Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Blaðsíða 16
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 16 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Vikublað 8.–10. mars 2016 Gott að þurfa að hafa fyrir hlutunum Við göngum ekki inn í brennandi hús núna Við vorum flótta- menn í eigin landi Forsetakosningar – framboð og eftirspurn Katrín Halldóra Sigurðardóttir hefur ekki fengið neitt upp í hendurnar. – DV Jón Baldvin Hannibalsson segir hagsmunum betur borgið utan ESB. – Rás 1Donika Kolica þurfti að flýja stríðið í Kosovo ásamt fjölskyldu sinni. – DV Þ að er mikið framboð af for­ setaefnum á Íslandi. Eftir­ spurnin er hins vegar ekki mikil. Það þarf bara einn. Því miður stefnir í að þessar kosningar verði … (jahh, hvaða orð má maður nota í þessu samhengi?) undarlegar, farsakenndar, eða eitt­ hvað þaðan af verra. Okkar löggjöf um kjör í þetta æðsta embætti er barn síns tíma og sá ekki fyrir hvernig þjóðin myndi breytast. Löggjafa óraði sjálfsagt ekki fyrir því að svo margir biðu fram krafta sína til þessa háa emb­ ættis. Verði niðurstaðan sú að á ann­ an tug einstaklinga bjóði sig fram, jafnvel á þriðja tug, er afar ólík­ legt að kjörinn forseti nái helmingi greiddra atkvæða. Í 5. grein stjórnarskrárinnar er fjallað um forsetakjör. Þar segir: „Forseti skal kjörinn beinum, leyni­ legum kosningum af þeim, er kosn­ ingarrétt hafa til Alþingis. Forseta­ efni skal hafa meðmæli minnst 1.500 kosningarbærra manna og mest 3.000. Sá, sem flest fær at­ kvæði, ef fleiri en einn eru í kjöri, er rétt kjörinn forseti. Ef aðeins einn maður er í kjöri, þá er hann rétt kjör­ inn án atkvæðagreiðslu.“ Þarna er þetta alveg skýrt. Sá sem fær flest atkvæði. Ekki er kveðið á um tiltekið hlutfall af fjölda greiddra atkvæða og því ljóst að forseti getur náð kjöri með 30% atkvæða eða þaðan af minna. Ekki þarf þessi þrasgjarna þjóð á slíkri útkomu að halda. Það má líka spyrja sig: Hversu sterkur verður einstaklingur í þessu embætti, sem gustað hefur að­ eins um, með einungis lítið hlutfall þjóðarinnar á bak við sig. Miðað við það sem segir í stjórn­ arskránni er ljóst að ekki verður hægt að breyta þessu fyrirkomulagi fyrir kosningarnar sem fara fram í júní í sumar. Það þarf að breyta stjórnar­ skrá og koma inn í hana ákvæði um að forseti þurfi að a.m.k. helming greiddra atkvæða. Að sama skapi þarf að tryggja að lögbundið ferli sé ákvarðað, með hvaða hætti slík niðurstaða væri fengin. Þar blasir við að hafa a.m.k. tvær umferðir í kjör­ inu, þar sem kosið verður um þá sem bestum árangri ná í fyrstu umferð. En öll getum við látið okkur hlakka til að horfa á umræðuþætti í sjónvarpi fyrir kosningarnar. Svo margir eru frambjóðendurnir að væntanlega verður bara ein spurn­ ing í hverjum þætti. Og í nafni hlut­ leysis og lýðræðis þarf náttúrlega að bjóða þeim öllum í sjónvarpssal – eða hvað? n Svo bregðast krosstré Aðild Íslands að Evrópusam­ bandinu hefur verið helsta bar­ áttumál Samfylkingarinnar allt frá stofnun og innan flokksins eru enn þingmenn sem leggja mikla áherslu á aðild. Æ erfiðara er þó að sannfæra landsmenn um nauðsyn inngöngu. Jón Baldvin Hannibalsson var einn helsti talsmaður aðildar og flutti margar innblásnar ræður um Evrópusambandið og mikilvægi þess að Ísland gengi þar inn. Nú eru aðrir tímar og Jón Baldvin líkir Evrópusambandinu við brennandi hús. Svo bregðast krosstré … gætu einhverjir sagt. Ljóst er að talsmönnum aðildar fer sífækkandi og málefnið verður varla í forgangi í kosningabaráttu Samfylkingar fyrir næstu þingkosningar. Sóðaleg kosningabarátta? Titringur er á ýmsum stöðum vegna hugsanlegs framboðs Katrínar Jakobsdóttur til forseta, en hún nýtur yfirburðafylgis sé að marka skoðanakannanir. Víða eru menn farnir að setja sig í skotstell­ ingar verði af framboðinu, þar á meðal er Davíð Oddsson sem sendi Katrínu kaldar kveðjur í síðasta Reykjavíkurbréfi sínu á síðum Morgunblaðsins. Á fleiri miðlum hefur Katrín verið gagnrýnd. Ljóst er að fari Katrín fram munu þeir sem ekki vilja sjá hana á forseta­ stóli hvergi draga af sér. Kosninga­ baráttan gæti því orðið sóðaleg. Alltaf feti framar gómsætur feti í salatið og með matnum B andaríski tenórinn Jerry Had ley fjallaði eitt sinn um það í viðtali hvað væri mikil­ vægt fyrir unga söngvara til ná árangri í list sinni. Til dæmis að finna sér góðan kennara og stunda námið af kappi, en einnig væri nauðsynlegt að finna sér viðmið utan hins akademíska heims og fylgjast með tónlistarlífinu. Fara á tónleika og óperusýningar og hlusta á upptökur af söng frá mismunandi tímabilum. Þannig gætu þau skapað sér hinar bestu forsendur til að stunda sína list. Við lestur á umfjöllun gagnrýn­ anda Fréttablaðsins um nýja upp­ færslu Íslensku óperunnar á Don Giovanni get ég ekki annað en velt fyrir mér forsendum skrifanna og til að byrja með kemur tvennt upp í hugann. Annar vegar: Um smekk er erfitt að deila. Hins vegar: Hverj­ ar eru forsendurnar sem við gefum okkur fyrir umfjöllun af þessu tagi? Gagnrýnandinn tekur vonandi upp­ lýsta ákvörðum um það sem hann skrifar og upplýsir jafnframt lesendur og tilvonandi áheyrendur um hvað sé í vændum á faglegan hátt. Harpa er hvorki óperuhús né leik­ hús. Hún virðist þó vera besti kostur­ inn í stöðunni á Íslandi á þeim tímum sem við lifum. Eldborg er salur þar sem hægt er að hvísla og senda fín­ ustu blæbrigði tónlistarinnar upp á efstu svalir og þykir mér heldur súrt að söngvurunum sé legið á hálsi fyrir að hafa kjark til þess að nýta sér þessa töfra salarins. Í þetta sinn virðist hafa verið tek­ in sú ákvörðun að halda umgjörð í lágmarki sem gerir ákveðnar kröfur til hins upplýsta áhorfanda. Ef mað­ ur ætlar sífellt að vera að spyrja sig „Bíddu, heima hjá hverjum erum við núna? Hvert er hann að fara? Hvað­ an er hún að koma?“ þá munum við ekki fá þær upplýsingar af um­ hverfinu, heldur orðum og gjörðum persónanna. Þessi nálgun er bæði klassísk (hjá Shakespeare lýsir því einhver yfir að nú séum við í Frakk­ landi og þannig er það þá bara) og nútímaleg, enda hefur alheimur leik­ listarinnar rúmast í litlum svörtum kassa um áratuga skeið. Eða eins og í ævin týraóperu sem ég sá um árið þar sem falleg mær breyttist á augna­ bliki í skrímsli og kórinn hrópaði „Oj!“ og flúði af hólmi, þó að söngkonan hefði ekkert breyst, enda var þetta á rauntíma, en ekki í teiknimynd eftir Disney. Áhorfendur voru fullkomlega með á nótunum. Ekki flókið, en krefst samvinnu og ímyndunarafls. Hvort vídeólist sem varpað er á rimlagluggatjöld bætir sýninguna eður ei, er svo álitamál, en annarri spurningu er ósvarað: Hefur fjarvera leikmyndar sem máluð er á viðarfleka áhrif á hljómburðinn? Samskipti kynjanna eru hér í brennidepli, nándin er mikil, hvernig leysir leikstjórinn það? Eru til finningar milli persónanna augljósar? Eru kven­ persónurnar tvístígandi í sinni afstöðu til Don Giovannis eða er allt á hreinu? Ef grannt er að gáð þá á sér stað mjög skýr þróun hjá þeim öllum sem er að mörgu leyti óvenjuleg og fer í aðrar áttir en sviðsetningar síðustu 10–15 ára hafa gert. Kolbrún Halldórsdótt­ ir fer á kostum í persónuleikstjórn og sveigir á stundum af mikill fimi fram­ hjá þeim hafsjó af klisjum sem bíða við hvert fótmál í sérhvert sinn sem nokk­ ur snertir á þessu listformi. Það sem upplýstur gagnrýnandi gæti líka tekið eftir og tekið afstöðu til er sú staðreynd að ein af aríum Zerlinu sem sárasjaldan heyrist, er sungin í þessari uppfærslu. Hún tekur af skarið og sýnir ákveðna afstöðu til samskipta kynjanna sem ekki kemur fram annars staðar í verkinu og kall­ ast að nokkru leyti á við ákveðna aríu sem sungin er af annarri alþýðustúlku í óperunni Cosi fan tutte. Áhugavert, ekki satt? Annað sem hægt væri að mynda sér skoðun á og er merki um efnistök leikstjóra og hljómsveitar­ stjóra er sú staðreynd að seinni finale­ kaflanum er sleppt, endalok aðal­ persónunnar eru endalok verksins. Er þetta vel heppnuð lausn? Hafandi sungið í óperuhúsum á meginlandi Evrópu um tíu ára skeið, þar á meðal ófá hlutverk í óperum Mozarts og hafandi séð fjöldann allan af uppfærslum á verkum hans þá vil ég bara leyfa mér að fullyrða að svo fagleg efnistök bæði í hljómsveitar­ gryfju og á sviði, og svo jafngóður söngvarahópur og svo glæsilegur og blæbrigðaríkur söngur sem nær að innstu hjartarótum heyrist ekki oft hér á landi eða annars staðar. n Gagnrýnin sem aldrei var skrifuð Hlín Pétursdóttir Behrens formaður FÍT, klassískrar deildar FÍH Kjallari Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.