Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Blaðsíða 26
18 Lífsstíll Vikublað 8.–10. mars 2016 Þ etta er sem sagt nýtt tísku- og lífsstílstímarit þar sem fjallað verður um allt það besta sem Reykjavík hefur upp á að bjóða. Það sem gerir það sérstakt er að það er skrifað á ensku og er stílað inn á er- lenda ferðamenn,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir, ritstjóri Reykjavik Fashion & Design, en fyrsta tölu- blaðið kom í verslanir fyrir helgi. Ingibjörg segir hugmyndina vera að kynna Reykjavík sem spennandi borg, vekja athygli á flottri íslenskri hönnun, líflegri tísku og fjölbreyti- legri menningu. Stefnt er að því að tímaritið komi út ársfjórðungs- lega. „Við munum leggja áherslu á vandað efni, viðtöl við hönnuði og tískufrömuði, listamenn, frum- kvöðla í matargerð og áhugavert fólk erlent og innlent.“ Vildu stærri markhóp Þrátt fyrir að blaðið sé að- allega stílað inn á erlenda ferðamenn segir Ingi- björg það vissulega höfða til allra sem hafa áhuga á hönnun og tísku. „Þetta efni á í raun við alla. Við vildum stækka markhóp- inn úr 300 þúsund manns í milljón manns, með því að hafa blaðið á ensku. Okkur fannst vanta svona efni á markaðinn og vild- um tengja túrismann beint við verslanir með þessum hætti,“ segir Ingibjörg, en það er Sóley ehf. sem gefur tímaritið út. Hún bætir því að frétt- ir af útgáfu tímaritsins hafi vakið töluverða athygli og að fjölmörg fyrirtæki hafi verið áhugasöm um að vera með. En blaðið verður að finna í öllum „goodie bags“ á HönnunarMars, fyrir bloggara og fjölmiðla sem sækja hátíðina að utan. Þá stefn- ir Reykjavik Fashion & Design á dreifingu erlendis í takmörkuðu upplagi. Í gönguferð um Grandann Í fyrsta tölublaðinu er töluvert fjallað um svæðið úti á Granda sem orðið er ansi líflegt, með verslanir, veitingastaði og gallerí. „Það er mikil gróska á Grandanum. Það eru margir hönnuðir sem hafa ver- ið að festa rætur þar og koma sér upp stúdíói. Sem og tónlistarmenn. Sigur Rós og Hjaltalín eru til dæm- is með stúdíó á þessu svæði. Svo er matarmenningin auðvitað líka fjölbreytt. Við tökum göngutúr um Grandann og stoppum á skemmti- legum stöðum.“ Forsíðu fyrsta tölublaðsins prýðir Svandís Ósk Gestsdóttir sem hannar og þróar húðvörur undir nafninu Skinboss. Margir að gera frábæra hluti Aðspurð hvort hún telji nógu mikið að gerast í íslenskri hönnun og tísku til að hægt sé að fylla fjögur tölublöð á ári eingöngu með um- fjöllun um slíkt efni, segir Ingi- björg það svo sannarlega vera. „Það er af nógu að taka. Það er svo mikið af flottu fólki á Íslandi sem er að gera frábæra hluti sem gam- an er að varpa ljósi á. Okkur langar að draga frá sýningartjöldin fyrir ferðamennina og sýna þeim hvað er að gerast.“ Ingibjörgu til halds og trausts við að skrifa efni í tímaritið eru bæði bandarískir og breskir blaða- menn búsettir hér á landi, en þeir eru vel tengdir inn í íslensku tísku- og hönnunarsenuna. „Ég rit- stýri auðvitað efninu en þeir eru frábærir í því sem þeir gera og þetta er afskaplega skemmtilegt,“ segir Ingibjörg að lokum. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Nýr ritstjóri Ingibjörg segir af nógu að taka í íslenkri hönnun og tísku og hefur engar áhyggjur af því að verða uppiskroppa með efni. „Við vildum stækka markhópinn úr 300 þúsund manns í milljón manns, með því að hafa blaðið á ensku. „Það er af nógu að taka“ n Ingibjörg ritstýrir nýju tísku- og lífsstílstímariti n Reykjavik Fashion & Design gefið út á ensku Er skipulagið í lagi...? Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Brettarekkar Gey mslu - og dekk jahi llur Mikil burðargeta Einfalt í uppsetningu KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00 Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.