Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Síða 20
Helgarblað 8.–11. júlí 20162 Veiði og útivist - Kynningarblað
Allt að verða uppselt
– þó finna megi gullmola
Stangaveiðifélag Reykjavíkur – SVFR
í miklu úrvali
Skíðavörur
Útivistar- og veiðimiðstöð
Norðurlands ehf
Kaupvangsstræti 4, 600 Akureyri
(+354) 461 1516
utivistogveidi@simnet.is
Þ
að er frábær veiði í ánum
okkar núna,“ segir Ari Her-
móður Jafetsson, fram-
kvæmdastjóri Stangaveiði-
félags Reykjavíkur, SVFR,
en aðild að félaginu veitir forgang
að veiðileyfum á mörgum af eftir-
sóttustu veiðisvæðum landsins þar
sem færri komast að en vilja. „Við
erum með um 22 ársvæði, til dæmis
með Langá, Haukadalsá, Hítará og
Gljúfurá, að ógleymdum Elliðaán-
um. Síðan erum við með urriðasvæð-
in fyrir norðan,“ segir Ari.
Aðild að SVFR veitir tækifæri til að
sækja um veiðileyfaúthlutun félags-
ins sem er afar fjölsótt, sérstaklega í
Elliðaárnar, og segir Ari að það fólk
þurfi að skipuleggja veiði hvers árs
um áramót. Einnig segir Ari að veiðin
í sumar fari gríðarlega vel af stað og
að nánast sé uppselt í allar ár félags-
ins.
„Það má segja að við séum með
uppselt í sumar í laxinn. Hítará,
Andakílsá, Langá, Haukadalsá og
fleiri eru nánast fullbókaðar. Þó er
enn hægt að finna nokkra góða gull-
mola inni á milli. Þannig eru enn
lausir dagar í Bíldsfelli í Sogi, sem er
frábært þriggja stanga laxveiðisvæði.
Hentar því mjög vel fyrir litla hópa
og þar má veiða á flugu, spún og
maðk. Þegar við sáum fram á að vera
nokkurn veginn búin með lagerinn
fengum við austurbakkann í Hólsá í
umboðssölu. Veiðin þar hefur farið
fantavel af stað. Þetta er sex stanga
svæði og fiskurinn í sumar er vel við
vöxt! Að öðru leyti er ekki mikið laust
nema þá kannski í Alviðru og Þrast-
arlundi og þá detta annað slagið
inn veiðileyfi sem eru í endursölu,“
segir Ari, en bætir við: „Þess vegna
mæli ég með því að fylgst sé vel með
vefsölunni okkar til að ná í þessi leyfi
sem detta inn. Svo borgar sig auð-
vitað að vera félagsmaður og tryggja
sér þannig forgang að veiðileyfum á
betra verði.“
Auk þess að hafa betri aðgang
að eftirsóttustu veiðisvæðum lands-
ins geta félagsmenn í SVFR einnig
komist í mjög ódýra veiði en SVFR
er helmingseigandi í Veiðikortinu. Fá
félagar Veiðikortið á 5.550 krónur en
það veitir ótakmarkaðan aðgang að
35 silungsveiðivötnum.
Inntökugjald í SVFR er 22.800
krónur fyrir fullorðinn einstakling og
8.000 krónur fyrir börn og unglinga
upp að 19 ára aldri. Árgjald er 11.400
fyrir fullorðna og 4.000 fyrir 67 ára og
eldri og börn.
Auk framangreindra fríðinda fá
félagsmenn aðgang að öflugu félags-
starfi SVFR og má þar nefna hnýt-
ingarkvöld og skemmtikvöld yfir
vetrartímann. Auk þess fá félags-
menn senda söluskrá í desember og
tvö eintök af blaðinu Veiðimaðurinn.
Nánar má lesa um starfsemi
Stangaveiðifélags Reykjavíkur á
heimasíðu félagsins, svfr.is. n