Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Blaðsíða 2
Vikublað 8.–10. mars 20162 Fréttir
Allt fyrir raftækni
Yfir 500.000 vörunúmer
Miðbæjarradíó ehf. - Ármúla 17, Reykjavík - www.mbr.is - S: 552-8636
E
f tryggingafélögin hafa of
áætlað tryggingaskuldir er
eðlilegt að þau lækki iðgjöld
neytenda.“ Þetta kemur fram
á vef Neytendasamtakanna. Þrjú af
fjórum tryggingafélögum hafa til
kynnt að til standi að greiða veru
legar fjárhæðir í arð til eigenda
þeirra. Arðgreiðslurnar eru mun
hærri en sem nemur hagnaði síð
asta árs af tryggingastarfsemi. „Það
lítur því út fyrir að til standi að nota
bótasjóði til að greiða stóran hluta
arðgreiðslunnar.“ Neytendasam
tökin minna á að það eru neytend
ur sem hafa greitt í bótasjóðina til
að standa straum af óuppgerðum
tjónum. „Það er með öllu óeðlilegt
að oftekin gjöld séu notuð til að
greiða eigendum arð.“
Samtökin skora, eins og FÍB,
á Bjarna Benediktsson fjármála
ráðherra að beita sér í málinu, til
varnar neytendum. „Jafnframt
hvetja Neytendasamtökin til þess að
Samkeppniseftirlitið skoði þennan
markað og grípi til nauðsynlegra að
gerða enda eins og áður segir þá er
um dæmigerðan fákeppnis markað
að ræða.“ Í gær, mánudag, greindi
Eyjan frá því að danskt trygginga
félag, Tryg, hefði ákveðið að endur
greiða tryggingartökum jafngildi 14
milljarða króna vegna góðrar af
komu. Auk þess verði 10 milljarðar
látnir renna til góðra málefna. n
baldur@dv.is
Eðlilegt að
lækka iðgjöld
Danir endurgreiða viðskiptavinum
Skorar á Bjarna Jóhannes Gunnarsson
vill að Bjarni Benediktsson grípi í taumana.
Mikill viðbúnað-
ur vegna slyss á
Reykjanesbraut
Tveir voru fluttir á sjúkrahús upp
úr hádegi í gær, mánudag, vegna
umferðarslyss á Reykjanesbraut.
Slysið varð við Kúagerði, skammt
vestan álversins. Tækjabíll
slökkviliðsins, lögreglubifreið og
tvær sjúkrabifreiðar voru sendar
á vettvang. Samkvæmt upplýsing
um frá Brunavörnum Suðurnesja
var um aftanákeyrslu að ræða.
Jeppabifreið var ekið aftan á
aðra jeppabifreið, sem var með
kerru í eftirdragi, með þeim af
leiðingum að bifreiðarnar skullu
saman. Bifreiðarnar enduðu svo
utan vegar til móts við byggðina í
Hvassahrauni. Meiðsli beggja bíl
stjóra reyndust minniháttar.
Alvogen kaupir
County Line
Lyfjafyrirtækið Alvogen tilkynnti
í gær, mánudag, um fyrirhuguð
kaup á bandaríska lyfjafyrirtæk
inu County Line. Samkvæmt
frétt á vef Alvogen eiga kaupin að
skapa tækifæri til áframhaldandi
vaxtar fyrirtækisins í Bandaríkj
unum sem sé stærsti einstaki
markaður þess. Árlegar tekjur
County Line séu yfir 13 milljarðar
króna og að fyrirtækið sérhæfi sig
í sölu lyfja sem séu flókin í þróun.
„Fólk er að veikjast
af hinu og þessu“
n Inflúensa, RS-vírus og nóróveira herja á landsmenn n Stefnir í metár smits
S
amkvæmt tölum á heimasíðu
Landlæknisembættisins hafa
ekki verið fleiri skráð tilvik
um mögulegt inflúensusmit
hérlendis síðan árið 2010.
Alls hafa heilbrigðisstofnanir tilkynnt
um rúmlega 450 tilvik í síðustu viku
eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti
af vef Landlæknisembættisins. „Við
náðum líklega toppnum í þar síðustu
viku. Tölurnar sem ég fékk varðandi
síðustu viku virðast benda til þess að
tilvikunum hafi fækkað aðeins. Það
er of snemmt að meta hvort um met
fjölda tilvika er að ræða, það ræðst af
því hversu lengi þetta ástand varir.
Toppurinn er hins vegar ansi hár í
ár,“ segir Guðrún Sigmundsdóttir,
yfirlækn ir hjá sótt
vörnum land
læknis.
Verðum veik af hinu og þessu
Inflúensan sem nú geisar er af svoköll
uðum Astofni en þó hafa verið skráð
tilvik af Bstofni veirunnar. „Bstofn
inn hefur blossað upp á nokkurra ára
fresti. Síðast af krafti 2012–2013 og þá
í kjölfar Astofnsins. Tíminn þarf að
leiða í ljós hvort það gerist í ár,“ segir
Guðrún og bendir á að það sé ekki
aðeins inflúensan sem ber ábyrgð
á því að landsmenn leggist í rúmið.
„Það er allt vaðandi í RSveiru og það
virðist ekki vera lítill faraldur. Fólk er
að veikjast af hinu og þessu,“ segir
Guðrún og bendir á að bráðsmitandi
nóróveira hafi látið á sér kræla með
tilheyrandi, uppköstum eða niður
gangi, nema hvort tveggja sé.
Bóluefnið kláraðist
Það vekur athygli að inflúensu
faraldurinn sé svona kraftmikil
í ljósi þess að landsmenn voru
duglegir að fara í svokallaðar
flensusprautur. Svo duglegir að
bóluefnið kláraðist hérlendis og
varð að grípa til þess að panta inn
aukabirgðir af því. Þá kláruðust
birgðirnar af lyfinu Tamiflu í apó
tekum landsins og því varð Land
læknisembættið að grípa inn í með
því nota af neyðarbirgðum sínum.
Tamiflu er notað þegar um staðfest
inflúensusmit er að ræða og stytta
þann tíma sem veikindi standa yfir
í um það bil sólarhring.
Hagur af rafrænu skráningarkerfi
Alls hafa 30 manns fengið svo slæm
einkenni að þeir hafa verið lagðir
inn á spítala. Blessunarlega verða
þó ekki allir svo veikir að þeir
leiti sér læknisaðstoðar og því er
ómögulegt að meta hversu stór
hluti þjóðarinnar hefur lagst veikur
undanfarnar vikur. Í því samhengi
segir Guðrún að mikill hagur væri af
rafrænu skráningarkerfi þar sem þeir
einstaklingar sem liggi veikir heima
myndu skrá inn veikindi sín og ein
kenni. „Slíkt kerfi þekkist til dæmis í
Svíþjóð. Tölurnar eru auðvitað ekki
hundrað prósent áreiðanlegar en
gefa ákveðna hugmynd,“ segir Guð
rún. n
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Flensa Líklega hafa margir landsmenn lagst veikir í rúmið undanfarnar vikur.
Guðrún Sigmundsdóttir Segir of
snemmt að meta hvort um metár sé að
ræða varðandi inflúensusmit en vissulega
sé toppurinn ansi hár í ár.
Fjöldi með inflúensulík einkenni eftir vikum
og ári frá 40. viku 2010 til 8. viku 2016
n 2011–2012
n 2012–2013
n 2013–2014
n 2014–2015
n 2015–2016