Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Síða 21
Helgarblað 8.–11. júlí 2016 Veiði og útivist - Kynningarblað 3 Allt að verða uppselt – þó finna megi gullmola Bakpokar sem komast fyrir á lyklakippu Léttur, fyrirferðarlítill og vatnsheldur útivistarbúnaður Ú tivistarvörur frá ástralska framleiðandanum Sea to Summit njóta feikilegra vin- sælda víða um heim. Fjalla- kofinn býður fjölbreytt úr- val af Sea to Summit-vörum, en þær eru gæddar eiginleikum sem stuðla að þægilegri og ánægjulegri ferðalögum, ekki síst útilegum og gönguferðum um hálendið. Sem dæmi eru í boði samanbrjótan- legir pottar, diskar og glös, ótrúlega fyrirferðarlítil og létt, en pottarnir eru afar hentugir á prímusinn í úti- legunni. Útivistarhandklæðin frá Sea to Summit hafa notið mikilla vin- sælda, þau eru létt, fyrirferðarlítil og bráðnauðsynleg í ferðalagið. Mikið er til af vatnsheldum vör- um frá Sea to Summit, til dæmis vatnsheldir bakpokar, vatnsheld hulstur fyrir síma, spjaldtölvur, veski, kort, og annað sem þarf að verja fyrir bleytu. Eitt af því sem vekur athygli í vörulínu Sea to Summit er vatns- heldur bakpoki sem hægt er að brjóta svo vel saman að hann kemst fyrir í litlum poka sem festur er á lyklakippu. Fyrir utan að vera fallegar, slitsterkar og margar hverjar vatns- heldar þá njóta útivistarvörurnar frá Sea to Summit sérstaklega mikilla vinsælda vegna þess hve léttar og fyrirferðarlitlar þær eru. Kostirnir eru augljósir þegar koma þarf fyrir öllum búnaði í bílnum fyrir útileguna eða stefnt er á góða og langa gönguferð með vistir í bakpoka. Sea to Summit-vörurnar eru til sölu í Fjallakofanum sem rekur þrjár verslanir: að Reykjavíkurvegi 64 í Hafnarfirði, í Kringlunni 7 og á Laugavegi 11 í Reykjavík. Fjallakofinn er fyrirtæki sem hefur vaxið og dafnað í takt við síaukinn útivistar- og ferða- áhuga landsmanna. Starfsmenn fyrir- tækisins eru enda fagmenn á þessu sviði og gera sér far um að veita úti- vistarfólki framúrskarandi þjónustu. Sjá nánar um Fjallakofann á heima- síðu fyrirtækisins, fjallakofinn.is. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.