Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Síða 27
Helgarblað 8.–11. júlí 2016 Lífsstíll 23
6 Rautt kjöt
Próteinríkar fæðutegundir, eins og mjólk, hnetusmjör og ostar, virka vel á svefn og hvíld,
sérstaklega ef þeirra er neytt með kolvetnum. Rautt kjöt virðist hins vegar innihalda aðeins
of mikið af því góða og getur komið í veg fyrir góðan nætursvefn. Ástæðan er annars vegar
sú að meltingarkerfið þarf að ráðast í mjög
orkukrefjandi vinnu eftir kjötmáltíð,
og hins vegar inniheldur rautt
kjöt mikið af amínósýrunni
týrósín, en hún hefur
hressandi áhrif á
heilann. Að auki
er meiri hætta
á vélinda-
bakflæði ef
maður leggst
til hvílu strax
eftir stóra
steikar-
máltíð.
5 Fituríkar
máltíðir
Pepperónípítsa eða
borgari með öllu gæti
virkað girnilegur biti
fyrir svefninn, en áhrif
slíkra máltíða á svefn eru
slæm. Margt bendir til
þess að fituríkar máltíðir
trufli jafnvægi ákveðinna
boðefna í heilanum, sem
snerta svefn og vöku.
Rannsóknir benda til
þess að þeir sem borða
fituríkar máltíðir sofi
lengur, en gæði svefnsins
eru skert, og þeir sömu
eiga erfiðara með að
halda sér vakandi og
hressum í dagsins önn.
7 Ávextir og grænmeti
Já, nú er að verða fokið í flest skjól. Þetta á þó
ekki við um allt sem fellur í þennan flokk,
heldur það tormelta og trefjaríka. Það er
til dæmis vandræðalegt að brokkolí og
blómkál innihalda mikið af amínósýrunni
tryptófan, sem alla jafna hefur góð áhrif á
svefninn – en þau áhrif verða gagnslaus því
trefjarnar koma í veg fyrir að maður sofni.
Annað í þessum flokki sem skynsamlegt er
að varast fyrir svefninn er hvítkál, dökkgrænt
laufgrænmeti, sellerí, grasker, baunir og hvítir
sveppir. Tómata er líka gott að láta eiga sig, þeir
eru svo svakalega súrir.
8 Sætindi
Sykur æsir, það vita
allir. Hann er því verulega
truflandi fyrir svefn, sé
hans neytt skömmu áður.
En sykurneysla almennt
er líka slæm fyrir svefn,
því hún truflar jafnvægi
líkamans, sama hvenær
maður ætlar í háttinn.
9 Skyndibitar
Það er ekki góð hugmynd að skreppa í bíltúr út á hamborgarastað fyrir svefninn.
Skyndibiti rétt fyrir svefn hefur slæm áhrif, og
auðvelt er að festast í vítahring, því
rannsóknir hafa leitt í ljós að
slæmur svefn eykur á
löngun í óhollustu.
Hófsemi er því
best.
10 Vatn
– nei, hættu
nú alveg!
Eins og vatn er nauðsyn-
legt öllum lífverum
á jörðinni, getur það
alveg eyðilagt góðan
nætursvefn. Líkaminn
sér raunar til þess að það
hægist á þvagframleiðslu
yfir nóttina – en ef drukk-
ið er vel fyrir svefninn er
fátt sem getur komið í
veg fyrir salernisferð um
miðja nótt.
11 Gosdrykkir
Af framangreindu ætti þetta að liggja ljóst fyrir. Gosdrykkir
innihalda gjarnan sykur sem hressir, koffín sem hemur virkni
slakandi hormóna í líkamanum, og svo eru þeir mjög súrir og
trufla framleiðslu okkar náttúrulegu magasýra. Gosdrykkir
með gervisætunni aspartam eru lítt skárri. Aspartam inni-
heldur amínósýruna fenylalanín en of mikið magn
af henni er talið geta valdið svefntruflunum.
12 Lyf
Reyndar ekki
fæðutegund, en
við innbyrðum
þau á sama
hátt. Þeir sem
eru á lyfjum
og stríða við
svefnvanda
ættu að kanna
vandlega hvort
um aukaverk-
anir gæti verið
að ræða. Þung-
lyndislyf og
astmalyf eru til
að mynda þekkt
fyrir að valda
svefntruflunum.
Spjall við lækni
gæti verið góð
hugmynd!