Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Blaðsíða 21
Vikublað 8.–10. mars 2016 Kynningarblað - Flutningaþjónusta 5 Búslóðageymsla Olivers: Góður orðstír er gulli betri B úslóðageymsla Olivers hefur yfir að ráða rúmgóðu geymslurými í Auðbrekku, Kópavogi. Fyrirtækið hefur verið í rekstri síðan árið 1986 og að sögn eigandans, Olivers Ed- vardssonar, hefur búslóðageymslan verið rekin við góðan orðstír – sem sé gulli betri. „Við höfum átt velgengni að fagna sem við eigum dyggum viðskiptavin- um að þakka. Nú er fyrirtækið að færa út kvíarnar, við erum búin að opna 800 fermetra húsnæði á Ólafsfirði og verið er að vinna í húsnæði sem verð- ur opnað á Akureyri áður en langt um líður. Það er sönn ánægja að geta boð- ið búslóðageymslu á landsbyggðinni.“ Fáeinar staðreyndir um Búslóðageymslu Olivers: n Geymslurýmið er um 800 fermetrar. n Staðurinn er upphitaður og vaktaður allan sólarhringinn. n Búslóðir eru geymdar á brettum (80x120 sm.) til að auðvelda alla meðferð. n Hvert bretti er vandlega innsiglað með sterkum plastfilmum. n Við sækjum allar búslóðir sjálfir og göngum frá þeim á bretti á staðnum. n Engum er hleypt inn á svæðið að starfsmönnum undanskildum. Hver mánuður er greiddur fyrirfram. Geymsluplássi þarf að segja upp með a.m.k. 15 daga fyrirvara. „Þú hringir í okkur í 567-4046 eða 892-0808 og pantar geymslu fyrir bú- slóðina,“ segir Oliver. „Við komum okkur saman um hentugan tíma til að sækja hana. Lengri fyrirvari tryggir þjónustu. Bílstjórinn raðar bú- slóðinni á bretti með þér og innsiglar á staðnum. Því næst er búslóðinni ekið í geymsluna, og þar vandlega gengið frá henni í sal á merkt stæði. Flutningsgjald er greitt sérstaklega eftir hefðbundnum töxtum.“ n Búslóðageymsla Olivers, Auðbrekku, 200 Kópavogi. Símar: 567 – 4046 og 892 - 0808 www.buslodageymsla.is Geymsla eitt: Lægsta leiguverð á Íslandi M arkmið Geymslu Eitt er að bjóða viðskiptavinum bæði lægsta leiguverð á Íslandi og bestu þjón- ustu á geymslumark- aðnum. Ásdís Óskarsdóttir fram- kvæmdastjóri segir að húsnæði fyrirtækisins Geymslu Eitt sé byggt til að auðvelda viðskiptavinum að- gang og tryggja bestu meðferð á því sem geymt er. „Með sérhönnuðu geymslu- húsnæði fá viðskiptavinir þjón- ustu sem enginn annar getur boð- ið upp á. Ástæðan er sú að þú getur ekið alveg upp að flestum geymslum. Svo ekki sé minnst á vinnusparnaðinn. Það þýðir líka beinharðan peningasparnað þegar notaðir eru sendibílar á mæli. Geymsla Eitt býður upp á aðgengi sem hannað er að þín- um þörfum. Hægt er að komast í geymslurnar alla daga ársins frá 8.00 til 22.00. Ekki er opið á nótt- unni til að auka öryggi viðskipta- vina,“ segir Ásdís. Kostir Geymslu eitt: Þú sparar mikinn tíma við að fylla og tæma geymslu þótt þú akir lengra til okkar Þú getur fengið lægra leiguverð með lang- tímabindingu Þú getur valið úr sjö stærðum þá geymslustærð sem hentar best þínum þörfum Allar geymslur eru vaktaðar af öryggis- myndavélum 24 tíma á sólarhring Allar geymslur eru upphitaðar og halda jöfnum hita allt árið og raka- stigi í lágmarki Frír, ótakmarkaður aðgangur í geymslur og allar geymslur með stórum hurðum Þú læsir þinni geymslu með eigin lás sem tryggir þinn einkaaðgang Geymsla Eitt ehf., Steinhellu 15 (skrifstofa) 221 Hafnarfirði. Sími: 564-6500, fax: 564-650. Opnunartími: kl. 10.00–17.00 mánudaga til fimmtudaga og kl. 10.00–16.00 föstudaga. Opnunartími á geymslum kl. 8.00–22.00 alla daga ársins. www.geymslaeitt.is Flutningaþjónustan: Metnaður og afburðaþjónusta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.