Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2016, Side 36
28 Fólk Vikublað 30.–31. mars 2016
Litabreytingar í húð
Ör / húðslit
Húð með lélega
blóðrás / föl húð
Öldrun og sólarskemmdir
í húð / tegjanleiki húðar
Blandaða og feita húð /
stíflaðir fitukirtlar
Hin upphaflega JURTA HÚÐENDURNÝJUN
Árangur um allan heim í yfir 50 ár. Máttur náttúrulegrar fegurðar
www.vilja.is
Ö
ll dauðsföll eru vissulega
sorgleg og svipleg dauðs-
föll vekja stundum athygli
fjölmiðla. Svipleg dauðsföll
þekktra einstaklinga eru þar
að sjálfsögðu í sérflokki, enda þá ekki
bara vinir og ættingjar sem syrgja,
heldur einnig aðdáendur. Þá koma
gjarnan fram ýmsar getgátur og sam-
særiskenningar um hvernig dauðs-
fall viðkomandi bar að og þær kenn-
ingar lifa oft góðu lífi meðal manna
þrátt fyrir að rétt dánarorsök hafi
verið kunngjörð. n
Svipleg dauðSföll
Stjarnanna
n Sumir deyja með voveiflegri hætti en aðrir
Fjölskylduharmleikur Dauði tónlistarmannsins Marvins Gaye var skelfilegur fjölskylduharmleikur. Eftir
að hafa glímt við vímuefnafíkn um árabil flutti Gaye heim til foreldra sinna, en sú ákvörðun átti eftir að draga dilk á eftir sér. Þann 1.
apríl árið 1984 lenti hann í deilum við föður sinn út af reikningi frá skattinum. Það kom til handalögmála á milli feðganna sem enduðu
þannig að faðir hans greip byssu og skaut son sinn þrisvar í brjóstið með byssu sem hann hafði gefið honum. Faðirinn fullyrti fyrir dómi
að um sjálfsvörn hefði verið að ræða en hann var að lokum dæmdur fyrir manndráp.
Krufningar-
skýrslan innsigluð
Eftir að hafa misnotað lyf í fjölda ára fannst
söngvarinn Elvis Presley meðvitundarlaus
á baðherberginu á Graceland-setrinu þann
16. ágúst 1977. Farið var með hann á spítala
þar sem hann var úrskurðaður látinn. Margir
telja þó að hann hafi þegar verið látinn þegar
hann fannst. Opinber dánarorsök Presleys er
hjartastopp af völdum hjartsláttartruflana.
Faðir hans, Vernon Presley, lét hins vegar innsigla
krufningarskýrsluna þar til árið 2027, eða í 50 ár.
Talið er nokkuð líklegt að kokteill af lyfseðils-
skyldum lyfjum hafi valdið hinum óreglulega
hjartslætti sem varð til þess að
hjarta Elviss stoppaði.