Ráðunautafundur - 11.02.1979, Side 86
78
um grasvöxt, sem bera má saman viö ýmsa þætti í veðurfari á hálendi. Tals-
verðar sveiflur eru á milli ára í uppskeru og hæð einstakra tegunda og
eins sýna athuganir glöggan mun á þoli grastegunda við þessar aðstæður.
Sprengisandur■
Uppgræðsluathuganir voru hafnar 1963 á eyðisöndum milli Þjórsár og
Vatnajökuls. Þar var meðal annars leitast við að kanna hvort unnt væri að
stöðva vikurfok á vatnasvæði Þjórsár og þar með minnka aurburð í virkjunarám.
Tók Raforkumálaskrifstofan (nú Orkustofnun) þátt í þessum rannsóknum.
Tilraunir sýndu, aö þarna mátti græða upp land með áburði og sáningu.
Þessum athugunum hefur verið haldið áfram og er árlega fylgst með tilrauna-
reitum. Einkum kemur fram hve fjallapuntur (Deschampsia alpina) er kröftug
tegund til uppgræðslu á fjallamelum. 1 þessum tilraunum hefur einnig
komið fram munur á þoli túnvingulsstofna, þar sem íslenskur vingull er
dönskum mun þolnari.
Uppgræðsla á vegum áhugamanna.
Arið 1965 tók Lionsklúbburinn Baldur að sér að reyna að varðveita
gróðurtorfur, sem voru að blása upp og eyðast við Hvítárvatn austan Lang-
jökuls. Var þá gerð úttekt á því svæði. Var komið fyrir föstum sniðum
í landið og hefur síðan verið fylgst með gróðurfarsbreytingum eftir friðun,
áburðargjöf og fræsáningu. Einkum er áberandi hve snarrót (Deschampsia
caespitosa) hefur reynst góð sem uppgræðsluplanta. Við friðunina sést
mestur árangur í vexti loðvíðis og gulvíðis (Sturla Friðriksson 1973).
Rofaböró■
I landgræðslustarfi hefur reynst tiltölulega auðvelt að festa gróður
á örfoka melum og aurum, en örðugra er að eiga við gróðurjaðrana, sem
eru að eyðast. Áberandi á foksvæðum eru jaðrar af rofabörðum og gróður-
eyjar, sem skorist hafa frá öðru gróðurlendi af völdum vindrofs.
Fróðlegt þótti að kanna gróðurfar á þessum útjöðrum gróðurlendis
og fá mat á hve ört slík rofabörð eyðast. Hefur verið skýrt frá þeirri
könnun í einu af fjölriti Rala (Sturla Friðriksson, Borgþór Magnússon og
Tryggvi Gunnarsson 1977). Voru athuganir gerðar á rofaböröum ofarlega á
Rangárvöllum og mældur gróður í föstum sniðum, sem síðar má fylgjast með.
Einnig var gerð mæling á árangri uppgræðslu á slíkum rofabörðum, og kemur
fram að góðan árangur má fá með að stynga börðin með skóflu og tyrfa í
sárin.