Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Page 26
Helgarblað 8.–11. júlí 201622 Lífsstíll 1 Súkkulaði Já, þetta er áfall. Hvernig getur eitthvað svona dásamlegt verið slæmt rétt fyrir háttinn? Málið er að súkkulaði inniheldur koffín, sérstaklega dökka súkkulaðið. Koffín er örvandi efni sem vekur, minnkar þreytu og hraðar á efnaskiptum – ekki beint það sem maður vill sækjast eftir rétt fyrir svefninn. Auk koffíns inniheldur súkkulaði líka þeó- brómín, annað örvandi efni, sem hraðar á hjartslættinum og gerir þannig svefninn erfiðari. Eina súkkulaðið sem þú getur leyft þér að borða áhyggjulaus á kvöldin er hvítt súkkulaði – það inniheldur hvorki koffín né þeóbrómín. Sérmerktu persónulegu gjafavörurnar ALLT MERKILEGT GarðatorG 3, Garðabæ - S: 555 3569 - Sala@alltmerkileGt.iS - alltmerkileGt.iS - Sala@alltmerkileGt.iS Pantaðu í netversluninni Hægt er að fá bæði sent heim eða sækja í nýju versluninni okkar! Allt merkilegt 10 árA 12 verstu kvöldbitarnir Íhugaðu vel hvað þú borðar á kvöldin Þ að er komið kvöld og þú ert að drepast úr þreytu. Þú leggst til svefns og lokar augunum, en allt kem- ur fyrir ekki, þú getur ekki sofnað. Klukkutími líður, þú prófar allar bestu stellingarnar, sækir annan kodda. Hvað er eiginlega að? Ástæðan gæti verið eitthvað sem þú borðaðir rétt fyrir háttinn. Ef þú vilt draga úr líkum á að matur valdi svefnleysi ættirðu að forðast þessar 12 fæðutegundir fyrir svefninn. n Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is 2 Mikið kryddaður matur Þegar við sofum hægir á meltingunni. Það er meira átak fyrir meltingarfærin að vinna úr krydduðum mat og þess vegna meltist hann verr að næturlagi. Mikið kryddaður matur skömmu fyrir svefninn getur truflað svefn og valdið því að þú vaknar nokkrum sinnum yfir nóttina. Mikið kryddaður matur getur líka hækkað grunnhita líkam- ans. Ef það gerist á líkaminn erfiðara en ella með að stilla sig af svo nætursvefninn verði góður. 3 Kaffi Þetta ætti nú ekki að koma á óvart. Milljónir um allan heim treysta á þennan drykk til að halda sér vakandi. Koffín hefur sértæk örvandi áhrif á miðtaugakerfið. Það hamlar framleiðslu svefnhvetjandi efna í heilanum og eykur myndun adrenalíns, hormóns sem hvetur til notkunar orkunnar sem stendur til boða í líkamanum. Þetta skýrir hvers vegna þér finnst þú glaðvakandi eftir að hafa drukkið kaffi. Koffínsnautt kaffi er heldur ekki öruggt. Margir eru mjög næmir fyrir koffíni og verða fyrir áhrifum jafnvel þó að innihaldið sé minna. 4 Áfengir drykkir Einn eða tveir bjórar eða vínglös að kvöldi geta nú alveg hjálpað til. En það er líklegra að maður vakni reglulega yfir nóttina ef áfengi er drukkið fyrir svefninn. Þegar 27 rannsóknir á áfengi og gæðum svefns voru skoðað- ar 2013, kom í ljós að áfengi bætir ekki gæði svefns, heldur þvert á móti skemmir drykkja nætursvefninn. Vissulega sofnar drukkið fólk hraðar, en tíminn sem REM-svefninn varir er stórkostlega skertur og öndunarmynstrið brenglast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.