Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2016, Side 2
2 Fréttir Vikublað 30.–31. mars 2016
Verkamenn í eyjum
gistu um borð í skipi
E
rlendir verkamenn sem unnið
hafa að byggingu nýs uppsjáv-
arfrystihúss Vinnslustöðv-
arinnar í Vestmanna eyjum
bjuggu um borð í færeyskum
frystitogara um hríð í upphafi fram-
kvæmda. Athugasemdir voru hins
vegar gerðar við dvöl mannanna um
borð í skipinu sem varð til þess að
þeir fluttu sig um set yfir á gistiheim-
ili í bænum. Þeir hafa hins vegar enn
aðgang að skipinu og nota það meðal
annars sem eins konar mötuneyti
meðan þeir starfa við framkvæmd-
irnar á vegum Byggingar félagsins
Eyktar.
Þótti sniðug lausn
Framkvæmdastjóri Eyktar, Páll Daníel
Svansson, segir að mönnum hafi
fundist þetta sniðug lausn í byrjun
en þeir hafi sýnt öllum ábendingum í
aðra veru mikinn skilning og eftir á að
hyggja hafi þær verið eðlilegar. „Þetta
var kannski pínulítið vanhugsað þótt
þetta væri sniðugt. Þar með var það
að sjálfsögðu ekkert mál og þeir fóru
inn á gistiheimili en þeir hafa enn
aðgang að togaranum og um borð
í honum er líkamræktarsalur og
annað sem þeir nýta sér og eru mjög
ánægðir með.“
Væsir ekki um menn um borð
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar,
segir að mennirnir hafi að undanförnu
borðað um borð. „Það er hins vegar
þannig að sá sem gistir um borð í fiski-
skipi er í fullboðlegum vistarverum.“
Aðspurður segir Sigurgeir Brynjar
að um sé að ræða færeyskan frysti-
togara sem eitt sinn hafi verið í eigu
fyrirtækisins. „Þetta er skip sem
menn búa í heilan mánuð og væsir
ekki um neinn.“
Páll segir enda að athugasemd-
irnar sem bárust frá þeim aðilum
sem hafi með málefnin að gera hafi
ekki snúist um að það færi illa um
menn um borð.
Tekið fyrir gistingu
„Þetta snýr kannski frekar að því hvort
þeir megi gista þarna ef þeir eru ekki
skráðir í áhöfn. Ég skil mjög vel, þegar
maður hugsar það, að það komi svo-
leiðis athugasemd. Ég stakk upp á því
að hitta þessa aðila frá bænum og fá
að vita hverjar athugasemdir þeirra
væru svo það kæmi ekki út eins og við
ætluðum að vaða yfir einhvern. Því
það var ekki meiningin. Okkur fannst
þetta sniðugt og körlunum líka, en
þeir geta nýtt sér aðstöðuna þarna en
það er alveg búið að stoppa að þeir
gisti þarna. Maður verður að bera
virðingu fyrir því,“ segir Páll að lokum.
Framkvæmdir á fullu
Stjórn Vinnslustöðvarinnar sam-
þykkti í byrjun árs að hefja fram-
kvæmdir við uppbyggingu nýs
uppsjávarfrystihúss, mjöl- og frysti-
geymslu ásamt tveimur hráefnis-
tönkum. Eykt hóf framkvæmdir við
frystihúsið í febrúar. Sigurgeir Brynjar
segir framkvæmdir vera í fullum
gangi og að vonir standi til að fyrsta
áfanga verði lokið í haustbyrjun. n
n Vinna við byggingu fiskvinnsluhúss Vinnslustöðvarinnar n Fluttir á gistiheimili
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is „Þetta er skip
sem menn búa í
heilan mánuð og væsir
ekki um neinn.
Sniðug lausn Framkvæmdastjóri Eyktar
segir að mönnum hafi þótt lausnin sniðug
en, eftir á að hyggja, vanhugsuð.
Komast í ræktina Erlendir verkamenn sem
gistu í færeyska frystitogaranum hafa fært sig
um set yfir á gistiheimili eftir að athugasemdir
voru gerðar við dvöl þeirra um borð. Mynd úr SaFni
Gagnrýnir nýjar flugvélar
Flugfélags Íslands
Þingmaður var í vélinni þegar nauðlenda þurfti í Keflavík
É
g gagnrýni aðallega að
allt sé sett úr skorðum.
Það er eins og kerfið
hjá félaginu sé ekki
undir þetta búið,“ segir
varaformaður þingflokks
VG, Bjarkey Olsen Gunnars-
dóttir, um nýjan flugvéla-
flota Flugfélags Íslands.
Bjarkey segist hafa ferð-
ast einu sinni með einni af
nýju flugvélum flugfélags-
ins, það hafi verið ferðin
þegar þurfti að nauðlenda í Keflavík.
„Ég ferðast að minnsta kosti tvisvar
sinnum í viku, það er mikið sama fólk-
ið, margir eru ekki sáttir.“
Ekki náðist í Árna Gunnarsson,
framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands,
vegna málsins en að sögn
Bjarkeyjar ferðast hún með
samstarfsfélaga tvisvar í
viku, sem sé frekar flug-
hræddur. „Tilfinning fólks
er eins og þetta sé ekki
traustvekjandi. Dóttir mín
flaug norður núna í gær
og flugvélin hennar átti að
koma klukkan hálf níu en
kom ekki fyrr en um mið-
nætti.“ Í samtali við blaða-
mann sagði Bjarkey að
þegar Fokker-vélarnar voru teknar í
gagnið, þá hafi verið svipaðir byrjun-
arörðugleikar. Samt sem áður þurfi að
gera betur. „Flugfélagið segir að það sé
klárt með þetta, en það virkar á mann
eins og svo sé ekki,“ segir Bjarkey. n
Bjarkey Olsen
Gunnarsdóttir
Varaformaður þingflokks
Vinstri grænna. Mynd VGTilboð þér að kostnaðarlausu.
Uppl. í síma: 820 8888 eða markmid@markmid-ehf.is
ALHLIÐA
FASTEIGNAVIÐHALD
Smíðavinna · Pípulagnir · Raflagnir
Málningavinna · Múrvinna · Flísalagnir
Hellulagnir · Jarðvinna · Lóðavinna