Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2016, Qupperneq 30
22 Menning Vikublað 30.–31. mars 2016
það var starfrækt og sýndi verk úr
einkasafni hjónanna til ársins 2007.
„Borgin lagði smá pening í að
endurgera húsið og borgaði húsa
leiguna en ég lagði fram vinnu og
safneignina. Maður fékk reyndar
svolitla gagnrýni á sig vegna þessa
fyrirkomulags. Það er voða skrýtið,
alltaf ef prívatmaður er að gera eitt
hvað svona heima á Íslandi þá mætir
hann gagnrýni einhvers hóps. Margir
listamenn sögðu að ég væri að fá þetta
frítt, sem var bara ekki satt. En það
var ofboðslega gaman að reka þetta.
Þó að ferðamannastraumurinn hafi
ekki verið hafinn komu sjötíu þúsund
manns í galleríið á þeim fimm árum
sem við rákum það,“ segir Pétur.
„Það er greinilega þörf fyrir ís
lenskt nútímalistasafn, ferðamenn
og aðrir vilja sjá list þess lands sem
þeir eru að heimsækja. Þetta er svo
lítið slæmt ástand hjá okkur. Það
vantar alveg „permanent“ sýningar,
til dæmis í Listasafni Íslands. Þú getur
aldrei gengið að neinu. Hluti af hlut
verki Listasafnsins er að sýna íslenska
myndlist og verk úr safneigninni. En í
dag er þetta bara eins og gallerí, það
eru alltaf endalausar sýningar. Þeir
hafa náttúrlega ekki hentugt húsnæði
– nema kannski til að sýna eldri list,
málaralist og slíkt.“
Af hverju er það þér kappsmál að
sýna samborgurum þínum verk úr
safninu?
„Ég held að það sé bara svolítið
svipað eins og hjá listamanni, hann
langar að sýna það sem hann er að
gera. Mér finnst á sama hátt gaman að
sýna það sem mér finnst gott. Svo það
er ósköp einföld skýring á því af hverju
maður gerir það: að miðla fagnaðarer
indinu,“ segir Pétur og hlær.
Ótrúleg flóra listamanna í Berlín
Til að miðla fagnaðarerindi nútíma
listarinnar var opnað nýtt Safn, í Berg
staðastræti í Reykjavík byrjun árs 2014
og tveimur mánuðum síðar í Berlín,
en undanfarin ár hafa Pétur og Ragna
búið hluta ársins – fjóra til fimm
mánuði – í borginni.
„Okkur hafði alltaf langað til að eiga
heima einhvers staðar erlendis hluta
af ævinni. Svo var þetta hrun heima
eitthvað svo svakalega fúlt. Maður var
bara orðinn pínuleiður á því að vera
heima, að vakna á hverjum morgni
með þessi leiðindi. Þetta ástand virðist
ekki beint vera að batna, það er alltaf
eitthvað nýtt sem kemur upp,“ segir
Pétur og smám saman leiðist samtal
okkar að ástandinu á leigumarkaðin
um á Íslandi og vangaveltum um póli
tíska þátttöku ungs fólks.
Okkur er aftur kippt til Berlínar
þegar Katharina Wendler, stjórnandi
Safnsins, gengur inn og heilsar glað
lega. Hún býður okkur upp á köku og
við hellum upp á kaffi.
Pétur segist lengi framan af ekki
hafa haft mikinn áhuga á Berlín, listin
þar hafi verið of expressjónísk fyrir
hans smekk „Áður fyrr var meira að
gerast í Köln og Dusseldorf, þessi þrí
hyrningur sem gekk inn í Belgíu og
Holland. Þar var eiginlega vagga nú
tímalistar, allir frægu Ameríkanarnir
byrjuðu að sýna þar. Ég fór alltaf
tvisvar eða þrisvar á ári þangað á lista
messur og til að skoða söfn og gall
erí. Berlín var aldrei inni í dæminu.
En síðan breyttist allt hérna. Berlín
varð aftur höfuðborg Þýskalands,
og hún er náttúrlega óskaplega ódýr
miðað við aðrar borgir í landinu. Mjög
margir listamenn fóru svo að koma
hingað, Skandinavar, Bretar og Ame
ríkanar. Núna er alveg ótrúleg flóra af
listamönnum hérna í öllum greinum
og borgin mjög spennandi og ódýr,“
segir Pétur.
Hann segir enn fremur að nokkuð
samfélag safnara sé í borginni, gallerí
sem sýna verk úr söfnum einstaklinga
nokkur, enda séu margir einstaklingar
betur í stakk búnir til að kaupa góð
verk en fjársvelt listasöfnin.
Íslendingar engin
myndlistarþjóð
„Maður var bara búinn að þramma
göturnar hérna svolítið og fannst
maður ekki alveg hafa nóg fyrir stafni,“
segir Pétur um stofnun Safns í Berlín.
„Svo rákumst við á þetta pláss
– við vorum búin að kíkja svolítið
víða – og það hentaði mjög vel fyrir
sýningar, ekki of stórt og passaði
vel fyrir verkin sem við eigum. Ég
er líka hættur að vinna níu til fimm,
og þá finnst mér gaman að stússast í
þessu. Ég hef virkilega gaman af því
að kynna góða íslenska listamenn
hérna, sem ég hef verið að gera,“
segir hann.
„Ég veit hins vegar ekki alveg hvað
ég held þessu lengi áfram. Maður
náttúrlega yngist ekki og það er svo
lítið djobb að standa í þessu,“ segir
Pétur
Hvað verður svo um verkin í kjöl-
farið?
„Ég veit það ekki, það eru bara
áhyggjur. Ég held að það sé að minnsta
kosti varla til neins að gefa þetta safn
einhverju listasafni heima, það er
engin aðstaða til að taka á móti því,“
segir hann og bendir á að oft á tíðum
hafi slíkar gjafir einfaldlega grotnað
niður í vörslu stofnana, enda séu söfnin
illa stödd fjárhagslega og myndlist njóti
lítils skilnings meðal þeirra sem út
hluta úr sameiginlegum sjóðum sam
félagsins.
„Við Íslendingar erum engin mynd
listarþjóð, við berum litla virðingu
fyrir myndlist. Heima er viðhorfið í
garð listamanna að þeir eigi að bara
að „vinna fyrir sér“. Það er líka oft talað
um myndlist eins og þetta séu nýju föt
in keisarans. Þetta heyrir þú aldrei hér
úti. Það er vissulega einungis mjög fá
mennur hópur sem hefur brennandi
áhuga á myndlist annars staðar í
heiminum, en þar ekki verið að gera
grín að listinni eins og er gert á Íslandi.
Þetta sést líka á því að bestu íslensku
listamennirnir eru ekki að selja neitt
heima, þetta er bara allt í einhverjum
sossum og dossum,“ segir Pétur.
Einn þeirra íslensku listamanna
sem hann furðar sig á að skuli ekki selj
ast á Íslandi er Bjarni H. Þórarins son,
en hinar sérstæðu vísirósir hans auk
verka sem unnin voru upp úr hreyf
ingu taflmanna í skákeinvígi Bobby
Fischer og Boris Spassky í Reykjavík
eru nú til sýnis í Safni, auk verks eftir
Hanne Darboven, sem var einhver
allra fremsta hugmyndalistakonan í
Þýskalandi á síðustu öld.
„Fólk á opnunni var alveg svaka
lega hrifið af verkunum hans Bjarna.
Ég bjóst ekkert endilega við því, af því
að hann er auðvitað ekki allra. Hann
er samt svaka sniðugur og flottur lista
maður. Fólk heima áttar sig ekki endi
lega á því hvað hann er snjall,“ segir
Pétur. n
Visiology/ Methodology, sýning á
verkum Bjarna H. Þórarinssonar og
Hanne Darboven, stendur yfir í Safni
Berlín, til 30. júlí, en safnið er opið á
föstudögum og laugardögum frá kl.
13.00 til 17.00.
„Við Íslendingar
erum engin mynd-
listarþjóð, við berum litla
virðingu fyrir myndlist.
Sýnir einaksafnið í Berlín og Reykjavík Pétur Arason fyrir framan verk eftir þýsku
hugmyndalistakonuna Hanne Darboven, sem er sýnt um þessar mundir í Safni í Berlín.
Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni
sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög
þurru umhverfi.
Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna
hornhimnunnar gegn þurrki.
Droparnir eru án rotvarnarefna
og má nota með linsum.
Ég fór í laseraðgerð hjá Sjónlagi í lok maí 2015. Keypti mér
Thealoz dropana eftir aðgerðina og var mjög ánægð, ákvað
samt að prufa að kaupa mér ódýrari dropa og fann rosalega
mikinn mun á gæðum. Þessir ódýrari voru bara ekki að
gera neitt fyrir mig og þurfti ég að nota mikið meira magn.
Mælti með dropunum við tengdamömmu og er hún alsæl
með Thealoz dropana.
Elín Björk Ragnarsdóttir
Þurrkur í augum?
Thealoz augndropar
Fæst í öllum helstu apótekum.
Mikið
úrval af
fermingagjöfum
Gullkistan
Frakkastígur 10 • 101 Reykjavík • Sími: 551-3160
gullkistan@vortex.is • thjodbuningasilfur.is