Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Blaðsíða 10
10 Fréttir Vikublað 8.–10. mars 2016 189 fengið hæli síðan 2009 n Koma frá 33 þjóðlöndum n Flestir frá Íran og Sýrlandi n Alls bárust 983 umsóknir A lls hafa 189 manns frá 33 þjóðlöndum fengið hæli hérlendis síðan árið 2009. 147 manns hafa fengið vernd eða svokallaða við­ bótarvernd en 42 hafa fengið hæli af mannúðarástæðum. Tvö lönd skera sig nokkuð úr varðandi fjölda verndarþega hérlendis undanfarin sjö ár. Það eru Íran og Sýrland en 28 flóttamenn frá hvoru landi hafa fengið hér hæli. Öllum ætti að vera kunnugt um ástandið í Sýrlandi og þar með ástæður þess að þeir fái vernd hér­ lends. Íranir sem fá hæli hérlendis hafa yfirleitt ögrað klerkastjórninni þar í landi með einhverjum hætti og eru því að flýja pólitískar of­ sóknir. Næst koma Írak með 12 einstaklinga, Afganistan með 10 og Úkraína með 9, allt lönd þar sem stríðsátök hafa geisað. DV tekur saman og birtir heimskort yfir þau lönd þar sem hverra ríkisborgarar hafa fengið hæli hérlendis á áður­ nefndu tímabili. Tilhæfulausar umsóknir frá Balkanskaganum Fjöldi umsókna á árunum 2009– 2015 var 983 frá tæplega 70 þjóð­ löndum. Það þýðir að tæp 20 pró­ sent umsókna um vernd enduðu með jákvæðu svari. Lönd sem til­ heyrðu gömlu Júgóslavíu eru fyrir­ ferðarmikil þegar kemur að um­ sóknum um vernd á fyrrnefndu tímabili. Flestar umsóknir bárust frá albönskum ríkisborgum, 180 talsins, og var þeim öllum hafnað. Þá höfðu 50 Króatar og 47 Makedóníu­ menn ekki erindi sem erfiði. Í sam­ tali við DV í byrjun febr­ úar sagði Arn­ dís Anna K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum: „Útlendingastofn­ un telur umsóknir frá Balkanlöndunum vera tilhæfu­ lausar umsóknir, það er nánast úti­ lokað að ná slíkum umsóknum í gegn.“ Alls fengu 296 hælisleitendur beina synjun og 142 mál enduðu með því að hælisleitendur létu sig hverfa af landi brott. Dyflinnarreglugerðin notuð miskunnarlaust Rúmlega fjórðungur umsókna, eða 258 mál, endaði með því að hælis­ leitendur voru sendir úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðar­ innar. Þá hafa einstaklingar skráð sig í öðru Evrópulandi, jafnvel sótt þar um hæli, og þar með ber það ríki ábyrgð á viðkomandi. Í áðurnefndu samtali við DV gagnrýndi Arndís íslensk stjórnvöld fyrir ítrekaða notkun reglugerðar­ innar. „Íslensk stjórnvöld beita reglugerðinni miskunnarlaust og ganga mun harðar fram í þeim efn­ um en önnur ríki. Við getum ekk­ ert gert og fólk er sent af hörku til dæmis til Búlgaríu og Ítalíu þar sem ástandið er slæmt. Skilaboðin eru einfaldlega þau að fólkið geti bara leitað réttar síns fyrir þarlendum dómstólum,“ sagði Arndís. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Tyrkland 1 Georgía 2Kosovo 3 Sýrland 28 Máritanía 1 Senegal 2 Gínea 2 Gambía 1 Úkraína 10 Moldavía 1 Hvíta-Rússland 1 Súdan 2 Líbía 3Alsír 7 Malí 1 Gana 3 Nígería 15 Kamerún 2 Úganda 2 Kólumbía 3 Hondúras 3 Göldrótt súpa og gómsætur humar Eyrarbraut 3, Stokkseyri · Sími: 483 1550 info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is Algengustu þjóðerni hælisleitenda Fjöldi umsókna Fengu hæli Albanía 180 0 Sýrland 50 28 Króatía 50 0 Afganistan 49 13 Makedónía 47 0 Nígería 46 15 Íran 37 28 Írak 34 12 Rússland 30 9 Hvíta-Rússland 28 1 983 umsóknir um hæli 2009–2015 Vernd eða viðbótarvernd 147 Mannúðarleyfi 42 Dyflinnarreglugerð 258 Synjun 296 Farinn / Umsókn dregin tilbaka 142 Enn í vinnslu 98

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.