Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Page 23
Helgarblað 8.–11. júlí 2016 Fólk Viðtal 19 ÞITT BESTA VAL Í LITUM HANNAH NOTAR LIT 3-65 PALETTE DELUXE NÚ MEÐ LÚXUS OLEO-GOLD ELIXIR GERÐU LIT AÐ LÚXUS FYRIR ALLT AÐ 30% MEIRI GLJÁ* NR. 1 Í EVRÓPU NÝTT hoppa alltaf upp eins og óreglulegt hjartalínurit og er mjög óhrædd.“ En voru ekki vonbrigði að fá ekki ráðherrastól? „Á sínum tíma var það svekkjandi og ég varð alveg hundfúl. Svo spáði ég ekkert meira í það. Í dag, 2016, er þetta eins og að spyrja mig um gamlan kærasta sem ég er löngu hætt að spá í. Stundum hef ég hugsað að kannski langaði mig ekkert voðalega mikið til þess að verða umhverfisráð- herra – það var eina ráðuneytið sem var eftir. Ég hefði annaðhvort verið búin að naga upp þröskuldinn á sex mánuðum eða jafnvel leggja ráðu- neytið niður. Vinnan þar snýst meira og minna um að innleiða EES-reglu- gerðir á sviði umhverfisverndar. Það er ekki minn tebolli, eins og allir vita, líklega er ég ein af topp 10 mestu ESB- andstæðingum á Íslandi. Þannig að örlögin höguðu því þannig að ég end- aði ekki þar inni, og kannski sem bet- ur fer. Í staðinn varð ég formaður fjár- laganefndar. Þinglega séð var það eins og að byrja með sætasta stráknum á ballinu, því það er stærsta og um- fangsmesta starf þingsins og um leið varð ég valdamikill þingmaður. Eftir að ég varð formaður fjár- laganefndar og fór að skoða kerfið sá ég hvernig þessar stofnanir eru byggð- ar upp. Það er mikið bruðl víðast hvar og verið að eyða stórum fjárhæðum í gæluverkefni í stað þess að setja kraft í grunnþjónustuna sem við erum öll að biðja um í þessu samfélagi.“ Vigdís segist dauðleið á kjör- dæmapoti og kallar það eitt af mein- um íslensks samfélags. „Ef ég væri einráð hefði ég gert Ísland að einu kjördæmi fyrir sjö árum þegar ég sett- ist á þing, til að þetta kjördæmapot heyrði sögunni til. Það er svo kostn- aðarsamt. Vaðlaheiðargöngin eru gott dæmi um kjördæmapot sem all- ir tapa á. Það var bara vaðið í það án þess að rannsóknir lægju til grund- vallar. Við vorum þrír þingmenn úr meirihluta fjárlaganefndar sem vor- um um daginn á ferð á Norður landi og heilsuðum upp á gangagerðarmenn Fnjóskadalsmegin. Frá því í apríl í fyrra hefur bornum bara verið komið áfram um fimm metra. Vaðlaheiðar- göngin eru nú þegar komin tveimur og hálfu ári fram úr áætlun og enginn getur sagt til um hversu mikið verk- efnið fer fram úr fjárheimildum.“ Stór sprengja Nú ertu flokksmanneskja Fram- sóknarflokksins sem er nú kannski ekki barnanna bestur þegar kemur að kjördæmapoti. „Ég hef aldrei verið smeyk við að gagnrýna minn eigin flokk og hef mig upp fyrir pólitík og hugsa frekar um heildarhagsmuni þjóðarinnar. En inni við beinið eru allir flokkar í gríðar- legu kjördæmapoti. Dæmi um þetta eru Vinstri græn sem gefa sig út fyr- ir að vera á móti stóriðju og vera um- hverfisverndarflokkur, nema í kjör- dæmi Steingríms J., þar sem farið var af stað með stóriðju á síðasta kjör- tímabili. Þannig að ég bara bið stjórn- málamenn framtíðarinnar að vera samkvæmir sjálfum sér. Vinstri græn gefa sig út fyrir að vera kvenfrelsisflokkur en eru ekki tilbúin að gefa konum kost á því að vera odd- vitar á listum. Í Norðausturkjördæmi eiga þeir mjög flotta konu, Bjarkeyju Olsen, og hún fær ekki að leiða listann af því að Steingrímur, sem er búinn að sitja þarna í 30 ár, ætlar bara að halda áfram. Þetta er prinsippleysi sem mér líkar svo illa í íslenskri pólitík.“ Er Steingrímur á meðal þeirra sem þú vildir sjá hverfa af Alþingi? „Ég ætla ekkert að segja um það, en það er greinilegt að hann þekkir ekki sinn vitjunartíma. Það fer kannski eitthvað að gusta um karlinn þegar við Guðlaugur Þór birtum upplýsingar um seinni einkavæðingu bankanna. Við erum búin að djöflast í þessu síð- an 2012, en nú er ég búin að fá öll svör og það liggur fyrir niðurstaða.“ Er þetta sprengja? „Já, þetta er sprengja. Stærri en Icesave 1, sem hristi nú duglega upp í fólki.“ Stærri en Wintris? „Wintris var nú engin sprengja. Það vissu allir að Anna Sigurlaug, eig- inkona forsætisráðherra, ætti efnaða foreldra og væri búin að fá fyrirfram greiddan arf. Það er allt mjög skrít- ið í sambandi við þetta Wintris-mál og hvernig RÚV kom að því. Ríkisút- varpið sem tekur til sín 3.600 millj- ónir á ári frá skattgreiðendum leiðir beinlínis forsætisráðherra sjálfstæðs ríkis í gildru. Þetta var vel undirbúin og skipulögð árás sem átti sér langan aðdraganda. Jóhannes Kr. hjá Reykja- vik Media er búinn að gefa það út að hann hafi unnið að þessu í 10 mánuði. Og bíddu við, á ekki að ræða neitt í þessum Panama-skjölum nema það sem snýr að Framsóknarflokknum?“ Óviðeigandi umgjörð Hvernig leið þér þegar þú horfðir á for- sætisráðherrann í viðtalinu, kennd- irðu í brjósti um hann? „Já, ég gerði það. Ég horfði á við- talið þrisvar þetta kvöld. Ég var mjög hissa. Mér fannst umgjörðin svo óvið- eigandi. Maður setur ekki viðmæl- anda einan á einhvern stól í miðju herberginu, langt úti á gólfi. Forsætis- ráðherra landsins var þarna á heima- velli því hann einn hefur lykla að ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Það gerði þetta svo ósvífið. Auðvitað var maðurinn í losti.“ Finnst þér ekkert athugavert við það að forsætisráðherra og/eða hans kona geymi peninga erlendis og séu á sama tíma að berjast fyrir krónunni og íslenska hagkerfinu? „Það kemur mér ekki við sem þegn í þessu landi hvað fólk gerir við bíl- ana sína, húsin sín, sumarhúsin sín og peningana sína. EES-samningur- inn gengur meðal annars út á frjálst flæði fjármagns. Þetta félag var stofn- að löngu fyrir bankahrunið og allar lagalegar forsendur voru uppfylltar. Auk þess voru þau búin að borga tæp- ar 400 milljónir í skatta frá 2008 hér á landi. Hvað vill fólk þá meira?“ Er það mögulega siðlaust að ein- hverju leyti að koma peningum úr landi með þessum hætti? „Það var enginn að spá í eitt- hvert siðferði á árunum fyrir hrun. Útrásarvíkingarnir tæmdu íslensku bankana og skildu allt eftir í rjúkandi rúst og fengu svo afskrifaðar þúsund- ir milljarða. Eigum við eitthvað að ræða það? Svo er ráðist á þann mann sem kemur og ætlar að stóla upp og skúra gólfin eftir dansleikinn. Maður sem barðist með kjafti og klóm á móti kröfu höfunum er tekinn niður sem sakamaður í öllum þessum snúning- um frá bankahruni, en hinir eru allir frjálsir ferða sinna. Enginn annar flokkur hefur djöfl- ast jafn mikið í kröfuhöfunum og Framsóknarflokkurinn og mér finnst þetta ósegjanlega ósanngjarnt.“ Nú sté Sigmundur til hliðar og Sig- urður Ingi tók við embætti forsætis- ráðherra. Varstu sátt við þau mála- lok? „Nei, ég hefði viljað að Sigmundur sæti áfram sem forsætisráðherra. David Cameron var líka í þessum skjölum. Meira að segja gerðist hann sekur um lögbrot. Það var engin krafa hjá bresku þjóðinni um að hann segði af sér. Hann baðst afsökunar. Sig- mundur braut engin lög.“ Stolt af Bretum Stöldrum aðeins við Cameron, sem er núna búinn að segja af sér vegna Brex- it. Hvað finnst þér um Brexit? Það lifnar yfir Vigdísi. „Ég er bara ótrúlega stolt af hugrekki og kjarki Breta að ganga þessa leið.“ Nú er Farage búinn að segja af sér og hörðustu talsmenn útgöngunnar virðast vera að draga ansi mikið í land með loforðin sem haldið var uppi í að- draganda atkvæðagreiðslunnar. „Mér finnst það ekkert skrítið. Farage náði fullum sigri enda hafði hann alltaf sagt að hann væri í póli- tík til að koma Bretum út úr ESB. Bret- ar eiga núna gríðarlega mikil tækifæri með Grænlandi, Færeyjum, Norð- mönnum og okkur – ríkjunum utan ESB.“ Hvað með málflutninginn sem var áberandi þar sem alið var á útlendingahræðslu og núna, í kjölfar atkvæðagreiðslunnar, virðist bylgja útlendingahaturs ríða yfir breskt sam- félag? „Ég hef aldrei getað sætt mig við þessa línu, sem ábyggilega er búin til á einhverjum stórum markaðs- skrifstofum sem vinna fyrir Evrópu- sambandið, að þeir sem vilja ekki ESB séu rasistar. Það var mikið notað í kosningunum í Bretlandi, að þeir sem væru útgöngusinnar vildu ekki útlendinga. Þetta er ógeðfellt. Öll ríki heimsins vilja mannúð. En eigum við ekki að fara aðeins aftar í ferlið? Hvar eru til dæmis Sameinuðu þjóðirnar, eru þær bara upp á punt? Af hverju geta þær ekki gripið inn í til að hörm- ungar þurfi ekki að ganga yfir þetta fólk. Nú er búið að birta nýja skýrslu um Íraksstríðið sem er áfellisdómur yfir Tony Blair, því hann fylgdi „ Já, þetta er sprengja. Stærri en Icesave 1, sem hristi nú duglega upp í fólki. Uppgjör Vigdísar Stendur að baki foringjanum Vigdís kaus Höskuld í formannskjörinu gegn Sigmundi Dav- íð – en stendur þó við bak leiðtogans. Mynd Sigtryggur Ari Spennt fyrir Ítalíu Vigdís er nýlega fallin fyrir fallega landinu við Miðjarðarhafið. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.