Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Blaðsíða 28
20 Menning Vikublað 8.–10. mars 2016 Eldbakaðar pizzur hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni salur fyrir hópa sími 557 1007 hamborgarar, salöt, pasta, kjúklingavængir og flEira Erfitt að eiga við ástina 2 015 var ár einstæðingsins, eða „skrýtna kallsins“ í íslenskum kvikmyndum. Nú virðist hins vegar komið að ástarmynd- unum. Og margt hefur breyst í ástarlífi landans. Samfarir eru ekki lengur samfara sveitaböllum, farið er í leikhús og á listasöfn. Karlmenn ótt- ast það mest af öllu að virka „krípí“ og konur eru ekki endilega á því að hlaupa beint í sambönd. Notast er við samskiptamiðla og það eru góð ráð að hringja ekki á kvöldin í fyrsta skiptið. Og gott ef Reykjavíkurtjörn virkar ekki bara andskoti rómantísk á góðviðrisdegi. Ef aðeins við hefðum fleiri slíka. Sögusvið myndarinnar er auglýs- ingastofa, sú var tíð að auglýsinga- gerðarmenn töldust útsæði Satans en eftir Mad Men eru þeir orðnir menn- ingarhetjur, þeir einu sem eru á full- um launum við skapandi skrif án ríkisstyrkja. Ágætis pælingar sölu- mannanna um bjartsýni auglýs- inga andstætt svartsýni frétta fylgja. Myndin tekur mið af samtíma sínum og fer ágætlega af stað. En fljótt fer að halla undan fæti. Söguhetjur eru sóttar beint í „rom- com“ fyrirmyndir að vestan, ófram- færna aðalpersónan og „slísí“ besti vinurinn sem blaðrar eitthvað um Suður-Evrópu og er með plakat af Berlusconi á veggnum ef við skyldum ekki átta okkur á persónunni. Gallinn er ekki fyrst og fremst hvað persón- urnar minna lítið á raunverulegar manneskjur heldur sá að hér er fram- in höfuðsynd rómantískra gaman- mynda: Manni stendur á sama um hvort fólk nái saman eða ekki. Engin sérstök ástæða er fyrir því að Húbert og Hanna eigi að finna hvort annað, nema þau annars góðu rök að hvorugt virðist geta gert betur, en það dugir ekki í bíó. Hún hefur þann helsta kost að vera frænka þeirrar sem slísí gaurinn reynir við, og hann gerir heldur ekki mikið til að heilla nema að herma eftir Ólafi Ragnari í gríð og erg. Kannski kaus hún á móti Icesave, en það kemur þá ekki fram. Að sjálfsögðu fær hún fljótt leiða á þessum eftirhermutilburðum, þó löngu á eftir áhorfandanum. Ekki virð- ist stráksi hafa mikinn persónuleika þar fyrir utan en getur ekki hætt að herma eftir. Og þessi eftirhermumál eru jafn óútskýrð og þau eru ófyndin. Líklegast hefði verið betra að gera hann að uppistandara sem festist í hlutverki sínu, en þá hefði líka þurft að hafa hann skemmtilegan, sem hefði jú verið til bóta í sjálfu sér. Nú, eða þá að láta Pálma Gestsson fara með hlut- verk eftirhermunnar fyrst hann er á svæðinu, frekar en að afgreiða hann með einum „meta“ brandara. Að sjálfsögðu vill Hanna helst snúa aftur til barnsföður síns, og sá vill það sama, en við eigum víst að vona að það gerist ekki. Ekki er gefin nein ástæða fyrir því að fyrrverandi þyki ekki góð- ur kostur önnur en að frænkan hefur eitthvað á móti honum. Brandararnir gera flestir boð á undan sér, gömul kona kemur inn í eldhús og fer að tala um nýmóðins heimilistæki af engri sýnilegri ástæðu og að sjálfsögðu fer okkar maður að herma eftir henni og tala um hjálpartæki ástarlífsins. Eina góða brandarann er að finna á auglýs- ingaspjaldi myndarinnar. Og enn sem komið er ferst Íslendingum betur að fjalla um einsemdina en ástina. n Ásfangin eftirherma Auglýsinga­ teiknarinn Húbert (Snorri Engilbertsson) verður ástfanginn af Hönnu (Hafdís Helga Helgadóttir) en stefnir sambandinu í hættu þegar hann festist í eftirhermuleik. „Gallinn er ekki fyrst og fremst hvað persónurnar minna lítið á raunverulegar manneskjur heldur sá að hér er framin höfuðsynd rómantískra gaman­ mynda: Manni stendur á sama um hvort fólk nái saman eða ekki. Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir Fyrir framan annað fólk IMDb 9,0 Leikstjórn: Óskar Jónasson Aðalhlutverk: Snorri Engilbertsson, Hafdís Helga Helgadóttir, Svandís Dóra Einars­ dóttir og Hilmir Snær Guðnason Handrit: Óskar Jónasson og Kristján Þórður Hrafnsson 90 mínútur HönnunarMars að hefjast Hin árlega hönnunarhátíð HönnunarMars fer fram um helgina. Á þessari uppskeru hátíð íslenskrar hönnunar sameinast allar greinar hönnunar: arki- tektúr, húsgagna- og innanhúss- hönnun, grafísk hönnun, fata- og vöruhönnun. Um hundrað við- burðir eru á dagskrá frá fimmtu- degi til sunnudags, sýningar, uppákomur, innsetningar, kaup- stefnur og fyrirlestrar víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. HönnunarMars hefst með fyrirlestradeginum DesignTalks í Hörpu á fimmtudag en þema ráðstefnunnar er „Hönnun, leið- andi afl í nýsköpun.“ Þar munu íslenskir og þekktir erlendir hönnuðir ræða um vinnu sína, þeirra á meðal grafíski hönnuð- urinn Jonathan Barnbrook sem vann mikið með David Bowie, Maria Losogorskaya úr ung-arki- tektahópnum Assemble sem hlaut Turner-verðlaunin 2015, Lauren Bowker sem blandar saman efnafræði og fatahönnun til að sýna það sem augað nemur ekki, Maria Guidice sem hefur stýrt hönnunarverkefnum hjá stórfyrirtækjunum Facebook og Autodesk, Tom Loosemore sem leiddi meðal annars risaverkefnið GOV.UK, og hönnunarteymið Studio Swine (Azusa Murakami og Alexander Groves) sem hanna hluti úr plastinu sem flýtur um og mengar sjóinn. Upplýsingar um alla viðburði á HönnunarMars má sjá á vefsíðu hátíðarinnar www.honnunar- mars.is Frumlegheit á steinöld Dómur um tölvuleikinn Far Cry Primal á Playstation 4 F ar Cry-leikirnir hafa notið mik- illa vinsælda á undanförnum árum og það ekki að ástæðu- lausu. Leikirnir eru opnir og gerast í framandi umhverfi sem gerir þá að algjöru augnakonfekti. Ubisoft ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í þeim nýjasta í röðinni, Primal. Leikurinn gerist á steinöld og snýst að stærstum hluta í kringum veiðimann, Takkar, sem til- heyrir Wenja-ættbálknum. Takkar þarf að beita klókindum til að lifa af í hörðum heimi þar sem stórhættu- leg rándýr, loðfílar og sverðkettir þar á meðal, eru á hverju strái. Eins og þeir sem þekkja Far Cry- leikina vita þá hafa bílar og byssur leikið stórt hlutverk. Þar sem leikurinn gerist á steinöld er ekki fyrir þessari tegund hasar að fara í leiknum, en þess í stað eru komin frumstæð vopn. Sérstaða Primal er sú staðreynd að leikurinn gerist á steinöld. Gagnrýn- anda rekur ekki minni til þess að ann- ar stór leikur hafi gerst á þessum for- sögulega tíma og má að því leyti segja að Ubisoft hafi tekið nokkra áhættu. Steinöld býður jú ekki upp á neinn bíla- eða byssuhasar sem margir þrífast á og sækja í. Primal hefur sína kosti og galla. Verkefnin sem Takkar þarf að leysa eru ögn tilbreytingarsnauð og flöt og það vantar aðeins meiri hasar og fjöl- breytni. Far Cry Primal er samt skemmti- legur leikur með einstöku sögusviði, flottu umhverfi og góðri grafík. Þarna fá spilarar eitthvað nýtt og þú færð aldrei á tilfinninguna að Ubisoft hafi kastað til hendinni við þróun og fram- leiðslu leiksins. n Far Cry Primal Metacritic 77 Framleiðandi: Ubisoft Spilast á: PS4, Xbox One, PC. Tölvuleikur Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.