Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Blaðsíða 36
28 Fólk Vikublað 8.–10. mars 2016 Persónugerður markpóstur er mælanlegur miðill og árangursríkur www.umslag.is2010- 2014 Umslag tryggir hámarksárangur við útsendingu markpósts • Mismunandi skilaboð • Mismunandi myndir • Mismunandi markhópar Við getum prentað nöfn og heimilisföng á allan mark- póst. Stór og lítil upplög. Markhópalistar eru í boði sé þess óskað eða við áritum eftir þínum excel lista. }Ein prentun *Samkvæmt könnun Gallup á meðal markaðsstjóra um notkun á miðlum árið 2015 mun markpóstur vera næsta val á eftir internetinu. 31% auglýsenda ætla að nota markpóst meira árið 2015* - hvað ætlar þú að gera? LÍFRÆN EGG nesbu.is Í FYRSTA SINN Á ALMENNUM NEYTENDAMARKAÐI NESBÚ EGG Verðlaun afhent í Perlunni Fjölmiðlafólk og ljósmyndarar fögnuðu B laðamannaverðlaunin voru afhent í Perlunni á laugardag ásamt verðlaunum Blaðaljós- myndarafélags Íslands fyrir mynd ársins. Þá var á sama tíma opnuð sýning Blaðaljósmyndara- félagsins á Myndum ársins og mun hún standa til 2. apríl. n Brosandi blaðakonur Viktoría Her- mannsdóttir, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Kristjana Guðbrandsdóttir hlutu allar tilnefningu í mismunandi flokkum, en fóru tómhentar heim. Með þeim á myndinni er Birta Hall, dóttir Viktoríu. Verðlaunahafar Gísli Einarsson og Ingólfur Bjarni Sigfússon hlutu Blaðamannaverðlaun í flokknum umfjöllun ársins. Þeir fönguðu persónulegar sögur flóttamanna á vergangi í Evrópu og í flóttamannabúðum í Líbanon og komu þeim til skila til áhorfenda RÚV. Glaðir RÚV-arar Rakel Þorbergsdóttir, Helgi Seljan og Ingi R. Ingason brostu breitt í Perlunni. Helgi var glaður þrátt fyrir að hafa ekki fengið verðlaun, en hann laut í lægra haldi fyrir kollegum sínum á RÚV. Glaðir tónlistarmenn í Hörpu n Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent á föstudaginn Í slensku tónlistarverðlaunin voru afhent í Silfurbergi í Hörpu síðastliðinn föstudag og þar var að sjálfsögðu saman komin öll tónlistarelíta lands- ins. Þrátt fyrir að einhverjir hafi verið ósáttir þegar tilnefningar voru kunngjörðar í febrúar og hafi meðal annars þótt íslenska rapp- senan sniðgengin, þá virðast allir hafa vera glaðir á hátíðinni. n Flott þríeyki Helgi Björms og eiginkona hans, Vilborg Halldórs- dóttir, slógu á létta strengi ásamt Sigmundi Erni Rúnarssyni. Baggalútar Þeir Karl Sigurðsson og Guðmundur Pálsson voru flottir á verð- launaafhendingunni. Sposkir á svip Tónlistarmennirnir Einar Örn Guðmundsson og Sigurður Guðmundsson voru ekkert að sprella fyrir ljósmyndarann. Glæsilegar Þær Birna Rún Gísladóttir og Bryn- hildur Einarsdóttir nutu sín vel í Hörpunni. Tvær glaðar Valgerður Guðnadóttir og Sigga Eyrún stilltu sér upp fyrir ljósmyndara. Dívur Þær voru heldur betur glæsilegar söng- konurnar Védís Hervör Árnadóttir og Margrét Eir Vilhjálmsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.