Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Blaðsíða 15
Vikublað 8.–10. mars 2016 PLUSMINUS OPTIC Smáralind www.plusminus. is 20% afsláttur Hönnun mánaðarins: BELLINGER Betra grænmeti Betra kjöt Betri ávextir Fyrst og fremst... þjónusta Fréttir Erlent 15 „Ég hafði tapað allri von“ yfir hlutina með Joseph. Frásögnum þeirra af deginum þegar vinnumaður- inn dó bar saman. Gash kannaði mál- ið og skólastjórinn sagði að bræðurnir hefðu hvergi komið nálægt dauða mannsins. Þeir hefðu verið læstir inni í skólanum eins og hin börnin. „Það var engin spurning í huga mínum, þessir drengir voru saklausir,“ segir Gash. Gash og Henry urðu miklir mátar. Gash fór aftur heim til Bandaríkjanna og þeir héldu sambandi. Í mars 2010 þegar mál piltanna í unglingafang- elsinu fóru fyrir dóm voru bræðurnir sýknaðir af ákærunni um morðið á vinnumanninum. Faðir þeirra var líka sýknaður. En Henry þurfti að bíða dóms vegna dauða Innocents. Dæmd saman Þegar það fór loksins fyrir dóm voru Henry og forstöðukonan dæmd saman. Lögmaður þeirra sagðist ætla að verja hana fyrst og fremst þar sem Henry gæti aðeins fengið þriggja ára dóm en hún lífstíðardóm. Vitni þáðu mútur til að koma sökinni yfir á Henry. Þau voru bæði fundin sek. Þá ákvað Gash að snúa aftur til Úganda, hann vissi að það væri möguleiki á að dómarinn breytti stefnu sinni og tæki þá ákvörðun að dæma Henry sem fullorðinn einstakling. Þá yrði hann einnig dæmdur í lífstíðarfangelsi. „Ég vissi ekki alveg hvað ég ætlaði að gera, en ég vissi að einhver sem mér þótti virkilega vænt um var í miklum vandræðum,“ segir Gash. Henry þurfti að undirgangast læknisskoðanir til að ákvarða aldur hans og læknarnir vildu mútufé. Henry og fjölskylda hans höfðu ekki efni á slíku. Á endanum fór það svo að lögreglulæknirinn staðfesti að Henry væri ekki orðinn átján ára. Þú ert frjáls Henry var dæmdur í skilorðsbund- ið fangelsi, en þar sem hann hafði þegar lokið tveggja ára afplánun var honum sleppt án þess að þurfa að sæta skilorði. Hann þakkar vini sínum, Jim Gash, aðstoðina. Hann fór aftur í skóla, en Gash var ósáttur við að Henry væri á sakaskrá. Hann vissi að þetta hefði áhrif á framtíð hans og ákvað að áfrýja. Það tók tvö ár, en Henry var loksins sýknaður á grundvelli þess að hann hefði ekki fengið réttlát réttar höld. Tölvupóst- ur þess efnis barst í júní í fyrra, sex árum eftir að hann var fyrst hand- tekinn. Málið yrði ekki tekið upp aftur. „Þú ert frjáls. Nafn þitt hefur verið hreinsað,“ sagði Gash titrandi þegar hann hringdi í Henry á Skype til að segja honum fréttirnar. Henry er nú í háskólanámi við háskól- ann í Kampala þar sem hann nem- ur læknis fræði og Gash skrifaði bók um málið og Henry sem hann kall- ar Divine Collision. Þeir halda enn sambandi. n n Bandarískur lögmaður bjargaði Tumusiime Henry n Saklaus í fangelsi n Neyddur til að beita ofbeldi Félagar Jim Gash og Tumusiime Henry náðu vel saman. MynD SkáSkot BBC „Það var engin spurning í huga mínum, þessir drengir voru saklausir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.