangri . 3) Að hafa almennt yfirlit yfir hverja sýslu um heildar þróun landgræðslumála, og þýðingu uppgræðslu fyrir ein- stakar sveitir og byggðarlög. 4) Að hafa sem bestar og skírastar heimildir um eignaraðild, samninga, afsöl O.þ.h. vegna landgræðslusvæða. Leiðir: 1) Kort : Farið á svæðin og kortlagt eftir loftmyndum (1:33000). Stærstu svæðin, sem ekki nást á einni loft- mynd, færð inn á kort (1:100.000). Flatarmál mælt með planometer. Girðingarlengd einnig mæld og endurskoðuð. Gert yfirlitskort (1:500.000) yfir öll skráð landgræðslu- svæði. 2) Spjaldskrá: Samantekt með viðkomandi landgræðsluvörðum, ásamt eigin athugunum og athugasemdum (stutt með skráð- um ljósmyndum). 3) Yfirlit yfir sýslur: Samantekt með viðkomandi land- græðsluverði eða kunnugum heimamönnum. 4) Samningar: Viðkomandi sýsluskrifstofum ritað bréf með ósk eftir ljósritum af þinglýstum samningum.

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.