Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Síða 8
Helgarblað 8.–11. júlí 20168 Fréttir
Fékk pakka frá
Þýskalandi eftir
hjólreiðaslys
n Listamaður frá Berlín sendi Sigmari Breka glaðning n Var uppnuminn af íslenska landsliðinu
Í
byrjun vikunnar barst fallegt
umslag frá Þýskalandi á skrif-
stofu DV með þeim skilaboð-
um að innihaldið væri ætlað Sig-
mari Breka Sigurðssyni, 12 ára
dreng, sem slapp ótrúlega vel úr
alvarlegu hjólreiðaslysi á dögun-
um. Sendandinn var 56 ára gamall
listamaður frá Berlín, Uwe Bressem,
sem hefur engin tengsl við land og
þjóð, önnur en þau að hafa heillast
af framgangi íslenska landsliðsins á
Evrópumótinu í Frakklandi.
Hann tók því saman úrklippur
úr þýskum blöðum og vildi að ung-
ur Íslendingur myndi njóta þeirra
auk þess sem hann lét frímerki, sem
hann hannar sjálfur, fylgja með.
Hjálmurinn bjargaði Sigmari
Breka
Blaðamaður og ljósmyndari DV
kíktu í heimsókn til Sigmars Breka
með glaðninginn. Eins og DV
greindi frá lenti hinn 12 ára gamli
Sigmar Breki Sigurðsson í alvarlegu
hjólreiðaslysi á dögunum. Hann var
að hjóla heim til sín þegar að hann
lenti í árekstri við bíl með þeim af-
leiðingum að hann flaug yfir húdd
bílsins, lenti í götunni og rotað-
ist. Sigmar Breki var blessunarlega
með hjálm á höfðinu sem bjargaði
án nokkurs vafa lífi hans. „Þetta var
slys og við höfum verið í góðu sam-
bandi við bílstjóra bílsins sem hefur
fylgst með bata Sigmars. Sprungur
komu í fjóra hryggjarliði en að sögn
læknanna mun það gróa og dreng-
urinn hefur verið ótrúlega fljótur að
jafna sig eftir slysið,“ segir Gerða Sig-
bergsdóttir, móðir Sigmars Breka.
Hún sýnir okkur hjálminn sem Sig-
mar var með á höfðinu en hann
er gjörónýtur auk þess sem hjólið
hans er verulega laskað að sögn lög-
reglu. „Ég er ekki búinn að sjá það
en ég held að ég verði að fá nýtt hjól.
Hitt var farið að ryðga,“ segir Sig-
mar og horfir sposkur á móður sína.
„Þetta var eins árs gamalt hjól,“ segir
Gerða og hváir en síðan skellihlæja
mæðginin yfir tilraun Sigmars til
þessa að hagnast á aðstæðum sín-
um.
Að því sögðu afhendir blaða-
maður Sigmari Breka umslag-
ið góða sem hann opnar og skoðar
af áhuga. „Þetta er mjög skemmti-
legt og fallega hugsað. Ég verð að
„gúgla“ þennan listamann og senda
honum kveðju,“ segir Sigmar Breki
brosandi.
Heillaðist af íslenska landsliðinu
„Ég heillaðist af framgöngu íslenska
landsliðsins í Frakklandi og það
minnti mig á hvað ég var spenntur
sem ungur drengur yfir framgöngu
þýska landsliðsins. Fjölmiðlar hérna
í Þýskalandi voru uppfullir af frétt-
um og glæsilegum myndum af ís-
lensku landsliðsmönnunum og þess
vegna tók ég saman nokkrar fal-
legar greinar og vildi leyfa ungum Ís-
lendingi að njóta þeirra,“ segir Uwe
Bressem sem sendi áðurnefndan
glaðning á skrifstofu DV.
Uwe starfar sem listamaður í
Berlín og býr í Wedding-hverfinu
ásamt eiginkonu sinni og tveimur
köttum. Hann segist engin tengsl
hafa við Ísland og hafi ekki heimsótt
landið. Það sé þó kirfilega komið á
dagskrá. „Ég rétt svo vissi hvar Ísland
er staðsett á korti en núna er á dag-
skrá að heimsækja landið. Þegar ég
hafði tekið saman greinarnar reyndi
ég að finna einhvern heppilegan við-
takanda. Ég fór inn á íslenskar frétta-
síður og fann þá umfjöllun um Sig-
mar Breka og slysið sem hann lenti
í. Mér fannst alveg kjörið að senda
honum glaðninginn á meðan hann
lægi á sjúkrabeði,“ sagði Uwe og bað
fyrir góðar kveðjur til drengsins. n
Sigmar Breki
Sigurðsson Kappinn
er óðum að ná sér eftir
hjólreiðaslys og hafði
gaman af kveðjunum
hlýju sem honum bárust
frá Berlín. Á myndinni
má sjá gjörónýtan
hjálminn sem að öllum
líkindum bjargaði lífi
hans. Mynd Sigtryggur Ari
„Ég heillaðist
af framgöngu
íslenska landsliðsins
í Frakklandi og það
minnti mig á hvað ég
var spenntur sem ungur
drengur yfir framgöngu
þýska landsliðsins.
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Karamella og perur Súkkulaði og ferskjur Vanilla og kókos
Bragðgóð grísk jógúrt að vestan