Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Side 18
Helgarblað 8.–11. júlí 201618 Fólk Viðtal
Kraftmikil fasteignasala sem fer ótroðnar slóðir
af því að þín
fasteign
skiptir máli
É
g veit eiginlega ekki hvað ég á að
segja við þig. Ég er örugglega sá
alþingismaður sem hefur verið
hvað oftast í viðtölum undanfar-
in ár og fólk er örugglega kom-
ið með nóg af mér,“ segir framsóknar-
konan og hlær.
Framsóknarflokkurinn var mikið
í umræðunni í vor áður en þinghlé
var gert, og skoðanakannanir sýndu
minnkandi fylgi. Vigdís gaf út að hún
myndi tilkynna í byrjun júlí hvort hún
hygðist sækjast eftir áframhaldandi
umboði til þingsetu fyrir flokkinn.
Af hverju ertu að hætta núna?
„Fólk hættir af ýmsum ástæðum á
Alþingi. Sumir hafa hætt sem ég mun
sakna úr pólitíkinni, eins og til dæmis
píratarnir Jón Þór og Helgi Hrafn. Aðr-
ir sem ég myndi gjarnan vilja sjá fara
hafa tilkynnt að þeir sækist áfram eft-
ir umboði.“
Var þrýst á þig að hætta?
Nei, alls ekki. Ég gerði þetta með
dálitlu áhlaupi, svo fólk myndi ekki
reyna að telja mér hughvarf. Ég ræddi
þetta við mjög þröngan hóp vina
og fjölskyldu. Áður en ég sendi frá
mér tilkynninguna fengu trúnaðar-
menn flokksins hana. Í kjölfarið hafa
hins vegar margir reynt að fá mig til
að skipta um skoðun, hringt og sent
tölvupóst og skilaboð á Facebook og
ég er þakklát fyrir þann stuðning.
Ég var tilbúin með yfirlýsingu mína
þann 1. júlí Svo ákvað ég að bíða með
að opinbera hana vegna EM. Leik-
urinn við Frakka var á sunnudeginum
og mér fannst ekki hægt að skyggja á
hann. Svo kom í ljós að það ætti að taka
á móti fótboltaliðinu á mánudeginum
klukkan sjö, og ég hugsaði „oh, það er
bara aldrei rétti tíminn“. Svo ákvað ég
að láta slag standa, enda voru 240 ár
þennan dag síðan skrifað var undir
sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna.
Það var kannski ágætt að hafa eitthvað
annað í hádegisfréttum en bara tap-
ið gegn Frökkum, svo þegar upp var
staðið var tímasetningin góð. Ég upp-
lifði létti og mikla sátt þegar ég sendi
tilkynninguna frá mér.“
Hefði þegið meiri stuðning
Þú hefur oft synt á móti straumnum.
Fannstu fyrir skorti á stuðningi flokks-
félaga þinna eða varstu kannski lögð í
einelti innan flokksins?
„Nei, ég var nú ekki lögð í einelti en
oft hefði ég alveg þegið meiri stuðn-
ing. Manneskja eins og ég getur ekki
alltaf reiknað með að fá stuðning. Ég
„Ég hoppa
alltaf upp
eins og óreglulegt
hjartalínurit
Uppgjör Vigdísar
Vigdís Hauksdóttir er að hætta á Alþingi. Hún tilkynnti ákvörðun sína í byrjun
vikunnar og ætlaði allt að verða vitlaust á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Allir hafa
nefnilega skoðun á henni. Ragnheiður Eiríksdóttir hitti þessa umdeildu konu og
ræddi um ferilinn og ýmislegt fleira.
Ragnheiður Eiríksdóttir
ragga@dv.is