Ráðunautafundur - 11.02.1980, Blaðsíða 58

Ráðunautafundur - 11.02.1980, Blaðsíða 58
50 sambandi nefna kögglun fyrninga, kögglun á heyi, sem annars kæmist ekki í hlööu, en reikna má með að hey i kögglaformi taki um 6-8 sinnum meira pláss en hey í stæðu. Þá getur verið mjög hagstætt að köggla lélegt hey, sem ést illa eða verður ódrjúgt óunnið. Eins og fram hefur komið (Derek o.fl. 1980) eykst fóðrunarvirði (fóðurgildi og átgeta) þeim mun meira við kögglun sem hrá- efnið er lélegra (trénismeira). Einnig má blanda möluðu eða þá söxuðu heyi í blautt gras til vot- heysgeröar, en það virkar mjög jákvætt á átgetu votheysins og margt bendir til þess að hin malaöa íblöndun nýtist líkt og heykögglar væru með vothey- inu (Óshea, 1977). Ótalmargt fleira má tíunda um grasnytjar vorar og heimaöflun, en samkvæmt þeirri efnismeðferð á erindinu sem yfirlýst hefur verið, verður slíkt að bíða betri tíma. Eftir umræður í þessu erindi og fleirum, þar sem rætt er um gras- köggla og kjarnfóður þarf engan að undra þótt ýmsum þyki vanta á ýmsar skilgreiningar orða. Þótt í þessum pistli verði ekki farið út í slíkt þá hefur orðanefnd veriö sett á laggirnar af minna tilefni. Graskögglar eru nú flokkaöir í þrjá flokka með tilliti til prótein - innihalds i líkingu við kjarnfóður. Áður en inngangi þessum likur er athygli vakin á þvi að heimildaskrá sem fylgir er skipt milli innlendra og erlendra heimildarmanna. Ástæðan er helst sú að hin islenska er sumpart ekki bein heimild við þessagrein, en ástæða þótti til að hún þjónaði sem skrá yfir það sem gert hefur verið á þessum vettvangi hér heima þótt við frium okkur þeirri ábyrgð að hún sé tæmandi. II. Graskögglar handa mjólkurkúm. Fóðurgildi grasköggla (þ.e. ork.u eða fóðureiningagildi) hefur verið gerð góð skil hér á undan (Derek o.fl. 1980). Koma niöurstöður innlendra tilrauna mjög vel heim við það fóðurgildismat, sem byggt er á sænskum og breskum tilraunaniðurstöðum. Þannig fann Bragi L. Ólafsson (1978) að 1.35 kg. af graskögglum handa kúm þurfti til þess að framleiða sama mjólkurmagn og 1 kg. af heföbundnu kjarnfóðri. Þessi niðurstaöa kemur mjög vel heim og saman við niðurstöður nýlokinna tilrauna svipaðs eðlis á Laugardælum og Möðruvöllum (Gunnar Sigurðsson, Þórarinn Lárusson og Guðmundur H. Gunnars- son 1980L. 1 þessum tilraunum fékkst sú niðurstaða að af graskögglum úr mjög snemmslegnu grasi reyndist þurfa 1.29 - 1.33 kg. í fóðureiningu, af kögglum úr grasi á því þroskaskeiöi sem algengast er við graskögglaverk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ráðunautafundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.