Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2016, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2016, Page 16
Helgarblað 26.–29. ágúst 2016 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 16 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Veðmál Svandísar Það telst tæpast til tíðinda þegar íslenskir vinstrimenn finna því allt til foráttu þegar ríkið ákveð- ur að selja eignarhluti í fyrirtækj- um sem það hefur á einhverjum tímapunkti komist yfir. Það var engu að síður furðulegt að hlusta á Svandísi Svavarsdóttur, þing- mann Vinstri-grænna, gagnrýna sölu Lindarhvols, eignarhaldsfé- lags ríkisins, á rúmlega 6% hlut í Reitum í vikunni fyrir tæplega 4 milljarða. „Er um að ræða bruna- útsölu undir pólitískri tíma- pressu?“ spurði þingmaðurinn og af málflutningnum að dæma mátti halda að þessi hlutur í fast- eignafélaginu hefði verið seldur í skjóli myrkurs á undirverði, líkt og reyndin var þegar Landsbank- inn seldi þriðjungshlut sinn í Borgun í árslok 2014. Ekkert slíkt átti við í tilfelli þessarar sölu. Hluturinn var seldur í opnu söluferli á því verði sem bréf í Reitum ganga núna kaupum og sölum á enda er félagið skráð í Kauphöll Ís- lands. Þetta hlýtur þingmaður- inn að vita nema hún sé þeirrar skoðunar að það sé einfaldlega hlutverk ríkisins að taka veð- mál, sem minnihlutaeigandi í stærsta fasteignafélagi landsins, á verðþróun verslunarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ Súrdeigsbrauðin okkar eru alvöru u Heilkorna u 100% spelt u Sykurlaus u Gerlaus u Olíulaus Takk fyrir mig, konur. Ég rata út. Frosti Logasonútvarpsmaður er agndofa eftir fæðingu frumburðarins. – DV Hversu lengi eigi að halda okkur hér. Katrínu Jakobsdóttur formanni VG, leiðist þófið í þinginu.– Eyjan Ég hef alveg kíkt inn á karlaklósett. Vigdís Hauksdóttir þingmaður vill ekki kynlaus salerni.– Facebook Kranahagkerfi Byggingakranar gnæfa yfir nýbyggingum á Urriðaholti í Garðabæ. Þensla er á fasteignamarkaði og hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi mældist 4,2 prósent. mynd Sigtryggur Ari Myndin S tjórnmálaflokkar sem vilja ná verulegum árangri verða að höfða til miðjunnar. Geri þeir það ekki fer oft illa fyr- ir þeim, samanber Samfylk- inguna. Hún apaði allt sem hún gat eftir Vinstri-grænum með þeim ár- angri að hún missti miðjufylgið. Fyrrverandi formaður Samfylkingar- innar, Árni Páll Árnason, hafði lengi varað við þessari þróun með eng- um árangri öðrum en þeim að flokk- urinn losaði sig snarlega við hann. Vinstra fylgið hefur þó ekki límst við Samfylkinguna, enda eiga vinstri- menn sinn flokk, Vinstri-græna, og gæta sín á því að varast eftirlíkingar. Samfylkingin hefur því ekkert haft upp úr daðri sínu á vinstri vængnum. Viðreisn gerir sér grein fyrir mikilvægi miðjufylgisins og er líkleg til að ná þar kjósendum á sitt band og sömuleið- is fjölmörgum frjálslynd- um hægrimönnum sem finna sig ekki í Sjálfstæð- isflokknum. Úr þeim hópi hafa þegar stigið fram tveir sterkir fram- bjóðendur sem nú eru á lista Viðreisnar, Pawel Bartozsek og Þorsteinn Víglundsson. Báðir eru skynsamir menn og vel meinandi – og þannig fólk þarf þjóðin að eiga á þingi. Þorsteinn, sem kaus að hætta í vel launuðu starfi fram- kvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins til að snúa sér að stjórnmálastarfi, sagðist í viðtali á Hringbraut hafa hrifist af Alþýðuflokki Jóns Baldvins Hannibalssonar. Þar talaði Þorsteinn sig inn í hjörtu hægri krata sem voru aldrei velkomnir í Samfylkinguna og hafa því of lengi verið heimilislaus- ir. Þeir munu eflaust margir hreiðra um sig hjá Viðreisn og finnast eins og þeir séu loksins komnir aftur heim. Viðreisn er líkleg til að taka fylgi frá Sjálfstæðisflokki og sennilega einnig Framsóknarflokki, sem hafa alltaf lagt mikið upp úr því að höfða til miðj- unnar. Vandi Sjálfstæðisflokksins er sá að í hugum of margra kjósenda, bæði á hægri væng og miðjunni, starfar flokkurinn eins og varðhund- ur sérhagsmuna og er því ekki lokk- andi valkostur. Framsóknarflokk- urinn á í formannsvanda sem ekki er enn ljóst hvernig eða hvort verði leyst úr. Flokkur sem glímir við inn- anflokksátök er laskað vörumerki. Framsóknarflokkurinn hefur síðan færst til hægri á valdatíma Sigmund- ar Davíðs Gunnlaugssonar og get- ur því ekki treyst á miðjufylgið í jafn ríkum mæli og áður. Samfylkingin er þegar búin að missa miðjufylgið og Vinstri-græn hafa aldrei kært sig um það og hafa því engu að tapa. Pírat- ar hafa svo tekið furðulega vanhugs- aða vinstri sveiflu á síðustu vikum og kunna þar með að hafa fælt frá sér miðjufylgi sem þeim er svo nauðsyn- legt ætli þeir að vera fjöldahreyfing. Verði áberandi gott mannval á list- um Viðreisnar, þá ætti flokkurinn að standa uppi með pálmann í höndun- um. n Baráttan um miðjuna „Viðreisn gerir sér grein fyrir mikil- vægi miðjufylgisins og er líkleg til að ná þar kjós- endum á sitt band og sömuleiðis fjölmörgum frjálslyndum hægrimönn- um sem finna sig ekki í Sjálfstæðisflokknum. mynd Sigtryggur Ari Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.