Ráðunautafundur - 11.02.1979, Blaðsíða 89
81
II. Hugsanlegt notagildi.
búpínan virðist hafa mjög víðtækt notagildi, en þó er líklegt að gall-
ar hennar upphefji kostina á sumum sviðum.
Við uppgræðslu á örfoka landi hefur lúpínan ótvírætt sannað gildi sitt,
en það er þó raunar háð því að hún hopi fyrir öðrum gróðri með tímanum. A
landinu eru þúsundir hektara af friðuðu landi sem lúpínan myndi henta vel
til uppgræðslu á. Samanborið við uppgræðslu með "venjulegum aðferðum" er
sáning lúpínu mjög álitleg, því ekki þarf að kosta til neinum áburði og fræ
ætti ekki að vera dýrt. Slík sáning gæti raunar verið hentugt verkefni fyrir
áhugamannasamtök.
Forræktun og sáðskipti. Víðast hvar erlendis eru lúpínutegundirnar
einkum notaðar við forræktun ófrjósams lands og sem áburðarframleiðendur í
sáðskiptum (green manure). Einkum eru þá notaðar fljótvaxnar einærar teg-
undir og þær plægðar niður áður en öðru er sáð í landið. Hér myndi lúpínan
henta vel til fræræktunar sanda og mela sem á að taka til ræktunar, einkum
til að hækka innihald áburðar og lífræns efnis í jarðveginum.
Sem áburðarframleiðandi í skógrækt virðist lúpínan mjög álitleg.
A Hallormsstað hefur komið í ljós að lerki, sem vex með lúpínu,vex hraðar
en annað lerki við sambærileg skilyrði. Það er þegar byrjað að nýta þessa
vitneskju við útplöntun á Hallormsstað.
Skýringin á þessum jákvæðu áhrifum lúpínunnar er fólgin í því að rótar-
bakteríur (gerlar) sem lifa á lúpínunni, framleiða meira köfnunarefii enlúpían
getur nýtt.
Tafla 1 sýnir niðurstöður efnagreininga, sem gerðar voru á barri sitka-
grenis innan og utan lúpínubreiða í Heiðmörk. Sýnunum var safnað, (A) 12/9,
2)
1978 og (B) haustið 1970.
Tafla 1. Köfnunarefnis- (N) og fosfór-(P) innihald barrs af sitkagreni.
% af þurrefni
N P
A. 1978 Með lúpínu 1.12 0.18
An lúpínu 0.94 0.20
B. 1970 Með lúpínu 1.38 0.19
An lúpxnu 1.04 0.21
Eins og sjá má af töflunni hefur sambýlið við lúpínuna aukið köfnunar-
efnisinnihaldið talsvert og þar með möguleika grenisins til vaxtar.