Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Blaðsíða 31
Menning 23Vikublað 8.–10. mars 2016 TOYOTA AVENSIS SOL ← Fyrsta skráning 12/2010. Ekinn 87 þús. km. Sjálf- skiptur. Álfelgur. Handfrjáls búnaður. 2ja svæða tölvustýrð miðstöð og fullt af lúxus. Tveir eigendur frá upphafi. Ekki fyrrverandi bílaleigubíll. Minnst ekni og ódýrasti bíllinn á markaðinum í dag. Okkar verð: 2.840.000 KR. Glerhreinsir • Gólfsápa • WC hreinsir Rykmoppur og sápuþykkni frá Pioneer Eclipse sem eru hágæða amerískar hreinsi- vörur. Teppahreinsivörur frá HOST Marpól ehf. - Nýbýlavegur 18, Kópavogur - S: 660 1942 - marpol.is Frábærar þýskar ryksugur frá SEBO Decitex er merki með allar hugsanlegar UNGERErum einnig með: Marpól er með mikið úrval af litlum frábærum hafði verið úti í námi og hafði ekki sungið opinberlega hér heima mjög lengi. Sýningin sjálf var gríðar- lega vel heppnuð og þarna var ein- vala lið söngvara. Þetta var mjög skemmtileg upplifun.“ Elmar er spurður hvað hafi orðið til þess að hann ákvað að snúa sér að óperusöng. „Ég ákvað það aldrei, það bara gerðist,“ segir hann. „Ég var mikið í músík sem krakki og unglingur. Ég er alinn upp í Búðar- dal og þar lærði ég að spila á gítar og þegar ég fór að stálpast fór ég að spila í bílskúrshljómsveitum. Ég hafði á þessum tíma taugar til klass- ískrar tónlistar. Pabbi vinar míns var mikill tónlistarunnandi og átti mik- ið af klassískum diskum og ég fékk lánaðan einn og einn disk til að taka upp á kassettu. Þetta var bara fyrir mig og ég var ekki að segja vinum mínum í bílskúrshljóm sveitunum frá þessu. Ég kom til Reykjavíkur strax eftir grunnskólann og var þar í tvö ár en flutti þá á Snæfellsnes þar sem ég fór í kirkjukórinn. Veturinn þar á eftir var ég á Hvanneyri og þar kynntist ég karlakórnum Söngbræðrum úr Borgarfirði. Ég villtist inn á æfingu hjá þeim og var boðið að vera með. Eftir að ég fór aftur suður í kringum 2000 var ég kominn með kórabakt- eríu og var tekinn inn í Mótettukór- inn. Í framhaldinu fór ég í söngtíma því mig langaði til að læra hvernig ætti að beita röddinni. Þegar ég var byrjaður á því þá varð ekki aftur snúið. Ég fann tengingu við sönginn og hélt áfram í námi. Ég hugsaði samt aldrei meðvitað um það að verða söngv- ari, þetta var bara áhugamál, en svo var mér sagt að ég yrði að nýta þessa hæfileika mark- visst.“ Þokkalega metnaðargjarn Þú syngur víða um heim. Er öðruvísi að syngja á Íslandi en annars staðar? „Það er meiri nálægð við fólkið. Maður þekkir alltaf einhvern í salnum og það gerir að verkum að upplifunin verður persónulegri.“ Stefnirðu hátt? „Ég er þokkalega metnaðar- gjarn. Á hverjum tíma reyni ég að gera eins vel og ég get. Ég er samt ekki með sérstök markmið um að syngja eitthvert sérstakt hlutverk eftir einhver ár. Alls ekki. Eftir að ég útskrifaðist og fór að vinna hafa hlutirnir bara gerst. Maður fer í prufur og fær kannski tíu til tuttugu nei á móti einu jái. Ef maður skilar góðu verki er manni yfirleitt boðið aftur í sama hús og þá í meira krefj- andi hlutverk.“ Elmar er loks spurður hvað sé framundan. „Eftir Don Giovanni eru konsertar hér heima og erlendis. Svo ætla ég að taka mér frí í sumar, ég hef ekki tekið mér frí í mörg ár. Mig langar í ferðalag, langt í burtu, kannski til Asíu. Mig hefur alltaf langað til að fara þangað.“ Meðal verkefna á næsta ári eru hlutverk í Brottnáminu úr kvenna- búrinu í Frakklandi og Rínargullinu eftir Wagner í Þýskalandi. „Ég ætla að syngja meðan ég get og svo er bara að sjá hvert það leiðir mig,“ segir Elmar. n „Ég er þokkalega metnaðargjarn. Á hverjum tíma reyni ég að gera eins vel og ég get. Ég er samt ekki með sérstök markmið um að syngja eitthvert sérstakt hlutverk eftir einhver ár. Alls ekki. Elmar „Eftir að ég út- skrifaðist og fór að vinna hafa hlutirnir bara gerst.“ Mynd ÞorMar Vignir gunnarsson Meistaraleg ópera Elmar og Hallveig Rúnars dóttir í hlutverkum sínum. Mynd Jóhanna ólafsdóttir K osning til lesendaverð- launa dv.is er enn í fullum gangi og lýkur á miðnætti í kvöld, þriðjudag. Verðlaun- in eru hluti af Menningarverðlaun- um DV sem verða veitt í 37. skipti á morgun, miðvikudaginn 9. mars, klukkan 17.00 í Iðnó. Verðlaunin eru veitt í níu flokk- um: kvikmyndum, leiklist, dansi, tónlist, myndlist, arkitektúr, hönnun, bókmenntum og fræðum. Auk þess veitir forseti Íslands sér- stök heiðursverðlaun og lesenda- verðlaun dv.is verða afhent. Staðan í kosningunni er gríðar- lega jöfn. Þegar blaðið fór í prentun hafði svartmálmshljómsveitin Misþyrming í forystu, en þó að- eins átta atkvæðum á undan fyr- irtækinu Jungle Bar sem er til- nefnt fyrir hönnun prótínstykkis úr skordýrum. Næst komu rapphljóm- sveitin Úlfur Úlfur, tónlistarverk- efnið Stelpur rokka! og Íþróttamið- stöðin í Grindavík eftir Batteríið og Landslag, en hönnun hússins er til- nefnd í flokki arkitektúrs. 46 einstak- lingar og hóp- ar eru tilnefndir til verðlaunanna í ár. Hægt er að kjósa á http:// www.dv.is/fb- kosning/menn- ingarverdlaun- dv-2015/ n Kosning stendur til miðnættis Menningarverðlaun DV verða veitt í 37. skipti á miðvikudag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.