Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Blaðsíða 27
Skrýtið Sakamál 19Vikublað 8.–10. mars 2016 Fæst í öllum helstu apótekum og Heilsuhúsinu.www.provision.is Viteyes AREDS2 er andoxunarvítamín með sinki, lúteins og zeaxantíns og er ætlað við aldursbundinni augnbotnahrörnun. Nú er vítamínið með endurbættri formúlu sem gerir það enn betra en áður. Viteyes í nýju umbúðunum er komið í dreifingu og er fáanlegt á sömu stöðum og áður, um allt land. NÝTT OG ENDURBÆTT AUGNVÍTAMÍN Í NÝJUM UMBÚÐUM! Nýjar umbúðir Augnheilbrigði Augnheilbrigði Fæst í öllum helstu apótekum og Heilsuhúsinu. Viteyes AREDS2 er andoxunarvítamín með sinki, lúteins og zeaxantíns og er ætlað við aldursbundinni augnbotnahrörnun. Nú er vítamínið með endurbættri formúlu sem gerir það enn betra en áður. Viteyes í nýju umbúðunum er komið í dreifingu og er fáanlegt á sömu stöðum og áður, um allt land. NÝTT OG ENDURBÆTT AUGNVÍTAMÍN Í NÝJUM UMBÚÐUM! Nýjar umbúðir Hvarmabólga og þurr augu. Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Thealoz dropar Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Blephagel gel Blephagel er dauðhreinsað gel án rotvarnarefna, ilmefna og alkóhóls. Gelið vinnur vel á hvarmabólgu, veitir raka og mýkir augnlokin. Það er hvorki feitt né klístrað. Blephaclean blautklútar Blephaclean eru dauðhreinsaðir blautklútar án rotvarnar- og ilmefna sem vinna vel á hvarmabólgu. Hjálpa við hjöðnun á þrota í kringum augun. M ér var nauðgað, ég var barin og pyntuð í þessu húsi í fjóra daga,“ segir Alicia Kozakiewicz í grein sem hún skrifar sjálf á fréttavef BBC. Alicia var 13 ára þegar hún laumaðist út af heimili sínu í Pittsburgh í Banda­ ríkjunum á nýársdag árið 2002 til að hitta mann sem hún hafði ver­ ið að tala við á netinu. Maðurinn tók hana, beitti hana skelfilegu of­ beldi og hún sneri ekki heim fyrr en fjórum dögum seinna. Nú, full­ orðin kona, beitir hún sér fyrir net­ öryggismálum og vonar að saga sín verði öðrum víti til varnaðar. Hvað ertu að gera? Grein Aliciu er átakanleg. Hún hafði átt í samskiptum við manninn sem rændi henni, Scott Tyree, í tæpt ár. Hún taldi sig vera að ræða við jafn ­ aldra sinn og var mjög hrifin af hon­ um. Tyree hafði áunnið sér traust hennar, þau ræddu saman á nótt­ unni vegna þess að heimilistölvan var á stað þar sem allir gátu séð til. Allt sem Alicia gerði var ólíkt henni. Hún var frekar hlédræg, dugleg og hlýddi foreldrum sínum í einu og öllu. En í veisluhöldunum á ný­ ársdag sagðist hún vera með maga­ kveisu og læddist út af heimili sínu. Hún man að hún hugsaði með sér: „Alicia, hvað ertu að gera? Þetta er hættulegt, þú þarft að fara heim.“ Hún sneri við, byrjaði að ganga aftur í átt að heimili sínu, en heyrði þá einhvern kalla nafnið sitt. „Hann greip svo fast um höndina á mér að ég hélt að hún hefði brotnað,“ segir hún. Það næsta sem hún man er að hún var í bifreið manns og hún vissi að hún var í bráðri hættu. Hann sagði henni að ef hún segði svo mik­ ið sem eitt orð yrði hún sett í skottið á bifreiðinni. Þekkti manninn Maðurinn hélt henni fanginni á heimili sínu. Hann níddist á henni og myndbandsupptökur af því sem hann gerði voru sendar beint út á netinu. „Hann afklæddi mig, leit á mig og sagði: „Þetta verður mjög erfitt fyrir þig. Það er í lagi, gráttu“.“ Við tóku fjórir skelfilegir sólar­ hringar þar sem Alicia var beitt ólýs­ anlega grimmilegu ofbeldi. „Ég gerði allt sem ég gat til að lifa af, hversu auðmýkjandi, sársaukafullt eða ógeðslegt það var, en ég hafði ekkert um örlög mín að segja. Þegar ég reyndi að slást við hann braut hann á mér nefnið. Hann hafði þegar rænt barni, gert svívirðilega hluti við mig, hvers vegna ætti hann ekki að geta myrt mig?“ skrifar Alicia. Áhorfandi þekkti Tyree á mynd­ bandinu og hafði samband við Al­ ríkislögreglu Bandaríkjanna. Hann bjargaði lífi Aliciu, en gaf ekki upp nafn sitt þar sem hann óttaðist að verða ákærður með Tyree fyrir að hafa horft á útsendinguna. Sérsveit­ armenn björguðu Aliciu og Tyree var ákærður. Vera vakandi Alicia beinir því til foreldra að fylgj­ ast með netnotkun barna sinna. Hún starfar sem baráttukona fyr­ ir því að „lagabálkur Aliciu“ fái fjár­ magn og verði að lögum, en fari svo verður meira fé veitt til rannsóknar á þeim sem níðast á börnum á netinu. Hún brýnir fyrir fólki að bregðast við þegar það sér börn í háska eða ef allt virðist ekki með felldu. Hún er við að ljúka námi í sálfræði og stefnir á að starfa með börnum og fjölskyldum sem hafa gengið í gegnum svipaða lífsreynslu og hún. n „Þetta verður mjög erfitt fyrir þig“ Alicia Kozakiewicz lifði af fjóra skelfilega daga með mannræningja Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Alicia Grein Aliciu er átakanleg, en hún er einlæg og segir hlutina eins og þeir voru. Mynd AliciA Project leituðu að henni Hún brýnir fyrir fólki að bregðast við þegar það sér börn í háska eða ef allt virðist ekki með felldu. Mynd AliciA Project

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.