Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Qupperneq 12
Helgarblað 8.–11. júlí 201612 Fréttir Viðskipti
Mikið bar á Milli stjórnvalda og
stærstu aflandskrónueigenda
n bandarískir fjárfestingarsjóðir vildu losna út á genginu 165 krónur gegn evru n Ítrekaðar tilraunir til samkomulags báru ekki árangur
b
andarískir fjárfestingar
sjóðir, sem eiga
aflandskrónur fyrir um
150 milljarða, vildu ekki
losna út fyrir fjármagns
höft með eignir sínar í skiptum
fyrir erlendan gjaldeyri á gengi sem
væri óhagstæðara en 165 krónur
fyrir hverja evru. Þetta kom fram
á fundum með fulltrúum sjóð
anna í aðdraganda 320 milljarða
aflandskrónuútboðs Seðlabanka
Íslands sem fór fram um miðjan
síðasta mánuð, samkvæmt heim
ildum DV.
Slík niðurstaða fyrir sjóðina
hefði þýtt útboðsgengi sem væri um
15% lægra en skráð gengi krónunn
ar. Í gjaldeyrisútboði Seðlabank
ans gafst aflandskrónueigendum
hins vegar færi á að selja eignir sín
ar á genginu 190 krónur fyrir hverja
evru – um 27% lægra gengi miðað
við skráð gengi – og bar því talsvert
á milli væntinga bandarísku fjár
festingarsjóðanna og vilja íslenskra
stjórnvalda. Í útboði Seðlabankans
bárust tilboð fyrir alls 188 milljarða
og nam fjárhæð samþykktra tilboða
um 83 milljörðum. Gjaldeyrisforði
Seðlabankans minnkaði um rúm
lega 54 milljarða í kjölfar útboðsins.
Stál í stál
Þrátt fyrir dræma þátttöku sjóð
anna í gjaldeyrisútboðinu, þar sem
þeir kusu annaðhvort ekki að taka
þátt eða skiluðu inn tilboðum sem
Seðlabankinn gat ekki fallist á, þá
er því enn haldið opnu af hálfu ís
lenskra stjórnvalda að sjóðirnir geti
átt í beinum gjaldeyrisviðskiptum
við bankann vilji þeir endurskoða
afstöðu sína um að enda fastir með
fé sitt á vaxtalausum reikningi um
ófyrirséðan tíma. Þannig kemur til
greina, samkvæmt heimildum DV,
að hleypa þeim út fyrir höft á gengi
sem væri lítillega hagstæðara fyrir
þá en 190 krónur fyrir hverja evru
að því gefnu að fjárfestingarsjóð
irnir, sem eru fjórir talsins, sam
mælist allir um slíka niðurstöðu.
Á þessari stundu bendir þó fátt
til þess að sjóðirnir séu reiðubúnir
til viðræðna við stjórnvöld á þeim
grundvelli. Í kjölfar útboðs Seðla
bankans hafa sjóðirnir falið lög
mönnum sínum að kanna þann
möguleika að láta reyna á rétt
þeirra fyrir íslenskum og erlendum
dómstólum. Þá hafa þeir einnig
skilað inn kvörtun til Eftirlits
stofnunar EFTA (ESA) vegna
frumvarps fjármálaráðherra um
aflandskrónueignir sem varð að
lögum 23. maí síðastliðinn. Telja
sjóðirnir að frumvarpið feli í sér
ólögmæta eignaupptöku og brot á
jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.
Þeir sem gæta hagsmuna sjóðanna
á Íslandi eru Pétur Örn Sverris son
lögmaður sem hefur unnið fyrir
slitabú gamla Landsbankans (LBI),
og Magnús Árni Skúlason, hag
fræðingur og eigandi ráðgjafafyrir
tækisins Reykjavík Economics.
Hafa fengið sérmeðferð
Íslensk yfirvöld gefa hins vegar
lítið fyrir þá tilburði sjóðanna enda
telja þau engum vafa undirorp
ið að aðferðafræði þeirra við þetta
næsta skref í losun fjármagnshafta
sé í fullu samræmi við íslensk lög
og alþjóðlegar skuldbindingar.
Frumvarp fjármálaráðherra um
aflandskrónur og vinna við undir
búning útboðs Seðlabankans
hafi verið unnin í samráði við Al
þjóðagjaldeyrissjóðinn auk þess
sem stóru lánshæfismatsfyrirtæk
in hafi ekki talið ástæðu til að gera
athugasemdir við áætlun stjórn
valda. Í tilkynningu frá Moody's,
sem var birt skömmu eftir að
aflandskrónufrumvarpið varð að
lögum, er þannig ekki vikið einu
orði að mögulegri lagalegri áhættu
í tengslum við útboð Seðlabankans.
Ákvað matsfyrirtækið að lánshæfis
einkunn ríkissjóðs Íslands yrði
endurmetin með hækkun í huga á
næstunni.
Á fundi sem samtökin Emerging
Markets Traders (EMTA) stóðu
fyrir í New York þann 27. júní síð
astliðinn benti bandaríski lög
maðurinn Lee Buchheit, sem hefur
veitt íslenskum stjórnvöldum ráð
gjöf, að með frumvarpi um með
ferð aflandskrónueigna væri ekki
þrengt að eigendum slíkra eigna
heldur þvert á móti verið að auka
fjárfestingarheimildir þeirra. Hafi
einhverjir fengið sérmeðferð, út
skýrði Buchheit, þá hafi það verið
aflandskrónueigendur sem áttu
þess einir kost á undanförnum
árum að losna út fyrir höft með því
að selja krónur í skiptum fyrir gjald
eyri í tengslum við fjárfestingar
leið Seðlabankans. Núna hefðu ís
lensk stjórnvöld hins vegar tekið
ákvörðun um að röðin væri kom
in að því að hleypa út innlendum
aðilum – og á meðan þyrftu þeir
aflandskrónueigendur sem kusu
að taka ekki þátt í útboði Seðla
bankans að lúta því að vera settir til
hliðar.
Autonomy tregastur í taumi
Stærstu eigendur aflandskróna eru,
eins áður hefur verið rakið á síðum
DV, vogunarsjóðirnir Autonomy
Capital og Discovery Capital
ásamt sjóðastýringarfyrirtækjun
um Loomis Sayles og Eaton Vance.
Vogunarsjóðurinn Discovery Capi
tal var sá eini sem skilaði inn til
boðum í nýafstöðnu gjaldeyris
útboði, samkvæmt heimildum DV,
sem voru samþykkt af Seðlabank
anum og minnkaði um 17 millj
arða aflandskrónueign sjóðsins við
það um helming. Af fjárfestingar
sjóðunum fjórum er Discovery
Capital minnsti aflandskrónu
eigandinn – sjóðurinn var á sín
um tíma langsamlega stærstur –
en hinir sjóðirnir eiga hver um sig
aflandskrónur að fjárhæð 30 til 40
milljarða. Í opinberum fjárhags
upplýsingum frá Loomis Sayles og
Eaton Vance má sjá að sjóðirnir
bókfæra þær eignir hjá sér á annars
vegar 220 krónur gagnvart evru og
hins vegar 195 krónur fyrir hverja
evru.
Á undanförnum mánuðum
hafa fulltrúar stjórnvalda átt í um
talsverðum samskiptum við þessa
helstu eigendur aflandskróna til að
kanna hvort grundvöllur væri fyrir
samkomulag um að leysa út eignir
þeirra sem væri ásættanlegt fyrir
báða aðila. Í því skyni leituðu ráð
gjafar stjórnvalda meðal annars til
starfsmanna tveggja fjármálafyrir
tækja – Íslandsbanka og Kviku fjár
festingarbanka – til að vera milli
gönguaðilar í slíkum viðræðum
þar sem þeir þekktu persónulega
vel til fulltrúa sjóðanna hér á landi.
Þær tilraunir báru aftur á móti
engan árangur ekki frekar en þegar
Bandaríkjamaðurinn Rob Citro
ne, stofnandi og forstjóri Discovery
Capital, reyndi að fá alla sjóðina til
ná sameiginlegu samkomulagi við
íslensk stjórnvöld. Sá fjárfestingar
sjóður sem hefur reynst langsam
lega tregastur í taumi gagnvart
Aflandskrónuútboð Stjórnvöld leituðu liðsinnis ýmissa einstaklinga með það fyrir augum að þeir yrðu milligönguaðilar til að kanna hvort hægt væri að ná samkomulagi við stærstu
eigendur aflandskróna. Það bar ekki árangur. Mynd Sigtryggur Ari
Hörður Ægisson
hordur@dv.is