Svava - 01.09.1903, Blaðsíða 5

Svava - 01.09.1903, Blaðsíða 5
55 611 um lengri eður skemmri tíma verið hluti af hinum ósýnilega loptgeimi, sem lykur um alla jörð vora og allar lifandi verur og eins dauða líkami, sem á henui finnast. Jafnvel vatnið, sem or eitt helzta og mest umvarðandi nœringarefni vort, þar sem líkamiun getur eigi tekið í niöti fœðu, melt liana og þann veg gjörtsjer haua að góðu, nema hún áður sje leyst í sundur og blandist vatui,— hefur í upphafi verið hluti andrúmsloptsins og sveimað í loptgeiminum sem vatnsgufa eða ský, en siðar fallið til jarðarsem dögg, þoka, regn eða snjór, er myndað hefur ái', fljót og vötn eða hefur sílast gegn um hæðir og firnindi og kornið fram sem lindir eða uppsprettur. Einnig sjórinn hefur einhverntíma lengst fram um aldir verið hluti loptsins sem vatnsgufa; en óþarft er hjer að i'enna huganum svo langt fram í aldir; vjer þuri’um að eins að virða fyrir oss það, sem vjer sjáum bera fyrir augu vor dagsdaglega til þess að ganga úr skugga um, að öll fœða vor eigi í raun rjettri að rekja rót sína til loptsins. Margur kynni nú að ætla, að andrúmsloptið sje ósamsett efni; en eigi er þó svo; það er að mestu leyti samhland af tveimum frumefnum, en þessi kallast 'ddi (Ilt) og lc'öfnunarefni (Nitrogen). Þau eru nefnd frumefni af því að eigi hefur tekist enn að greina þau sundur í önnur efni, og eru því skoðuð senr frumleg og

x

Svava

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svava
https://timarit.is/publication/1264

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.