Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Blaðsíða 18
Vikublað 8.–10. mars 20162 Flutningaþjónusta - Kynningarblað
Sendó: Persónuleg þjónusta
og öryggi í fyrsta sæti
F
yrirtækið Sendó ehf. var
stofnað af eigendum þess,
þeim Erni Steinari Arnarsyni
og Lindu Dröfn Jónsdóttur,
í ágúst 2006. Sendó er byggt
á áratuga reynslu Arnar í flutninga-
bransanum sem hann hefur starfað
við síðan árið 1991. Það er því óhætt
að segja að hér sé reynslu- og þekk-
ingarmikið flutningafyrirtæki á ferð.
„Þetta byrjaði allt með einum sendi-
bíl,“ segir Örn. „Þetta var síðan fljótt
að vinda upp á sig og í dag rekur
Sendó um níu bíla alls auk þess að
vera með ýmis önnur tæki á boðstól-
um og er með átta starfsmenn í
vinnu.“
Ekkert of stórt eða of lítið
Örn leggur áherslu á að aðalmarkmið
Sendó sé að bjóða alhliða og vandaða
flutningaþjónustu fyrir jafnt einstak-
linga sem fyrirtæki. „Við leggjum okk-
ur fram við að vera með persónulega
og góða þjónusta þar sem áreiðan-
leiki og öryggi er í fyrirrúmi. Við
bjóðum upp á allar stærðir af bílum
auk þess sem Sendó er með „malar-
trailer“ og ýmislegt fleira. Við segjum
gjarnan að ekkert er of stórt eða lítið
fyrir okkur og stöndum við það.“
Sendó er með flutninga á smá-
pökkum og sérdreifingu á vörum.
Einnig eru í boði heildarflutnings-
lausnir fyrirtækja (ásamt pökkun),
flutningur á búslóðum, píanóum/
flyglum (til staðar er sérhæfður bún-
aður til þess), peningaskápum, bát-
um, þungavinnuvélum og ýmsu
fleira.
Jarðvegsflutningar og öll
almenn kranavinna
„Einnig tökum við að okkur jarðvegs-
flutning og alla almenna kranavinnu,“
segir Örn. „Við bjóðum viðskiptavin-
um okkar heildarlausnir í flutningi;
getum séð um að pakka og flytja. Svo
er líka sjálfsagt að óska eftir því að fá
okkur á staðinn til þess meta tíma og
kostnað við fyrirhugaðan flutning.“
Láttu vanan og öruggan fagmann sjá
um að flytja fyrir þig – það margborgar
sig. Hafðu samband og þú getur treyst
á að Sendó klárar málið.
Sendó ehf.,
Tunguhálsi 10,
110 Reykjavík.
S: 551-1010.
www.sendo.is