Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Blaðsíða 27
Helgarblað 19.–22. ágúst 2016 Fólk Viðtal 23 Tilboð á Lappset útileiktækjum 2016 Leitið til sölumanna í síma 565 1048 HEILDARLAUSNIR FYRIR LEIKSVÆÐI - Leiðandi á leiksvæðum jh@johannhelgi.is • johannhelgi.is Uppsetningar, viðhald og þjónusta • Útileiktæki • Girðingar • Gervigras • Hjólabrettarampar • Gúmmíhellur • Fallvarnarefni Fyndin upplifun í forsetakjöri Máni fer ekki í launkofa með það hvar hann stendur í pólitík og viðurkennir fúslega að vera kallaður „eini komm­ únistinn í Garðabæ“, viðurnefni sem hann segir ekki alveg rétt en hann beri samt með stolti. Hann fer hörð­ um orðum um rekstur Garðabæj­ ar: „Garðabær er alveg stórkost­ lega illa rekið sveitarfélag, en menn reyna að telja sér trú um, með debet­ kortareikningnum, að það sé allt í lagi með rekstur bæjarins. Það segir ýmislegt þegar þú ákveður að borga æðstu stjórnendum bæjar félagsins 2,2 milljónir í mánaðarlaun, sem er auðvitað út úr kortinu.“ Máni þvertekur fyrir að vera illa við sjálfstæðismenn, margir vinir hans eru í flokknum og ósætti um stjórnmálastefnu sé ekkert sem taka eigi persónulega. Hann segir það hafa verið fyndna upplifun þegar hann, vinstrimenn og hægrimenn sem hann þekkir í Garðabæ, hafi verið sammála um að kjósa Guðna Th. Jóhannesson sem forseta. „Við gátum þá sameinast um eitthvað meira en að styðja Stjörnuna. Mér er ekki illa við Sjálfstæðisflokkinn að nokkru öðru leyti en því að hann er enginn flokkur frjálslyndis og enginn flokkur einstaklingsframtaks. Meira að segja afturhaldskommatittir í Vinstri grænum eru frjálslyndari en sjálfstæðismenn. Sjálfstæðismenn eru að stórum hluta íhaldssamir, þeirra pólitík er misskipting þar sem allir hafa ekki sama frelsið og möguleika til þess að ná langt eða verða ríkir.“ Máni fer á flug þegar talið berst að heilbrigðiskerfinu sem er honum mjög hugleikið. Hann segist hafa upplifað mikinn hrylling í kringum heilbrigðiskerfið: „Á sama tíma og lánið hjá mér var að lækka um 3,6 milljónir fyrir fasteignina mína í Garðabæ þá lá móðir mín í þrjá mánuði á spítala í handónýtu heil­ brigðiskerfi. Það eina sem ég gat hugsað var að þeir gætu tekið þessar þrjár komma sex milljónir og troðið þeim þar sem sólin skín ekki.“ Hann segir misskiptingu kerfisins meðal annars felast í því að kennarar og hjúkrunarfræðingar þurfi að berj­ ast fyrir launahækkunum við ríkið þegar ríkisstjórnin lækkar skatt á þá efnameiri: „Nú stíga þessir snill­ ingar fram og tala hver af öðrum um hvar best væri að reisa nýjan spítala. Það vantar fleiri rúm, fleiri salerni og fleira starfsfólk á spítalana. Það er verið að eyða orku í algert kjaftæði. Maður skammast sín fyrir að vera partur af samfélagi sem finnst svona hlutir eðlilegir. Það er auðvelt að kenna einhverjum stjórnmálamönn­ um um en auðvitað er þetta okkur kjósendum að kenna.“ Stefndi á þing Máni hefur þurft að glíma við kerfið oftar en einu sinni, sérstaklega sem faðir tveggja drengja, 11 og 16 ára. Hann hallar sér fram og segir með alvarlegum tón: „Það er hvergi eins mikil misskipting og í heilbrigðis­ kerfinu. Þetta er óhugnanlegur við­ bjóður. Ég á dreng sem er ofvirkur og með kvíðaröskun. Það tók fimmt­ án mánuði að koma honum í grein­ ingu. Það var biðtíminn. Eftir fimmt­ án mánuði fær hann greininguna um að hann sé með kvíðaröskun og ofvirkni. Þá er okkur tilkynnt að hann geti komist á námskeið til að vinna með þessa hluti. Það kosti tólf þús­ und krónur. Biðtíminn í það er hins vegar tólf mánuðir. En ef við vilj­ um og höfum efni á þá kemst hann á þetta námskeið í næstu viku ef við borgum níutíu þúsund krónur. Ég og móðir hans litum hvort á annað og það var á þessum tímapunkti sem ég ákvað að fara í þingframboð.“ Hann segir uppeldið oft erfitt en alltaf skemmtilegt þar sem ofvirk börn séu sérstaklega skemmtileg. Máni var orðinn staðráðinn í því að yfirgefa fjölmiðlaheiminn og snúa sér að pólitík. „Ég er búinn að vera óvirkur alkóhólisti í tuttugu ár, hef kynnst alls konar drengjum og mönnum sem hefðu með smá hjálp á einhverjum tímapunkti náð að verða afreksmenn, frumkvöðlar og frábær­ ir samfélagsþegnar. Í þessu samfélagi eiga þeir ekki séns. Einstætt foreldri eða tekjulágar fjölskyldur hafa ekkert efni á borga níutíu þúsund krónur til að senda barnið sitt á námskeið, sem er ekkert vitað hvort virki eða ekki. Það fólk þurfi að bíða í tvö ár á meðan barnið þeirra dregst aftur úr í skóla, finnst einhverjum þetta í lagi? Auð­ vitað þarf að setja pening á hina og þessa staði en þegar ég sá Bjarna Ben og Sigurð Inga taka víkingaklappið fyrir afreksíþróttasjóð þá gubbaði ég. Því það er fjöldi afreksmanna sem situr núna og bíður. Fólk sem verður aldrei afreksfólk því það er á einhverjum biðlistum eða hefur ekki efni á að sækja sér heilbrigðisþjón­ ustu sjálft. Það er kannski gott fyrir þessa menn sem tala fyrir flötu skatt­ kerfi hafi það í huga. Það væri gaman ef einhver auð­ maðurinn myndi fylgja fordæmi Óla Arnalds og styðja geðheilbrigðis­ kerfið okkar. Ég held að mörgu leyti sé skiljanlegt að auðmenn á Íslandi séu ekki neitt rosalega viljugir að greiða skatta hérna. Þegar tekju­ blaðið kemur út sjáum við aldrei neinn tala vel um þá sem greiða hæstu skattana. Það er eins og ríkt fólk sé vont fólk. Það er stórkostlegur misskilningur, efnað fólk er vana­ lega gott fólk. Það vill flest greiða til samfélagsins og greiða miklu meira en það gerir. Samfélagið virðist bara ekkert vera hrifið af þeim sem leggja mikið til samfélagsins. Auðvitað eig­ um við að birta lista á hverju ári yfir þá sem greiða hæsta útsvarið. Undir fyrirsögninni „Þetta er topp fólk“. Þá myndu kannski fleiri vilja komast á þann lista og greiða skattana sína með bros á vör.“ Þolir ekki feðraveldisfemínismann Máni á rætur að rekja í Fram­ sóknarflokkinn þrátt fyrir að sumir fjölskyldumeðlimir neiti að kannast við slíkt í dag: „Framsóknarflokk­ urinn hefur hins vegar verið hertek­ inn af mjög skrítnu fólki. Við verðum samt að horfast í augu við það að við sem samfélag berum ábyrgð á því að framsóknarmenn og sjálfstæðis­ menn hafa skipt með sér auðæfum landsins. Aðalvandamálið við ís­ lenskt samfélag er að það er búið að mynda svo fáar vinstristjórnir, það þurfti alltaf að fá inn Framsóknar­ flokkinn. Mér er annars ekkert illa við framsóknarmenn.“ Máni er heldur ekki að farast úr hrifningu á stjórnarandstöðuflokk­ unum: „Katrín Jakobsdóttir er félagi minn, ég er stuðningsmaður hennar þrátt fyrir að ég sé ekkert endilega hrifinn af öllu hjá Vinstri grænum. Það sem VG og Samfó gerðu í þeirra ríkisstjórn var margt gott og margt ömurlegt, en menn þurfa að gera sér grein fyrir því í hvaða aðstöðu menn voru að stjórna. Ég þoli ekki feðraveldisfemínismann sem er oft ráðandi í Vinstri grænum. Þetta mál með kynjakvóta lætur þá hljóma eins og kjósendur þeirra séu heimskir.“ Aðspurður hvort þeir Harmageddonbræður taki létt á Pírötum segir Máni: „Það eru klár­ lega allir að taka létt á Pírötum, það er bara rosalega erfitt að finna högg­ stað á þeim því þeir eru samkvæm­ ir sjálfum sér. Þegar við erum að tala við sjálfstæðiskonurnar Ragnheiði Ríkharðs eða Þorgerði Katrínu þá er mjög erfitt að finna á þeim högg­ stað því þær segja bara satt og rétt frá hlutunum. Það eru tvær týpur sem koma vel út úr viðtölum, það er fólk­ ið sem segir alltaf satt og fólkið sem svífst einskis,“ segir Máni og hlær. Máni gengst við því að vera femínisti og fer fögrum orðum um konur á Alþingi sem hann segir fylla að minnsta kosti 9 af 10 sætum yfir bestu þingmennina. Engar konur starfa hins vegar á X­inu 977, Máni segir ástæðuna einfalda. Peninga­ leysi. „Ég man þegar við vorum að byrja þá settum við það sem mark­ mið að tala alltaf við að minnsta kosti eina konu á dag. Í dag er veruleikinn að breytast til hins betra, það er alveg þekkt dæmi úr fjölmiðlum að það er erfiðara að fá konur í viðtal en þetta er allt að þokast í rétta átt. Það er ekki síst út af þessari kynslóð af konum sem þora að stíga fram og tala. Okk­ ar markhópur er karlar þó að það sé eitthvað að breytast, við erum fjórir sem vinnum á stöðinni. Við höfum allir unnið í útvarpi í mörg ár, ef ég fæ pening til að ráða inn fimmtu mann­ eskjuna þá yrði það kona, ef hún myndi þola þessi lágu laun. En það kemur ekki til greina að reka einn til að fá inn konu, jafnrétti verður ekki náð með ofbeldi.“ Ekki alltaf auðvelt samstarf Þorkell Máni Pétursson lýsir sjálfum sér sem ofvirkum, tveggja drengja föður með bullandi athyglisbrest. Máni segir athyglisbrestinn oft vera erfiðan en það reyni frekar á fólkið í kringum hann. Nú um helgina er hann búinn að vera edrú í tvo ára­ Þorkell Máni „Við getum ekki búið í rétttrúnaðarsamfélagi þar sem við getum ekki átt umræðu um hlutina.“ Mynd ÞorMar Vignir gunnarSSon „Auðvitað eigum við að birta lista á hverju ári yfir þá sem greiða hæsta út- svarið. Undir fyrir- sögninni „Þetta er topp fólk“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.