Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Side 12
12 Fréttir Vikublað 8.–10. mars 2016
Landsins
mesta úrval
af kókósvörum
með heilsuna þína að leiðarljósi
www.hberg.is / hberg@hberg.is
Fæst í öllum helstu
matvöruverslunum
Stórstjörnur
og skriðdrekar
n Stórmyndin Fast 8 að hluta til tekin upp á Íslandi
U
ndirbúningur fyrir tökur á
stórmyndinni Fast 8 stendur
nú sem hæst á Íslandi. Fram-
leiðslufyrirtækið Truenorth á
Íslandi vinnur að undirbún-
ingi fyrir myndina. Þetta er risavaxið
verkefni og munu ríflega tvö hundruð
manns koma hingað til lands á vegum
Hollywood-risans Universal Pictures.
Samkvæmt heimildum DV munu ríf-
lega 200 Íslendingar tengjast verkefn-
inu.
Tökur munu fara fram á a.m.k.
tveimur stöðum hér á landi. Staðfest
hefur verið að Akranes verður vett-
vangur myndarinnar að hluta og einnig
er mikill undirbúningur í gangi á Mý-
vatni vegna Fast 8, sem eins og nafnið
gefur til kynna er áttunda myndin í
langlokunni The Fast and the Furious,
einnig þekkt sem Fast & Furious.
Tugir bíla og tækja verða fluttir
hingað til lands vegna verkefnisins. Í
gær mátti sjá þrjá stóra flutningabíla,
hlaðna hernaðartækjum og tólum,
keyra í gegnum Reykjavík og halda
vestur. Þrír skriðdrekar voru á einum
bílnum og herbílar á öðrum. Ljóst er
að um alvöru spennumynd er að ræða
og undirbúningur er gríðarlegur.
Fjöldi stórleikara fer með hlutverk
í myndinni. Má þar nefna Vin Diesel,
Jason Statham, Dwayne Johnson (The
Rock). Þá er á kreiki orðrómur um að
stórleikkonan Charlize Theron muni
leika glæpakvendi í myndinni. Eva
Mendes er einnig orðuð við Fast 8.
F. Gary Gray leikstýrir en hann
sá um leikstjórn í myndinni Straight
Outta Compton og Law Abiding
Citizen svo einhverjar séu nefndar.
Mikil leynd hvílir yfir verkefninu
eins og jafnan er þegar um er að ræða
verkefni á vegum draumaverksmiðj-
unnar í Hollywood. Samkvæmt heim-
ildum DV eru tökur ekki hafnar en
stutt er í að allt verði tilbúið. Frumsýn-
ingardagur myndarinnar hefur verið
tilkynntur opinberlega. Hann er 14.
apríl á næsta ári.
Samkvæmt heimildum DV er gert
ráð fyrir að tökum hér á landi ljúki í
apríl. n
Eggert Skúlason
eggert@dv.is
Til Íslands? Charlize Theron stórstjarna er
orðuð við Fast 8.
Aðalhlutverkið Vin Diesel er ein aðal-
stjarnan sem kemur til Íslands.
Skriðdrekar í Reykjavík Lest
flutningabíla ók með skriðdreka og önnur
hertæki í gegnum Reykjavík í gær.
Mynd ÞoRMAR VigniR gunnARSSon
Risaverkefni Flutningabílarnir sem óku í gegnum borgina voru á erlendum númerum. Ekk-
ert er til sparað. Þessir voru að fara á Akranes eða norður að Mývatni. Mynd ÞoRMAR VigniR gunnARSSon