Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2016, Blaðsíða 11
Fréttir 11Vikublað 30.–31. mars 2016
Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500
Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526
www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is
IVECO Da
ily 4x4
- tilbúinn
í hvað se
m er!
„Hann hélt fast í hana
og öskraði á hana“
n Guðrún var kýld þegar hún reyndi að aðstoða unga konu
É
g var auðvitað í smá sjokki eftir
þetta en ég sé engan veginn
eftir því að hafa skipt mér af,“
segir Guðrún Ásta Þórðardóttir
sem á sunnudagsnótt varð fyrir
líkamsárás í miðborg Reykjavíkur
þegar hún hugðist koma í veg fyrir
átök á milli ungs pars. Guðrún hlaut
þónokkra áverka en segist vera fegin
því að hafa hugsanlega komið í veg
fyrir líkamsárás á aðra unga konu.
Brást ókvæða við
„Þetta var á milli þrjú og hálf fjögur
aðfaranótt mánudags,“ segir Guðrún
í samtali við dv.is. „Ég var að ganga
fram hjá skemmtistaðnum Fredrik
sen og var að fara að hitta vini mína,
en það voru ekki margir á ferli um
þetta leyti. Ég sá þá par hinum megin
við götuna, á bílastæðinu við Lista
safn Reykjavíkur og það var augljós
lega að rífast. Ég sá að strákurinn var
harkalegur við stelpuna, hann hélt
fast í hana og öskraði á hana og á
meðan var hún grátandi. Það fyrsta
sem mér datt í hug var að reyna að
stoppa hann, þannig að ég gekk upp
að þeim og spurði hann hvað hann
væri eiginlega að gera. Því næst sagði
ég honum að láta hana í friði.“
Hún segir piltinn þá hafa brugð
ist ókvæða við. „Strákurinn varð
strax reiður, líklega af því að hann
vissi upp á sig sökina. Hann
hrinti mér harkalega í
jörðina og á meðan
horfði stelpan á allt
saman miður sín og
öskraði á hann að
hætta,“ segir Guð
rún því næst og
bætir við að hennar
ósjálfráðu viðbrögð
hafi verið að rjúka á
fætur og ýta við piltin
um. „Þá tekur hann í mig
og kýlir mig fast í andlitið
svo að ég dett harkalega í jörðina.
Því næst hleypur hann í burtu.“
Í miklu uppnámi
Í kjölfarið hjálpaði Guðrún stúlk
unni að hafa uppi á vinkonum sín
um sem voru staddar á skemmti
staðnum Hressó. „Hún var í rosalegu
miklu uppnámi og lítið hægt að tala
við hana. Mér skildist á vinkonum
hennar að þetta væri ekki í fyrsta
sinn sem þessi strákur réðist á utan
aðkomandi manneskju sem reyndi
að stoppa hann,“ segir hún en atvikið
náðist ekki á öryggismyndavélar.
Hún kveðst vera fegin að hafa
stigið inn í og stöðvað rifrildið, jafn
vel þó að það hafi kostað hana þessi
átök. Hún hvetur alla til að skipta
sér af þegar fólk sé of
beldi beitt. „Ég vil endi
lega hvetja fólk til að
grípa inn í þegar það
verður vitni að ein
hverju svona. Það
er auðvelt að ganga
bara fram hjá og
hugsa að þetta
komi manni ekki
við. Það er aldrei vita
hvað hefði getað gerst
þarna á milli þeirra,“
segir hún.
„Ég er með brákað nef og mér
er illt í því, svo er vont að ganga út
af verk í hnénu. Ég á líka erfitt með
hreyfa olnbogann eftir þetta,“ segir
hún aðspurð um líðan sína eftir at
vikið. Hún segist hafa rætt við lög
regluna á sunnudagsnóttina og verið
ráðlagt að fá áverkavottorð ef hún
vilji leggja fram kæru. Annars sé lítið
hægt að gera. Guðrún segist þó ekki
vera búin að gera upp hug sinn. n
Auður Ösp Guðmundsdótir
audur@dv.is
Vildi hjálpa Guðrún Ásta var að ganga í
miðborginni þegar hún hitti parið. „Ég vil endilega
hvetja fólk til
að grípa inn í þegar
það verður vitni að ein-
hverju svona.
Eftir fallið Hér má sjá áverka Guðrúnar eftir fallið í jörðina. Hún er einnig brákuð á nefi.