Ráðunautafundur - 11.02.1979, Síða 86

Ráðunautafundur - 11.02.1979, Síða 86
78 um grasvöxt, sem bera má saman viö ýmsa þætti í veðurfari á hálendi. Tals- verðar sveiflur eru á milli ára í uppskeru og hæð einstakra tegunda og eins sýna athuganir glöggan mun á þoli grastegunda við þessar aðstæður. Sprengisandur■ Uppgræðsluathuganir voru hafnar 1963 á eyðisöndum milli Þjórsár og Vatnajökuls. Þar var meðal annars leitast við að kanna hvort unnt væri að stöðva vikurfok á vatnasvæði Þjórsár og þar með minnka aurburð í virkjunarám. Tók Raforkumálaskrifstofan (nú Orkustofnun) þátt í þessum rannsóknum. Tilraunir sýndu, aö þarna mátti græða upp land með áburði og sáningu. Þessum athugunum hefur verið haldið áfram og er árlega fylgst með tilrauna- reitum. Einkum kemur fram hve fjallapuntur (Deschampsia alpina) er kröftug tegund til uppgræðslu á fjallamelum. 1 þessum tilraunum hefur einnig komið fram munur á þoli túnvingulsstofna, þar sem íslenskur vingull er dönskum mun þolnari. Uppgræðsla á vegum áhugamanna. Arið 1965 tók Lionsklúbburinn Baldur að sér að reyna að varðveita gróðurtorfur, sem voru að blása upp og eyðast við Hvítárvatn austan Lang- jökuls. Var þá gerð úttekt á því svæði. Var komið fyrir föstum sniðum í landið og hefur síðan verið fylgst með gróðurfarsbreytingum eftir friðun, áburðargjöf og fræsáningu. Einkum er áberandi hve snarrót (Deschampsia caespitosa) hefur reynst góð sem uppgræðsluplanta. Við friðunina sést mestur árangur í vexti loðvíðis og gulvíðis (Sturla Friðriksson 1973). Rofaböró■ I landgræðslustarfi hefur reynst tiltölulega auðvelt að festa gróður á örfoka melum og aurum, en örðugra er að eiga við gróðurjaðrana, sem eru að eyðast. Áberandi á foksvæðum eru jaðrar af rofabörðum og gróður- eyjar, sem skorist hafa frá öðru gróðurlendi af völdum vindrofs. Fróðlegt þótti að kanna gróðurfar á þessum útjöðrum gróðurlendis og fá mat á hve ört slík rofabörð eyðast. Hefur verið skýrt frá þeirri könnun í einu af fjölriti Rala (Sturla Friðriksson, Borgþór Magnússon og Tryggvi Gunnarsson 1977). Voru athuganir gerðar á rofaböröum ofarlega á Rangárvöllum og mældur gróður í föstum sniðum, sem síðar má fylgjast með. Einnig var gerð mæling á árangri uppgræðslu á slíkum rofabörðum, og kemur fram að góðan árangur má fá með að stynga börðin með skóflu og tyrfa í sárin.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Ráðunautafundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.