Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Page 20
Vikublað 12.–14. júlí 20164 Flutningaþjónusta - Kynningarblað Valkostur við flutningarisana tvo É g er valkostur við Eimskip og Samskip um búslóðaflutn- inga milli Íslands og Skandin- avíu og vöruflutninga innan- lands. Stundum er ég allt að 40% ódýrari, stundum næ ég ekki að vera ódýrari, það fer allt eftir eðli verkefnanna hverju sinni. Hér er engin yfirbygging og þjónustan er hurð í hurð, það eru engin vöruhús, lyftarar eða starfsfólk á milli, sem sagt engir milliliðir, heldur flyt ég vöruna eða búslóðina upp að dyr- um í hvert einasta skipti.“ Þetta segir Jón Tómas Ásmunds- son, sem rekur flutningaþjónustu undir heitinu Vöruflutningar.is. Hann hefur starfað við vöruflutn- inga frá árinu 1993 og kveður þar mest að reglulegum vöruflutning- um milli Reykjavíkur og Akureyrar sem fara fram tvisvar í hverri viku. En síðustu fimm ár hafa búslóðaflutningar milli Íslands og Norðurlandanna verið mjög fyrir- ferðarmiklir. Jón segist raunar líka hafa flutt búslóðir til Spánar og er hann opinn fyrir flutningum hvert sem er, en langmest kveður að Skandinavíu-flutningunum. Flutn- ingabílunum er þá ekið til Seyðis- fjarðar þar sem þeir fara um borð í Norrænu. Túrinn tekur allt í allt tvær vikur. Jón Tómas segir marga veigra sér við að nýta sér þjónustu hans þar sem þeir finni meira öryggi í því að skipta við þekkt fyrirtæki eins og Eimskip og Samskip. Reynslan og orðsporið vinni hins vegar alltaf með honum og þeir sem hafi einu sinni átt viðskipti við hann mæli nær alltaf með honum við aðra. Einfald- ur rekstur og engin yfirbygging gera honum kleift að bjóða oft mun betra verð en stóru flutningafélögin. „Ég er með þrjá flutningabíla í eigin eigu en ég kalla alltaf til mín samstarfsaðila fyrir stærri verkefni. Ég er í samstarfi við nokkra félaga sem sinna vöruflutningum eins og ég en ég er sá eini þeirra sem er í búslóðaflutningum milli Íslands og Norðurlandanna. En ég get einfald- lega tekið það með mér sem hent- ar hverju sinni og ef ég er búinn að fylla mína bíla hef ég einfaldlega samband við félagana.“ Að sögn Jóns Tómasar er um 95% af innlendri starfsemi hans vöruflutningar og 95% af starfsemi hans búslóðaflutningar milli landa. Hann er hins vegar alltaf opinn fyr- ir annars konar verkefnum og ger- ir sér far um að bjóða ávallt mjög samkeppnisfært og hagstætt verð. Nánari upplýsingar um þjón- ustuna veitir Jón Tómas í síma 8962063 en einnig er áhugavert að skoða heimasíðuna voruflutningar. is og Facebook-hópinn Jón Tómas Flutningar- Ísland Noregur- Noreg- ur Ísland, til að fá upplýsingar um þjónustuna. n Jón Tómas og Vöruflutningar.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.