Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2016, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2016, Qupperneq 14
14 Fréttir Erlent Vikublað 30.–31. mars 2016 Þ að munu líða nokkrir mánuðir áður en hægt verður að opna flugvöllinn Zaventem í Brussel að fullu aftur, segir fram- kvæmdastjóri hans. 800 starfsmenn mættu aftur til vinnu á mánudag eftir hryðjuverkaárásina á þriðjudaginn í síðustu viku. Eyðileggingin á flug- vellinum er slík að aðeins verður hægt að opna 20 prósent hans fyrir ferðalanga í dag, miðvikudag. 31 lét lífið í hryðjuverkaárásum hryðjuverkasamtakanna Daesh, sem kenna sig við Íslamska ríkið. Auk þess létust þrír árásarmenn sem búnir voru sprengjum sem þeir sprengdu í loft upp. Formleg kennsl hafa verið borin á 28 fórnarlömb. 15 manns létust í árásinni á flugvöllinn en 13 í árás sem gerð var á jarðlesta- kerfi borgarinnar, á lestarstöð rétt við höfuðstöðvar Evrópusambands- ins. 96 manns eru enn á sjúkrahúsi, sárir eftir árásirnar. Enn á eftir að bera kennsl á þrjú fórnarlömb. „Það munu líða margir mánuðir áður en við getum opnað flugvöll- inn að fullu að nýju,“ sagði Arnaud Feist, framkvæmdastjóri flugvallar- ins. Eins og sakir standa er starfs- fólk flugvallarins að gera prófanir og kanna hvaða hluta hans er hægt að opna aftur öryggisins vegna. Sett hefur verið upp tímabundin bygging til að taka á móti farþeg- um, en eins og fram hefur komið sprungu sprengjurnar í brottfarar- sal flugvallarins. Venjulega fara um 5.000 manns á klukkustund í gegn- um flugvöllinn, en búist er við því að aðeins 800-1.000 geti gert það á næstu vikum. Það verður í höndum stjórnvalda í Belgíu að ákveða hvernig verður staðið að opnun flugvallarins að fullu að nýju. Það þarf enda að huga að mörgu, endur- byggja byggingar og setja upp allar innréttingar. Á þriðjudag, viku eftir árásirnar, mætti starfsfólk Evrópusambandsins aftur til vinnu en öryggisviðbúnaður er mikill í borginni. Gera má ráð fyrir því að leitað verði á fólki við opinberar byggingar og ítarlegar en áður. Þá verður einnig leitað í bílum við Evrópu- þingið. Mörgum viðburðum sem halda átti í borginni hefur verið frestað. Lögreglan í Brussel leitar nú manns sem sést á öryggismynd- bandi úr brottfararsal flugvallarins. Hann er talinn hafa verið einn árásarmannanna, en hann stendur við hlið tveggja þeirra með farangurs kerru. Hann er talinn hafa flúið af vettvangi. n Eyðilegging Eyðileggingin er mikil í Zaventem. Myndir EPA Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Byrja á að opna 20% vallarins Margir mánuðir þar til hægt verður að opna Zaventem í Brussel á ný Leitað Lögreglan leitar þessa manns. Hann er talinn hafa flúið af vettvangi. Gerðu daginn eftirminnilegan Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ Bakarameistari & Konditormeistari Skoðaðu tertuúrvalið á heimasíðunni www.kokulist.is Gamli GluGGinn úr nýi GluGGinn í svo einfalt er það! súðarvoGur 3-5, reykjavík GluGGaGerdin@GluGGaGerdin.is s: 5666630 / GluGGaGerdin.is »

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.