Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Blaðsíða 4
4 Fréttir Vikublað 8.–10. mars 2016 Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • Opið kl. 12-18 Lengri og breiðari parketpLankar VEGNA TILBOÐS til hluthafa í BAKKAVOR GROUP LIMITED Í samræmi við II. tl. 1. mgr. (c) 978. gr. breskra hlutafélagalaga frá árinu 2006 hefur verið tilkynnt að Bakk AL Holdings Limited og Bakkavor Group Limited eru að gera tilboð í alla almenna hluti í Bakkavor Group Limited. Allir skilmálar tilboðsins (þ.m.t. upplýsingar um hvernig samþykkja megi tilboðið) koma fram í dreibré til hluthafa sem var dagsett og póstlagt hinn 22. febrúar og meðfylgjandi því er einhliða afsal, undirritað af kaupandanum og félaginu, ásamt skjali um samþykki afsalsins. Sérhver hlutha sem samþykkir tilboðið á gildan hátt mun fá £2,6909 fyrir hvern hlut. Tilboðið er gert öllum hluthöfum, þ.m.t. þeim sem mögulega hafa ekki fengið dreibréð. Sækja má afrit af dreibrénu, einhliða afsalinu og samþykkisskjalinu til Bakkavor Foods Limited á Fiskislóð 31, 101 Reykjavík eða hringja í síma 550 9700 og óska eftir að fá afrit sent. Einnig má skila undirrituðum eintökum í móttöku Kviku banka hf. ásamt upplýsingum fyrir millifærslu. Nánari upplýsingar og öll gögn um tilboðið má nna á heimaslóð félagsins: www.bakkavor.co.uk. Þeim hluthöfum sem ekki hefur borist tilboð í hluti þeirra i pósti geta haft samband við Bakkvor Foods Limited á Fiskislóð 31, 101 Reykjavík eða í síma 550 9700. Þeir hluthafar sem samþykkja tilboðið þurfa að tryggja að skjal með samþykki þeirra berist umsjónaraðila í London fyrir kl. 17.30 hinn 15. mars næstkomandi eða koma skjalinu um samþykki afsalsins á skrifstofur félagsins á Fiskislóð 31 fyrir 17.00 á föstudaginn 11. mars. Þessi tilkynning er ekki útgáfulýsing heldur auglýsing og hluthafar ættu ekki að samþykkja tilboðið nema á grundvelli upplýsinga í dreibrénu, einhliða afsalinu og samþykkisskjalinu. 8. mars 2016 Borgarbyggð samdi við vinnustað formannsins n Hagvangur fenginn til að finna nýjan sveitarstjóra n Formaður byggðarráðs vinnur hjá fyrirtækinu B yggðarráð Borgarbyggðar fékk ráðningarfyrirtækið Hagvang, vinnuveitanda for­ manns ráðsins, til að sjá um ráðningu á nýjum sveitar­ stjóra. Geirlaug Jóhannsdóttir, for­ maður byggðarráðsins og oddviti Samfylkingarinnar í Borgar byggð, stýrir skrifstofu Hagvangs í Borgar­ nesi. Yfirmaður hennar og samstarfs­ menn sjá um ráðningarferlið sem ráðist var í eftir að samkomulag Sjálf­ stæðisflokks og Samfylkingarinnar um nýtt meirihlutasamstarf náðist í síðasta mánuði. „Við höfum ásamt Hagvangi reynt að koma í veg fyrir alla hags­ munaárekstra og ég hef enga trú á að þetta muni trufla ferlið. Geirlaug mun að sjálfsögðu koma að málinu sem sveitarstjórnarfulltrúi en hún mun ekki hafa aðkomu að því fyrir hönd Hagvangs. Það er fyrirtækisins að halda utan um það og ég ber fullt traust til þess,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson, forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar og oddviti Sjálfstæð­ isflokks, í samtali við DV. Óskuðu eftir tilboðum Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar í sveitarstjórn Borgar byggðar komu sér saman um meirihlutasamstarf þann 17. febrúar síðastliðinn. Rúmri viku síðar samdi byggðarráðið við Hagvang. Það hafði þá leitað upplýsinga um verð og verklag hjá alls sex ráðningar­ stofum. Starfið var auglýst daginn eftir og rann umsóknarfresturinn út í gær, 7. mars. Í auglýsingu sveitar­ félagsins var áhugasömum bent á að nálgast mætti upplýsingar um starfið og ráðningarferlið hjá Leifi G. Hafsteinssyni, aðstoðarfram­ kvæmdastjóra Hagvangs. „Við leituðum til nokkurra ráðn­ ingarfyrirtækja og óskuðum eftir til­ boðum og sú verðhugmynd sem kom frá Hagvangi var mjög ásættan­ leg og við höfum góða reynslu af því að vinna með fyrirtækinu. Geirlaug var fjarverandi þegar ákvörðunin var tekin og kom ekki að þessum sam­ skiptum með neinum hætti og er ekki inni í þessu ferli af hálfu fyrirtækis­ ins. Þjónusta Hagvangs kemur til með að kosta sveitarfélagið á bilinu 350 til 400 þúsund krónur. Næstbesta til­ boðið var nær 500 þúsund krónum,“ segir Björn Bjarki, sem situr einnig í byggðar ráðinu sem varaformaður. Meðvituð um tengslin Aðspurður hvort Björn hafi óttast að ráðning nýs sveitarstjóra yrði gerð tortryggileg í ljósi tengsla Geirlaugar og Hagvangs, bendir hann aftur á að ráðningarfyrirtækið njóti fulls trausts hans. „Við vorum mjög meðvituð um þessar tengingar og því var reynt að vanda til verksins eftir fremsta megni. Það er alveg skýrt að aðrir starfsmenn Hagvangs sjá um þetta. Ég held það þurfi einbeittan vilja til að gera þetta tortryggilegt,“ segir Björn. Geirlaug Jóhannsdóttir vildi ekki tjá sig um samkomulag byggðarráðsins og Hag­ vangs þegar DV náði tali af henni. n Borgarnes Nýr sveitarstjóri Borgarbyggðar verður valinn úr hópi umsækjenda í ráðn- ingarferli Hagvangs. Borgarnes, Hvanneyri, Bifröst og Reykholt eru á meðal þéttbýliskjarna sveitarfélagsins. Tengslin stöðvuðu ekki VR DV fjallaði í febrúar síðastliðnum um ákvörðun Ólafíu B. Rafnsdóttur, formanns VR, um að fá Hagvang til að leggja mat á umsækjendur um sæti stéttarfélagsins í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Í fréttinni kom fram að Stefán Sveinbjörns- son, framkvæmdastjóri VR og eiginmaður Geirlaugar Jóhannsdóttur, sá um öll samskipti félagsins við ráðningarfyrir- tækið. Kostnaður VR vegna matsins hafi hlaupið á milljónum króna og að engin skrif- leg beiðni um að Hagvangur tæki verkið að sér hafi verið send á fyrirtækið. Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Formaður byggðarráðsins Geirlaug Jóhannsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Borgarbyggð, er starfsmaður ráðningarfyrir- tækisins sem á að finna nýjan sveitarstjóra í kjölfar meirihlutaskiptanna sem urðu í febrúar. Forseti sveitarstjórnar Björn Bjarki Þorsteinsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Borgarbyggð og varaformaður byggðarráðs, ber fullt traust til Hagvangs. „Ég held það þurfi einbeittan vilja til að gera þetta tortryggi- legt. – Björn Bjarki Þorsteinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.