Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Blaðsíða 9
Fréttir 9Vikublað 8.–10. mars 2016 Fæst í öllum helstu verslunum VIÐ HREINSUM ÚLPUR! Verð frá kr. 2.790 til kr. 3.990. 511 1710 svanhvit@svanhvit.is www.svanhvit.is unin sé ein birtingarmynd kynjamisréttis, hún endur- spegli viðhorf sem segi konur eiga að vera í þjón- ustuhlutverki en karla ger- endur í kynferðislegum málum. „Með því er gert lítið úr kynhvöt kvenna og gert ráð fyrir því að hún sé á einhvern hátt óeðlileg. Fólk virðist hrætt við kyn- hvöt kvenna og við þekkj- um dæmi þess í sögulegu samhengi að henni er haldið niðri, til dæmis af ríkinu,“ segir Karen Dögg og vísar meðal annars til ástandsáranna og að- gerða íslenska ríkisins í garð ungra kvenna sem höfðu átt í kynnum við erlenda hermenn. Í dag eru dæmi þess að stúlkur flosni upp úr skóla og upplifi þunglyndi í kjöl- far druslustimplunar og þörf er á að veita þessum hópi faglegan stuðning svo hann geti unnið sig úr ofbeldinu. Ljúga Í niðurstöðum Karenar kemur fram að stúlkur læri snemma að fela kyn- lífsreynslu sína, til dæmis með því að ljúga um fjölda rekkjunauta. Karen segir það hafa verið rauðan þráð í viðtölunum. Oftar en ekki segja þær þá vera færri en þeir raunar eru til þess að forðast „druslustimplun“ og dóma samfélagsins. „Stelpur eiga að vera geðveikt „hard to get“,“ segir einn við- mælandinn í rannsókninni og aðrir benda á að piltar finni ekki fyrir því sama. Það sé talið þeim til tekna hafi þeir átt marga rekkjunauta. „Þannig læra þeir að líta á stelpur sem kynferðislegt viðfangsefni. Það hefur líka áhrif á þeirra vinsældir, en eykur þær ef eitthvað er,“ segir Karen. Það getur verið erfitt að losna við stimpilinn, en Karen bendir einnig á að það séu ekki síst aðrar stelpur sem dæmi viðkomandi „druslu“. „Þær vilja ekki tengjast öðrum sem fá á sig þennan stimpil. Þær hugsa með sér að þær vilji ekki tengj- ast „þessum stelpum“ því þá gætu þær fengið á sig sama stimpil, og þær eru hræddar við það,“ segir hún. „Þetta er því mjög sterkt í félags lífinu, þær verða fyrir útilokun sem er önnur birtingarmynd eineltis og er þveröfug við það sem strákarnir virð- ast upplifa. Það er nefnilega einmitt málið að þær eiga ekki að láta eins og strákar. Þær eiga að láta eins og stelpur, vera kvenlegar og ekki sýna löngun sína opinberlega. Til þess að sanna að þær séu ekki druslur passa þær sig á að vera ekki í samskiptum við þær sem teljast druslur.“ Einelti „Þegar ég byrjaði að skoða þetta sá ég hvað þetta var í raun og veru alvar- legt og skaðlegt. Þetta er ein tegund af einelti sem þrífst í skólakerfinu. Við erum illa í stakk búin til að takast á við það, okkur vantar tæki til að takast á við þetta, og skilning. Einelti er ekkert nema ofbeldi, þessi tiltekna gerð beinist fyrst og fremst að stúlkum. Það gleymist kannski að það er eðlilegt að byrja að upplifa sig sem kynveru sem unglingur, vera skotin í öðrum og það er líka eðlilegt að vilja vera sæt. En það er ekki eðlilegt að verða fyrir ofbeldi út af þessu eftir á,“ segir hún. „Þetta getur líka verið hættulegt. Þegar stelpur fá á sig þennan stimpil, druslustimpil, þá eru þær í meiri hættu og lík- urnar á því að þær verði fyrir kynferðislegu ofbeldi aukast til muna,“ segir Karen. „Þannig er þetta ekki einungis meið- andi fyrir einstaklinginn heldur skemmandi fyrir samfélagið í heild. Þetta er mjög alvarlegt.“ Sjálfstraust og stuðningur Það sýnir sig að þegar að stelpur verða fyrir slíkri druslustimplun þá skiptir bæði sjálfstraust og stuðningur máli,“ segir hún. Stuðningurinn getur komið frá vinum, fjölskyldu en einnig samfélaginu segir Karen Dögg. Þar ber að nefna samfélags- byltingar eins og Druslugönguna og #freethenipple þar sem hóp- ur kvenna stóð saman til að af- klámvæða líkama sinn. „Það er mjög mikill kraftur í þessum byltingum sem við höfum verið að upplifa á netinu – samstaðan er ótrúleg, eins heillandi og hún er hvetjandi, þá er hún einnig nauðsynleg,“ segir hún. Í þessu felst einnig breyting á tungumálinu og notkun orða. „Tungumálið er fé- lagslega mótað, orðin fá þá merk- ingu sem við sköpum þeim,“ segir hún og bendir á að í tengslum við Druslugönguna, göngu sem haldin er árlega í Reykjavík og um allan heim gegn kynferðisofbeldi, hefur orðið „Drusla“ verið endurheimt af þolendum ofbeldis. Það að vera „drusla“ er ekki ávísun á að heim- ilt sé að beita viðkomandi ofbeldi, engin orð gefa leyfi til þess. „Við þurf- um að taka þessi orð og eiga þau, við þurfum að gera þau að okkar og gera þau jákvæð,“ segir einn viðmælandi Karenar í ritgerðinni. Það má ræða þetta Karen Dögg segir mikilvægt að breyta orðræðunni. Konur geti líka verið gerendur, þær hafi kynhvöt sem er hvorki óeðlileg né ónáttúru- leg. Hún vísar til þess að kynfræðslu- efni sé oftar en ekki byggt upp á því að ræða hvernig drengir fái stand- pínu, sáðlát og stundi sjálfsfróun, en að stúlkur fari á blæðingar. „Kynhvöt þeirra er ekki til umræðu á sama hátt. Við þurfum að breyta því,“ segir hún. n „Þær hugsa með sér að þær vilji ekki tengjast „þessum stelpum“ Mega fikra sig áfram Það gleymist kannski að það er eðli-legt að byrja að upplifa sig sem kynveru sem unglingur, segir Karen Dögg og bendir á að því eigi ekki að fylgja nein skömm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.