Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Blaðsíða 2
Vikublað 8.–10. mars 20162 Fréttir Allt fyrir raftækni Yfir 500.000 vörunúmer Miðbæjarradíó ehf. - Ármúla 17, Reykjavík - www.mbr.is - S: 552-8636 E f tryggingafélögin hafa of­ áætlað tryggingaskuldir er eðlilegt að þau lækki iðgjöld neytenda.“ Þetta kemur fram á vef Neytendasamtakanna. Þrjú af fjórum tryggingafélögum hafa til­ kynnt að til standi að greiða veru­ legar fjárhæðir í arð til eigenda þeirra. Arðgreiðslurnar eru mun hærri en sem nemur hagnaði síð­ asta árs af tryggingastarfsemi. „Það lítur því út fyrir að til standi að nota bótasjóði til að greiða stóran hluta arðgreiðslunnar.“ Neytendasam­ tökin minna á að það eru neytend­ ur sem hafa greitt í bótasjóðina til að standa straum af óuppgerðum tjónum. „Það er með öllu óeðlilegt að oftekin gjöld séu notuð til að greiða eigendum arð.“ Samtökin skora, eins og FÍB, á Bjarna Benediktsson fjármála­ ráðherra að beita sér í málinu, til varnar neytendum. „Jafnframt hvetja Neytendasamtökin til þess að Samkeppniseftirlitið skoði þennan markað og grípi til nauðsynlegra að­ gerða enda eins og áður segir þá er um dæmigerðan fákeppnis markað að ræða.“ Í gær, mánudag, greindi Eyjan frá því að danskt trygginga­ félag, Tryg, hefði ákveðið að endur­ greiða tryggingartökum jafngildi 14 milljarða króna vegna góðrar af­ komu. Auk þess verði 10 milljarðar látnir renna til góðra málefna. n baldur@dv.is Eðlilegt að lækka iðgjöld Danir endurgreiða viðskiptavinum Skorar á Bjarna Jóhannes Gunnarsson vill að Bjarni Benediktsson grípi í taumana. Mikill viðbúnað- ur vegna slyss á Reykjanesbraut Tveir voru fluttir á sjúkrahús upp úr hádegi í gær, mánudag, vegna umferðarslyss á Reykjanesbraut. Slysið varð við Kúagerði, skammt vestan álversins. Tækjabíll slökkviliðsins, lögreglubifreið og tvær sjúkrabifreiðar voru sendar á vettvang. Samkvæmt upplýsing­ um frá Brunavörnum Suðurnesja var um aftanákeyrslu að ræða. Jeppabifreið var ekið aftan á aðra jeppabifreið, sem var með kerru í eftirdragi, með þeim af­ leiðingum að bifreiðarnar skullu saman. Bifreiðarnar enduðu svo utan vegar til móts við byggðina í Hvassahrauni. Meiðsli beggja bíl­ stjóra reyndust minniháttar. Alvogen kaupir County Line Lyfjafyrirtækið Alvogen tilkynnti í gær, mánudag, um fyrirhuguð kaup á bandaríska lyfjafyrirtæk­ inu County Line. Samkvæmt frétt á vef Alvogen eiga kaupin að skapa tækifæri til áframhaldandi vaxtar fyrirtækisins í Bandaríkj­ unum sem sé stærsti einstaki markaður þess. Árlegar tekjur County Line séu yfir 13 milljarðar króna og að fyrirtækið sérhæfi sig í sölu lyfja sem séu flókin í þróun. „Fólk er að veikjast af hinu og þessu“ n Inflúensa, RS-vírus og nóróveira herja á landsmenn n Stefnir í metár smits S amkvæmt tölum á heimasíðu Landlæknisembættisins hafa ekki verið fleiri skráð tilvik um mögulegt inflúensusmit hérlendis síðan árið 2010. Alls hafa heilbrigðisstofnanir tilkynnt um rúmlega 450 tilvik í síðustu viku eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti af vef Landlæknisembættisins. „Við náðum líklega toppnum í þar síðustu viku. Tölurnar sem ég fékk varðandi síðustu viku virðast benda til þess að tilvikunum hafi fækkað aðeins. Það er of snemmt að meta hvort um met­ fjölda tilvika er að ræða, það ræðst af því hversu lengi þetta ástand varir. Toppurinn er hins vegar ansi hár í ár,“ segir Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlækn­ ir hjá sótt­ vörnum land­ læknis. Verðum veik af hinu og þessu Inflúensan sem nú geisar er af svoköll­ uðum A­stofni en þó hafa verið skráð tilvik af B­stofni veirunnar. „B­stofn­ inn hefur blossað upp á nokkurra ára fresti. Síðast af krafti 2012–2013 og þá í kjölfar A­stofnsins. Tíminn þarf að leiða í ljós hvort það gerist í ár,“ segir Guðrún og bendir á að það sé ekki aðeins inflúensan sem ber ábyrgð á því að landsmenn leggist í rúmið. „Það er allt vaðandi í RS­veiru og það virðist ekki vera lítill faraldur. Fólk er að veikjast af hinu og þessu,“ segir Guðrún og bendir á að bráðsmitandi nóróveira hafi látið á sér kræla með tilheyrandi, uppköstum eða niður­ gangi, nema hvort tveggja sé. Bóluefnið kláraðist Það vekur athygli að inflúensu­ faraldurinn sé svona kraftmikil í ljósi þess að landsmenn voru duglegir að fara í svokallaðar flensusprautur. Svo duglegir að bóluefnið kláraðist hérlendis og varð að grípa til þess að panta inn aukabirgðir af því. Þá kláruðust birgðirnar af lyfinu Tamiflu í apó­ tekum landsins og því varð Land­ læknisembættið að grípa inn í með því nota af neyðarbirgðum sínum. Tamiflu er notað þegar um staðfest inflúensusmit er að ræða og stytta þann tíma sem veikindi standa yfir í um það bil sólarhring. Hagur af rafrænu skráningarkerfi Alls hafa 30 manns fengið svo slæm einkenni að þeir hafa verið lagðir inn á spítala. Blessunarlega verða þó ekki allir svo veikir að þeir leiti sér læknisaðstoðar og því er ómögulegt að meta hversu stór hluti þjóðarinnar hefur lagst veikur undanfarnar vikur. Í því samhengi segir Guðrún að mikill hagur væri af rafrænu skráningarkerfi þar sem þeir einstaklingar sem liggi veikir heima myndu skrá inn veikindi sín og ein­ kenni. „Slíkt kerfi þekkist til dæmis í Svíþjóð. Tölurnar eru auðvitað ekki hundrað prósent áreiðanlegar en gefa ákveðna hugmynd,“ segir Guð­ rún. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Flensa Líklega hafa margir landsmenn lagst veikir í rúmið undanfarnar vikur. Guðrún Sigmundsdóttir Segir of snemmt að meta hvort um metár sé að ræða varðandi inflúensusmit en vissulega sé toppurinn ansi hár í ár. Fjöldi með inflúensulík einkenni eftir vikum og ári frá 40. viku 2010 til 8. viku 2016 n 2011–2012 n 2012–2013 n 2013–2014 n 2014–2015 n 2015–2016

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.