Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Blaðsíða 6
6 Fréttir Vikublað 8.–10. mars 2016 Nýtt verðmat á Borgun, sem tekur ekki tillit til millj- arðagreiðslnanna vegna sölu Visa Europe, sýnir að 0,3% hlutur í fyrir- tækinu er metinn á: Frá 57 millj- ónum til 78 milljóna króna Seldi í Borgun á sama verði og Landsbankinn n Sparisjóður Austurlands skoðar sölu sína á 0,3% í Borgun n „Aldrei minnst á neinn valrétt“ S tjórnendur Sparisjóðs Austur lands fóru að fordæmi Landsbankans þegar þeir seldu 0,3% hlut í Borgun til æðstu stjórnenda greiðslu- kortafyrirtækisins á gamlársdag 2014. Seldu þeir bréfin, sem í dag eru metin á að lágmarki 57 milljón- ir króna, á gengi sem Landsbankinn hafði fallist á rúmum mánuði áður og fengu fyrir þau 22,5 milljónir. Líkt og Landsbankinn gerðu stjórnendur sparisjóðsins enga fyrir- vara um hlutdeild í milljarðagreiðsl- unni sem Borgun á von á vegna sölu Visa Europe. Stjórn sjóðsins bíður nú niðurstöðu Landsbankans um hvort hann muni leita réttar síns. „Við enduðum á að selja á sama gengi og Landsbankinn og töldum að þar með værum við að fá gott verð, stærsti banki landsins hefði skoðað þetta vel. Við fylgjumst nú með þessu máli og metum það jafnóðum og nýjar upplýsingar koma fram,“ segir Vilhjálmur G. Pálsson, sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Austurlands. Hækkuðu tilboðið Sparisjóður Austurlands, þá Spari- sjóður Norðfjarðar, fékk fyrst tilboð í 0,3% í febrúar 2013. Einkahlutafélag- ið BPS, sem er í eigu tólf æðstu stjórn- enda greiðslukortafyrirtækisins, gerði þá sparisjóðnum tilboð upp á 2,77 krónur á hlut eða tæpar fjórar milljónir króna. Að sögn Vilhjálms hafnaði sparisjóðurinn einnig öðrum og hærri tilboðum sem BPS gerði síðar í bréfin. Í desember 2014, rúm- um mánuði eftir að Landsbankinn seldi 31,2% hlut í Borgun á 2,2 millj- arða króna í lokuðu söluferli, komust stjórnendur sparisjóðsins og stjórn- endahópur Borgunar að samkomu- lagi um sölu á genginu 15,56 krónur á hlut. „Stefnan hjá okkur er og hefur verið að losa út alla eignarhluti í fé- lögum og við töldum að Landsbank- inn væri búinn að skoða þetta mál ofan í kjölinn. Hann gerir þau mis- tök að fara ekki með þetta í opið sölu- ferli. Síðan hafa auðvitað vaknað upp spurningar um hvort stjórnendur Borgunar hafi búið yfir einhverjum innherjaupplýsingum,“ segir Vil- hjálmur og heldur áfram: „Það er auðvitað liðinn svolítill tími síðan salan fór fram og Borgun hefur síðan þá farið af krafti út í er- lenda færsluhirðingu. En það er spurning hvort þetta hafi verið eðli- legt verðmat á sínum tíma. Við töldum óhætt að selja á þessu gengi en við vorum búin að vera með bréf- in í sölu hjá Íslenskum verðbréfum og BPS var búið að sýna þeim áhuga áður og bjóða í þau nokkrum sinnum og hækka tilboðið.“ Vissu ekki af valréttinum Vilhjálmur segir stjórn sparisjóðs- ins skoða stöðu sína og að fram- haldið ráðist af því hvort Landsbank- inn komi til með að leita réttar síns. Steinþór Pálsson, bankastjóri Lands- bankans, hefur sagt að það verði gert komi í ljós að upplýsingum tengdum valréttarákvæði milli Visa Inc. og Visa Europe, sem tryggir Borgun 6,5 milljarða króna auk afkomutengdrar greiðslu árið 2020, þegar og ef salan á Visa Europe gengur í gegn, hafi verið haldið frá bankanum í söluferlinu. „Það var aldrei minnst á neinn val- rétt við okkur og að hann væri yfirleitt til. Ég er búinn að taka saman tíma- línuna í öllum tilboðunum og hvað var tekið fyrir á stjórnarfundum og við munum skoða þetta. Bankasýsla ríkisins er að skoða söluna á hlut Landsbankans, eins og komið hef- ur fram í fjölmiðlum, og ríkið á 49% í okkur og því með tvo stjórnarmenn hér inni. Við erum búin að ræða þetta við þá og þeir vita af þessari sölu hjá okkur,“ segir Vilhjálmur. „Það segir sig sjálft að maður myndi glaður vilja eiga bréfin miðað við verðmæti þeirra í dag. Bréfin myndu í dag skipta miklu máli fyrir lítinn sparisjóð eins og okkar,“ segir Vilhjálmur. Vildu Eyjahlutinn Borgun fékk, eins og komið hefur fram, KPMG til að verðmeta fyrir tækið í október 2015 og var niðurstaðan 19 til 26 milljarðar króna. Verðmatið tók ekki til milljarðanna sem koma til með að renna til Borgunar vegna Visa Europe. Morgunblaðið fjallaði í apr- íl 2015 um ítrekaðar tilraunir eigenda BPS til að kaupa 0,4% hlut Sparisjóðs Vestmannaeyja í Borgun áður en hann rann inn í Landsbankann í mars sama ár. Bréfin voru á endanum seld öðru félagi í opnu söluferli. BPS keypti 6,24% hlut í Borgun af Landsbankan- um í nóvember 2014 og Eignarhalds- félagið Borgun 24,96%. n Þrefaldast í virði Sparisjóður Austurlands fær fyrsta tilboðið frá BPS í febrúar 2013 upp á: 4,4 milljónir króna Salan á 0,3% hlutnum gengur í gegn á gaml- ársdag 2014 og fær þá sparisjóðurinn: 22,5 milljónir króna Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Forstjóri Borgunar Haukur Oddsson er hluthafi í Borgun í gegnum BPS og Eignarhaldsfélagið Borgun. „Bréfin myndu í dag skipta miklu máli fyrir lítinn spari- sjóð eins og okkar Sparisjóðsstjórinn Vilhjálmur G. Pálsson segir stjórn Sparisjóðs Austurlands fylgjast náið með framvindu mála sem tengjast sölu á eignarhlutum í Borgun. Seldi í Borgun Rúmum tveimur vikum eftir að sala Sparisjóðs Norðfjarðar á 0,3% hlut i Borgun gekk í gegn, í janúar 2015, var ákveðið að hlutafélagavæða sjóðinn. Tók hann þá upp nafnið Sparisjóður Austurlands. Mynd AuSturFrétt / GunnAr Atvinna í boði á einum skemmtilegasta vinnustað landsins DV óskar eftir góðu og jákvæðu símasölufólki Umsóknir sendist á magnushelgi@dv.is → Söluhæfileikar eru mjög mikilvægir → Ófeimin/n að tala við fólk í gegnum síma → Reynsla af svipuðum störfum er kostur Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.