Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Blaðsíða 11
Helgarblað 8.–11. júlí 2016 Fréttir 11
Allt til ræktunar
og fullt af fíneríi
fyrir heimilið og bústaðinn
HÖFÐABAKKA 3 / 110 REYKJAVÍK / SÍMI 587 2222 / litlagardbudin.is / Við erum á Facebook
Mannúðargjörningur klýfur þjóðkirkjuna
Laugarneskirkju n Sóknarprestur sakar biskup um aðild að lögbroti
Biskup með í að áforma lögbrot
Geir Waage skilur ekki hvað biskupi gekk til með því að styðja aðgerðirnar
„Það er ekki hægt að styðja þetta,“ segir séra Geir Waage, sóknarprestur í Reyk
holtsprestakalli, spurður hvort hann styðji þær aðgerðir sem prestar og Laugarneskirkja
gripu til á dögunum. Hann er lítt hrifinn.
„Kirkjugrið eru fyrirbæri sem voru í gildi og full þörf var fyrir þegar þjóðfélögin voru
ekki réttarríki. Þegar menn nutu ekki laga eða réttar. Þá leituðu þeir á náðir kirkjunnar og
hún skaut yfir þá skjólshúsi. En þegar ríkisvaldið þóttist vera búið að koma því svo fyrir að
konungur gat tryggt þegnum sínum frið og frelsi að lögum þá voru kirkjugrið afnumin hér
með lögum. Þannig að kirkjugrið eru ekki lengur í lögum. Og í þessu réttarríki okkar eigum
við að geta treyst því að farið sé að lögum og þau séu framkvæmd með réttum hætti. Þar
af leiðandi er ekki forsenda fyrir þessu,“ segir Geir. Um þá staðreynd að biskup Íslands hafi
lagt blessun sína yfir og stutt aðgerðirnar þá furðar Geir sig á aðkomu æðstu ráðamanna
kirkjunnar.
„Ég skil ekki hvað þeim hefur gengið til. Ef það er rétt að þessi samtök sem stóðu að
þessu, Án landamæra, hafi átt fund með biskupnum fyrirfram – ég skil það bara ekki. Því
að það er bara aðild að áformi um lögbrot, að mínu viti. Ég er ekki lögfróður en mér finnst
það augljóst mál að með því að eiga slíkt ráðuneyti þá er verið að leggja á ráðin um að
brjóta lög. Það gengur ekki.“
Aðspurður hvort hann telji að það verði einhverjir eftirmálar af þessum aðgerðum
innan kirkjunnar kveðst Geir ekki vita það. „Ég vona að það verði ekki miklir eftirmálar, en
það er náttúrlega alltaf mjög alvarlegt þegar svona lagað gerist.“
Kirkjan braut engin lög
Guðrún Karls segir leitt ef lögreglan taki þessu sem persónu-
legri árás presta og kirkjunnar
„Mér finnst ekki gott að þessu sé stillt upp sem prestum gegn
lögreglu. Það er alveg skýrt að kirkjan var ekki að brjóta lög. Heldur
var verið að láta reyna á þessi grið sem er hefð, en hefur ekki neitt
lagalegt gildi,“ segir séra Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur
í Grafarvogsprestakalli. Hún kveðst hafa skilið þetta sem svo að
prestarnir hafi aldrei ætlað sér að hindra lögregluna á nokkurn
einasta hátt, enda hafi þeir ekki gert það.
„Það var aðeins látið reyna á það hvort þetta gæti virkað því
mér skilst að t.d. í Noregi neiti lögreglan staðfastlega að fara inn
í kirkju þegar þetta hefur verið gert. Það er mikilvægt að þetta var ekki hugdetta eins prests, heldur eitthvað sem söfnuðurinn stendur á
bak við, sóknarnefndin og fólkið sem þau eru að hjálpa er hluti af þeirra samfélagi, eins og var þarna.“
Guðrún segir málið ekki snúast um að einhverjir glæpamenn geti farið inn í kirkju og fengið þar skjól. „Að því leyti styð ég að þau hafi
reynt þetta, til að skapa umræðu og til að benda á hversu óréttlát þessi Dyflinnarreglugerð er og hvernig hún er nýtt til fullnustu hér á
Íslandi.“
Guðrún segir mikilvægt að hafa í huga að yfirvöld hafi verið látin vita að flóttamennirnir yrðu í Laugarneskirkju og að hægt yrði að
sækja þá þangað.
„Það er erfitt þegar umræðan verður þannig að annaðhvort standir þú með lögreglunni og lögum eða prestum og kirkjunni, þetta er
ekki svona svart og hvítt. En það hefur tekist að skapa umræðu og svo er spurning hvort við séum tilbúin að ræða þetta af alvöru, hvernig
við tökum á flóttafólki á Íslandi. En það er leiðinlegt ef lögreglan tekur þessu sem persónulegri árás presta eða kirkjunnar á sig, það er
svo innilega ekki þannig.“
Þá bendir Guðrún á að þó að prestur innflytjenda og prestur Laugarneskirkju hafi gert þetta þá sé ekki þar með sagt að allir prestar
þurfi að vera þessu fylgjandi. Hver hafi sína skoðun. Biskup hafi lagt blessun sína yfir þetta og aðgerðin hafi ekki verið skyndiákvörðun
sem gripin hafi verið úr lausu lofti. Meðal annars hafi prófessor í kirkjusögu verið hafður með í ráðum varðandi þessa hefð og þýðingu
hennar.
Aðgerðin var predikun í verki
Hildur Eir vill frekar tóma Þjóðkirkju en að kirkjan hætti að predika um það sem
skiptir máli
„Þetta var predikun í verki að þessu sinni en ekki bara úr predikunarstólnum,“
segir séra Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarprestakalli, sem kveðst ánægð með
framgöngu og viðbrögð prestanna í Laugarneskirkju. Hún hafi fyrst og fremst upplifað
þetta sem táknrænan stuðning og yfirlýsingu um að við þyrftum að endurskoða þessi
mál. „Og gera okkur grein fyrir að manneskjan semur reglur og lög um þetta. Þannig að
hún hefur líka vald til að breyta þeim. Ég upplifði að þarna væri
kirkjan að undirstrika það að manneskjur væru verðmætari
og mikilvægari en einhverjar reglur sem settar eru. Velferð
þeirra væri mikilvægari. Mannréttindi og mannslíf væru
alltaf yfir reglur hafin.“
Hildur kveðst vissulega hafa samúð með þeim
lögregluþjónum sem sendir voru í þetta verkefni en
hins vegar geti menn þó aldrei firrt sig ábyrgð á því
hvernig þeir gangi inn í aðstæður. Vafalaust hafi þær
verið vandasamar en hún ímyndi sér að hægt hefði
verið að gera þetta með friðsamari hætti. Það sem máli
skipti nú sé að við sem samfélag endurskoðum og tölum
um hvernig við ætlum að taka á móti hælisleitendum.
„En mér fannst kirkjan með þessum gjörningi
vera að hlýða köllun sinni og skyldum. Ég er
sannfærð um að kirkjan var ekki að fara í
átök við lögregluna og var ekki að stilla
henni upp við vegg. Það er smá fórnar
lambshugsunarháttur hjá lögregluyfir
völdum að sjá það þannig.“
Hin verklega predikun hafi verið
nauðsynleg til að koma skilaboðum
kirkjunnar áleiðis. „Því það er ekki öll
þjóðin að mæta í kirkju á sunnudögum
þar sem verið er að ræða og predika
um þessi mál. Þetta var ekki gert til
að styggja lögregluna eða setja hana
í erfiða stöðu því við virðum lög
regluna það mikið, að þetta sé fag
fólk og við séum jafningjar. Þannig
störfum við með þeim daglega. En
ég er ekkert miður mín yfir því að
einhverjir lögreglumenn ætli að segja
sig úr Þjóðkirkjunni, mér finnst það
ákveðinn píslarvættishugsunar
háttur,“ segir Hildur sem klykkir út
með sterkum skilaboðum:
„Það er betra að allir segi sig úr
Þjóðkirkjunni og Þjóðkirkjan haldi áfram
að predika um það sem skiptir máli,
frekar en að það séu rosalega margir í
Þjóðkirkjunni og Þjóðkirkjan þegi.“
„Það sem er ámælis-
vert er að gera slíkt
að pólitískri aðgerð
Hildur Eir
Bolladóttir
Segir kirkjuna
hafa verið að
sinna skyldum
sínum og að
úrsagnir lög
reglumanna úr
þjóðkirkjunni
risti grunnt.
Mynd Bjarni
EiríKsson
Guðrún Karls
Helgudóttir
Styður framtakið
til að skapa um
ræðu um óréttlæti
Dyflinnarreglu
gerðarinnar og
móttöku hælisleit
enda hér á landi.
Mynd siGtryGGur ari
Geir
Waage
Skilur ekki
hvað fólki
gekk til.
tóku afstöðu Kristín Þórunn Tómasdóttir,
sóknarprestur í Laugarneskirku, og Toshiki Toma,
prestur innflytjenda, stóðu fyrir því að opna dyr
kirkjunnar fyrir írökskum hælisleitendum sem
vísa átti úr landi. Mynd siGtryGGur ari