Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Qupperneq 14
Vikublað 12.–14. júlí 201614 Fréttir Erlent
Klif ehf • Grandagarði 13, Reykjavík
Sími 552-3300 • www.klif.is
Gróðurhús í úrvali
Mislingafaraldur rakinn til
andstæðinga bólusetninga
Á
rið 2000 höfðu mislingar ver-
ið upprættir í Bandaríkjun-
um. Síðustu tvö ár hafa nokk-
ur tilfelli sjúkdómsins skotið
upp kollinum. Skýringuna má
rekja til foreldra barna sem telja að
bólusetningar geti valdið einangrun.
Frá þessu greinir tímaritið Time
Magazine og vitnar í Associated
Press. Þar segir að heilbrigðisyfirvöld
í Arizona hafi komist að þeirri niður-
stöðu að stærsta mislingafaraldur
aldarinnar megi að hluta til rekja til
þess að sumir starfsmanna innflytj-
enda- og tollaeftirlitsins (ICE) í rík-
inu hafi neitað að láta bólusetja sig.
Tuttugu og tvö staðfest tilfelli
mislinga hafa verið skráð síðan seint í
maí. Öll tilvikin má rekja til Eloy Det-
ention Center, fangelsi á vegum inn-
flytjendaeftirlitsins, rekið af Correct-
ions Corporation of America (CCA).
Starfsfólkið tregt til
Haft er eftir Thomas Schryer, yfir-
manni heilbrigðismála í Pinal-sýslu
í Arizona, að veiran hafi líklega
borist til svæðisins með innflytj-
anda en að fangar hafi síðan ver-
ið bólusettir. Erfiðara hafi reynst
að fá starfsfólk til að gangast undir
bólusetningu eða fá þá til að sanna
ónæmi sitt. „Fyrir vikið eru það
þeir sem smita hver annan og það-
an berst þetta út í samfélagið,“ seg-
ir Schryer.
Á staðnum vinna samtals um 450
manns, þar af um 100 á vegum ICE,
en ICE gefur ekki upp nákvæman
starfsmannafjölda og setur engar
kvaðir á starfsfólk um að gang-
ast undir bólusetningar. Fangarn-
ir eru um 1.200. Talsmaður ICE,
Yasmeen Pitts O‘ Keefe, segir að til
ýmissa aðgerða hafi verið gripið til
að reyna að hindra frekari smit, svo
sem eins og að bjóða upp á bólu-
setningar og útvega búnað á borð
við hanska og grímur. CCA segir að
flestir starfsmenn hafi verið bólu-
settir en að þeir sem ekki hafi gert
það séu skikkaðir til að nota grímur
eða halda sig heima.
Banvænt fyrir ungbörn
Yfirvöld í Arizona segja að margir
starfsmenn CCA hafi verið bólu-
settir undanfarna daga. „Þegar það
rennur upp fyrir þeim hvaða af-
leiðingar þetta hefur á samfélag-
ið þá verða fyrirtækin samvinnu-
þýðari,“ er haft eftir Cöru Christ
hjá Arizona Department of Health
Services. „Við vonumst eftir jákvæð-
um viðbrögðum frá ICE.“
Fram kemur í greininni að
mislingar séu bráðsmitandi en
bólusetningar virki afar vel gegn
veirunni. Árið 2000 hafi mislingar
heyrt sögunni til í Bandaríkjunum
en að hræðsla við bólusetningar
hafi fært ástandið til verri vegar.
Mislingar leggist ekki þungt á fólk
ef yngstu börnin séu undanskilin
en börn yngri en eins árs geti ekki
myndað ónæmi fyrir veirunni. Hún
geti því verið þeim banvæn.
Í greininni kemur fram að í fyrra
hafi farið af stað mislingafaraldur
í Disneylandi í Kaliforníu. Yfirvöld
gáfu þá út að faraldurinn mætti að
stærstum hluta rekja til foreldra sem
vildu ekki láta bólusetja börnin sín.
Ókeypis bólusetningar og
fræðsla
Arizona-ríki bólusetur fanga og
starfsfólk í Eloy þeim að kostnað-
arlausu auk þess sem læknar fræða
starfsfólk um mislinga og baráttuna
gegn þeim. Schryer segir að fólkið
sem sé á móti bólusetningum van-
meti hættuna sem fylgi mislingum.
Einn starfsmaður lá fjóra daga á spít-
ala eftir að hafa veikst illa. „Fjögurra
daga sjúkrahúsvist er vísbending um
mikil veikindi. Þetta er ekki eitthvað
sem maður leikur sér að, kannski
eru þau að vanmeta alvarleikann
sem fylgir þessari afstöðu.“ n
n Sjúkdómurinn var talinn upprættur í Bandaríkjunum n Fangaverðir vilja ekki bólusetningu
Einkenni mislinga koma fram um 10–12
dögum eftir smit og geta verið mismikil
eftir einstaklingum. Þau byrja oft með
flensulíkum einkennum, þ.e. hita, nef-
rennsli, sviða í augum, hósta, bólgnum
eitlum og höfuðverk. Á þriðja eða fjórða
degi veikindanna koma í flestum tilfellum
fram útbrot sem ná yfir allan líkamann og
standa í 3–4 daga eða þar til sjúkdómur-
inn fer að réna.
Mislingaveiran getur verið hættuleg
og jafnvel valdið dauða. Alvarlegir sjúk-
dómar eins og eyrna- eða lungnabólga,
kviðverkir, uppköst, niðurgangur og einnig
heilabólga geta verið afleiðing mislinga.
Alvarlegar heilaskemmdir af völdum
mislinga geta einnig komið fram mörgum
mánuðum eftir sýkinguna.
Einkenni mislinga
Af vef Landlæknis
Mislingar Veiran getur
dregið ung börn til dauða.
Mynd 123rf.coM
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
Bólusetning Mislingar eru mjög smitandi en börn geta ekki myndað ónæmi fyrir veirunni fyrr en eftir eins árs aldur. Mynd 123rf.coM
„Fyrir vikið eru
það þeir sem
smita hver annan og
þaðan berst þetta út í
samfélagið.