Svava - 01.10.1903, Blaðsíða 22

Svava - 01.10.1903, Blaðsíða 22
118 rætur, búa sjálfar til öll leir-ílát sín og endur'bæta þau jafnóðum sem þau bila, er oft vill verða. Hafi konan nokkuru tíma afgangs frá matreiðslustövfum sínum og barna-umsorgun, sezt hún við að spinna band eða vefa voð. Hinn margbreytilegi rósvefnaður þessara óupplýstu kvenna, er talandi vottur um lmgvit og íþrótt þessa þjóðflokks, á ekki svo lágu stigi. Eins og allir hinir heiðnu Indíána ættflokkar í Mexikó, vngsama Tarahúmarar guði síua með dnns. Það sem vér hinir kristnu álítum vanhelga guðshús vor, er þeirra skoðun að só hið helgasta hjálparmeðal til að flytja bænir þeirra fram fyrir guðina. Guðsdýrkunarsiður þessi errótgróinn og þeim helgur,að þeir muudu álíta slíkt guðlast, ef hvítir menn færu að reyna að andæfa slíkum sið. -- Allar bænir þeirra stefna í sömu átt — að biðja um regn. En jafnframt sem þeir flytja bænir síuar fram fyrir guði sína, biðja þeir fuglana og dýrin að styðja bænir sínar. — Vorfuglarnir, dýrin, froskarnir og skorlcvikindin, alt álíta þeir að biðji hinn mikla stjórnara tilverunnar, að senda gróðurskúra yfir jörðina svo það geti lifað; og alt fær það bænheyrslu í steypi- skúrum sumarsins. — Sérhver af ættflokknum tekur þátt í danssamkomum þessum. Karltnennirnir í einum hóp og kvenþjóðin í öðrum, og stíga dansinn eftir söng

x

Svava

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svava
https://timarit.is/publication/1264

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.