Ráðunautafundur - 11.02.1979, Page 74
66
mikla þýðingu fyrir viðkomandi bæi eða pláss. Friðun og
sáningar að Kirkjubæjarklaustri skapaði viðunandi ástand í
bæjarlandinu, og eru nú tún og byggð þar sem áður voru
svartar sandöldur. I Álftaveri fullyrða heimamenn að 1100
ha uppgræðslusvæði í Suðurhögum hafi bjargað þremur býlum
frá eyðingu.
övíða í sýslunni er þó árangur landgræðslustarfsins
jafn áþreifanlegur eins og í Vík í Mýrdal. Áður en upp-
græðslan hófst 1933, var þar ekkert nema svartur sandur,
sem iðulega fauk í hneháa skafla við húsveggi. Farið var
smátt af stað í byrjun, og aðeins fengist við sandinn fram-
an við þorpið. Síðar fikruðu menn sig austar með sand-
ræktina og nær hún nú að Ker1ingadalsá, alls 400 ha . Mel-
gígar hafa nú verið slettaðir og er allt landgræðslusvæðið
á hraðri leið með að verða að valllendi .
Rangárvallasýsla :
Meira átak hefur verið gert til uppgræðslu örfoka
lands og heftingu sandfoks í Rangárvallasýslu en í nokkurri
annarri sýslu á landinu. Fyrsta girðingin í sýslunni var
sett við Þykkvabæ árið 1909, næst var girt við Kaldárholt
1914, en árið 1922 var brotiö blað í uppgræðslumálum sýsl-
unnar þegar tekið var til við að girða hin miklu sandfoks-
svæði í Landsveit. Samtals eru 18 smærri og stærri land-
græðslusvæði í Rangárvallasýslu. Þrjú þessara svæða hafa
án efa haft mesta þýðingu, og hafa líklega bjargað upp -
sveitum sýslunnar frá eyðingu. Þessi svæöi eru: í Land-
sveit, girt 1922-41, samtals 67,2 km, 7600 ha; Gunnars-
holtssvæðið, girt 1926-46-73, samtals 74.1 km, 10500 haj
og Landmannaafrettur, girt 1970 , 39 .4 km, 20500 ha .
Á Rangárvöllum hafa fleiri jarðir farið í eyði
vegna sandfoks en á nokkru öðru svæði á landinu. Til
dæmis tekur uppgræðslusvæðið í Landsveit yfir landssvæði
sem eitt sinn tilheyrði samtals 30 býlum, og á Gunnarsholts
svæðinu er talið að veriö hafi 17 býli fyrir um það bil
tveimur öldum . í heild hafa þessi svæði yfirleitt verið
svo gersamlega örfoka að friðun ein hefur nær ekkert haft
að segja þar sem slíkt hefur verið reynt . Þe
ss vegna var