Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2016, Side 12
12 Fréttir Vikublað 30.–31. mars 2016
Bláberjabragð Vanillubragð Jarðarberjabragð
Bragðgo skyr að vestan
É
g trúi á hið góða í fólki og treysti
því þessum aðila, sérstaklega af
því að erlent stórfyrirtæki, Air
bnb, átti að annast milligöngu
með leiguna. Einnig spilaði inn
í að mig sárvantaði þak yfir höfuðið
og leigumarkaðurinn er þess eðl
is að allt sem er bitastætt fer í hvelli,“
segir Kamilla Duong, sem lenti í klóm
svikahrappsins „Christians Thurner“
sem herjað hefur á notendur bland.is
með auglýsingum um íbúðir til leigu.
DV hefur fjallað ítarlega um svika
hrappinn undanfarið. Kamilla milli
færði um 315 þúsund krónur á er
lendan bankareikning, upphæðin var
tekin út af reikningi hennar en komst
ekki alla leið í hendur svikahrappsins.
Haft mikið fyrir hverri krónu
„Þetta er mikið áfall enda með öllu
óljóst hvort að ég fái peningana mína
aftur,“ segir Kamilla. Hún flutti til Ís
lands frá Víetnam árið 1993 og hefur
þurft að hafa mikið fyrir hverri krónu
alla tíð. „Þegar ég kom til Íslands þá
tók ég að mér alla vinnu sem að ég gat
fundið, meðal annars við þrif og vinnu
á veitingastöðum. Ég ákvað einnig að
spara peninga í samgöngukostnað og
því fór ég um allt höfuðborgarsvæðið
fótgangandi, sama hvernig viðraði,“
segir Kamilla. Með sparsemi og elju
hefur hún náð að koma ár sinni vel
fyrir borð. Í dag er hún íslenskur ríkis
borgari og rekur veitingastaðinn Krua
Mai Thai í Spönginni sem og Háteigs
búðina við Rauðarárstíg.
Airbnb átti að hafa milligöngu
„Ég hef aldrei tíma til þess að fylgjast
með fréttum og því fór fyrri umfjöllun
um svikahrappinn fram hjá mér,“ segir
Kamilla. Hún hafði fyrst samband
vegna íbúðarinnar, sem var sögð vera
í Lönguhlíð 19, í lok febrúar og vildi
ólm tryggja sér hana sem fyrst. „Verðið
var mjög hagstætt, 105 þúsund krón
ur á mánuði. Ég vildi að sjálfsögðu fá
að skoða íbúðina en það var ekki hægt
því eigandinn var staddur erlendis.
Það var gefið í skyn að margir væru
um hituna og því samþykkti ég að
millifæra þriggja mánaða leigu, sam
tals 315 þúsund, til Airbnb sem átti
að hafa milligöngu um húsaleiguna.
Ég treysti því enda er um stórt alþjóð
legt fyrirtæki að ræða,“ segir Kamilla.
Hún átti að fá lyklana senda þegar
greiðslan hefði borist Airbnb og fá
nokkra daga til þess að gera upp hug
sinn, hvort henni líkaði íbúðin eða
ekki. „Ef eitthvað hefði verið í ólagi
þá átti ég að geta skilað lyklunum og
fengið endurgreitt. Eigandi íbúðar
innar átti ekki að fá greitt fyrr en ég
væri búin að ganga úr skugga um að
allt væri í lagi,“ segir Kamilla.
Stígur fram til að vara aðra við
Hún upplifir mikla skömm fyrir að
hafa látið glepjast af gylliboðum
svikahrappsins en stígur fram til þess
að aðrir geti lært af reynslu henn
ar. „Það eru tvö atriði sem mikil
vægt er að fólk sé meðvitað um og ég
lærði af þessari reynslu. Í fyrsta lagi
þá tekur Airbnb ekki við millifærsl
um í gegnum banka,
aðeins kreditkortum,“
segir Kamilla. Þá átt
aði hún sig á því eftir
að upp komst um svik
in að hin fagmannlegu
svör frá Airbnb komu
úr tölvupóstfanginu
airbnb@consultant.
com sem tengist ekki
Airbnb. „Þegar ég fer yfir samskipt
in okkar núna þá sé ég ýmiss konar
smáatriði, eins og varðandi tölvu
póstfangið, sem hefðu átt að hringja
viðvörunarbjöllunum. Ég vona bara
að þetta hjálpi öðrum til þess að vera
á varðbergi,“ segir Kamilla. Hún ætlar
að kæra svikin til lögreglu.
Var í samskiptum
við blaðamann
Eins og áður segir
hefur DV áður fjallað
um svikahrappinn
„Christian Thurner“.
Til að mynda var
blaðamaður í sam
bandi við annan að
ila fyrir áramót sem
gekk undir nafninu
Phillip Bunse.
Nokkru síðar setti
sami blaða maður sig
í samband við áður
nefndan Christian
Thurner og voru svör
þeirra keimlík, nánast
stöðluð. Bunse bjó í
London, þar sem hann var grafískur
hönnuður, en Thurner segist vera
verkfræðingur í Vínarborg. Bréfa
samskiptin voru bæði vel stíluð og
vingjarnleg. „Leigusölunum“ virtist
mikið í mun að fá góðan leigjanda
og gáfu því miklar upplýsingar um
sjálfa sig. Í báðum tilfellum kom fram
að vegna vinnu ætti maðurinn erfitt
með að ferðast, hann ætti dóttur á
þrítugsaldri, sem hefði búið á Ís
landi og þess vegna ætti hann íbúð
hér á landi. Þá væru þau dýravinir
og þeim væri því alveg sama þó að
dýraeigandi tæki íbúðina á leigu.
Allt var til alls í íbúðunum, sjónvarp,
net og rafmagn átti að vera innifalið
auk þess sem íbúðin hafði verið inn
réttuð með fallegum og vönduðum
munum. Að auki buðu báðir mikið
leiguöryggi, eitthvað sem er fátítt á ís
lenskum leigumarkaði. n
Millifærði þriggja mánaða
leigu á erlendan svikahrapp
n Óvíst hvort hún fær peningana tilbaka n Upplifir mikla skömm
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
„Eigandi íbúðar-
innar átti ekki að
fá greitt fyrr en ég væri
búin að ganga úr skugga
um að allt væri í lagi.
Af bland.is Auglýsingin hér að ofan varðar hina meintu íbúð sem Kamilla reyndi leigja.
Hún hefur verið fjarlægð af síðunni.
Samskipti við Christian Thurner
16. desember 2015
Margir berjast um hituna Fólk getur orðið ansi
örvæntingarfullt á erfiðum leigumarkaði. Mynd SigTryggur Ari
4.mars 2016