Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2016, Qupperneq 30
Helgarblað 26.–29. ágúst 201630 Menning
SKÓLADAGAR
20% afsláttur af gleraugum
Bláuhúsin v. FaxafenKringlunniSkólavördustíg 2
Söngleikir og sögur úr samtímanum
n Stóru leikhúsin kynna dagskrá vetrarins um þessar mundir n Leikárið 2016
U
m þessar mundir eru dag-
skrárbæklingar atvinnuleik-
húsanna fyrir komandi
leikár að renna út úr prent-
smiðjum og markaðsdeildir
keyra á yfirsnúningi við að auglýsa og
sannfæra mögulega leikhúsgesti um
að dagskráin hafi aldrei verið betri.
DV kíkti á hvað verður í boði í leik-
húsum landsins og sló á þráðinn til
fjögurra leikhússtjóra. n
Þjóðleikhúsið
Fyrsta frumsýning ársins hjá Þjóðleikhúsinu
verður söngleikur byggður á Reykjavíkur-
sögu Einars Kárasonar, Djöflaeyjunni. Upp-
haflega átti að sýna verkið á síðasta leikári
en vegna vinsælda Í hjarta Hróa hattar var
frumsýningu frestað fram til 3. september.
Atli Rafn Sigurðsson leikstýrir en verkið er
unnið í samstarfi við Baltasar Kormák.
Leikgerðir byggðar á skáldsögum verða nokkuð áberandi í
þjóðleikhúsinu, tvær sýningar eru byggðar á nýlegum erlendum
skáldsögum og þrjár íslenskar skáldsögur verða settar upp,
Djöflaeyjan, Tímaþjófurinn eftir Steinunni Sigurðardóttur og Gott
fólk eftir Val Grettisson.
„Við leggjum upp með að segja áhugaverðar sögur sem hafa
einhverja tengingu við samfélagið í dag – og ef við erum að takast
á við eldri verk þá viljum við finna þeim skírskotun í dag,“ segir Ari
Matthíasson aðspurður um áherslu leikhússins í verkefnavalinu
í ár. Í þessu samhengi nefnir hann allt frá Góðu fólki til Djöflaeyj-
unnar, Aftur á kreik og Óþelló.
Gullkálfurinn Þorleifur Örn Arnarsson mætir aftur í Þjóðleik-
húsið með verk byggt á þýsku Hitler-grínbókinni Aftur á kreik.
Þýsk kvikmynd hefur verið unnin upp úr bókinni en nú verður hún
í fyrsta skipti sett upp sem sviðsverk. Vesturport átti gott „come-
back“ í fyrra með hinni æsilegu fjölskyldusýningu Í hjarta Hróa
hattar og Gísli Örn og kompaní munu setja upp jólasýninguna í
ár, Óþelló eftir William Shakespeare. Svisslendingurinn Stephan
Metz kemur og leikstýrir klassísku verki eftir Arthur Miller, Horft
frá brúnni.
Af frumflutningi á íslenskum leikritum er það að frétta að
Guðjón Davíð Karlsson, Gói, skrifar nýtt barnaverk, Fjarskaland,
fyrir stóra sviðið og mun Selma Björnsdóttir leikstýra. Þá verður
í fyrsta skipti sett upp leikritið Húsið eftir eitt helsta leikskáld
Íslendinga, Guðmund Steinsson (1925–1996).
Þjóðleikhúsið mun svo ferðast um landið með barnaeinleik-
inn Lofthræddi örninn Örvar.
Af nýliðum í ábyrgðarmiklum hlutverkum í leikhúsinu segir
Ari: „Við erum með tvær glænýjar leikkonur sem eru nýútskrifaðar,
það eru Aldís Ama Hamilton sem leikur Desdimónu – eitt stærsta
hlutverkið í Óþelló – og svo er það Snæfríður Ingvarsdóttir sem
leikur aðalhlutverkið í Fjarskalandi og stór hlutverk í Djöflaeyjunni
og Tímaþjófinum. Svo er það
Gussi, Gunnar Jónsson, sem
hefur ekki leikið áður á sviði í
atvinnuleikhúsi en er náttúr-
lega margverðlaunaður um
allan heim.“
Borgarleikhúsið
Á síðasta ári sankaði Borgarleikhúsið að sér verðlaunum, bæði á Grímunni
og Menningarverðlaunum DV, og þá aðallega fyrir leikgerð Þorleifs Arnar
Arnarssonar og Mikaels Torfasonar á Njálu.
„Í fyrra var áhersla lögð á að skoða okkar sögur, bæði í sagnaarfinum
eins og í Njálu og samtímasögu eins og í Flóð. Í ár er áherslupunkturinn
hins vegar sterk kvenhlutverk og sterkar kvenpersónur.
Það er oft talað um að það sé skortur á bitastæðum hlut-
verkum fyrir konur og við vorum mjög meðvituð um það
í verkefnavali ársins. Auk þess erum við svolítið að fjalla
um samskipti kynjanna og kynhlutverkin,“ segir Kristín
Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri og nefnir í því samhengi
söngleikinn Ellý og Sölku Völku, en einnig samstarfsverk-
efnin Hannes og Smári og Hún pabbi.
Ellý er nýr söngleikur Ólafs Egilssonar, Gísla Arnar
Garðarssonar og Vesturports, sem er byggður á ævi Ellýar
Vilhjálmsdóttur söngkonu. Salka Valka verður hins vegar
áramótasýning Borgarleikhússins og verður það lettnesk-
bandaríski leikstjórinn Yana Ross sem leikstýrir uppsetn-
ingu á þessari klassísku skáldsögu Halldórs Laxness, en
hún sló í gegn þegar hún leikstýrði Mávinum eftir Tsjékhov
í fyrra. Titilhlutverkið verður í höndum hinnar 25 ára gömlu
Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur.
Fyrsta frumsýningin á stóra sviðinu í haust verður Blái hnötturinn
eftir Andra Snæ Magnason og er það stóri barna- og fjölskyldusöngleikur
ársins í leikhúsinu. Mary Poppins- og Billy Elliott-leikstjórinn Bergur Þór
Ingólfsson stýrir 22 börnum sem munu fljúga um sviðið og Kristjana
Stefánsdóttir gerir sönglög við söguna. Þá verður áhugavert að sjá
hvernig tekst upp þegar Magnús Geir Þórðarson, Ríkisútvarpsstjóri, snýr
aftur í leikhúsið og leikstýrir gamanverkinu Úti að aka eftir farsakónginn
Ray Cooney.
Borgarleikhúsið hefur undanfarin ár einnig tekið upp á sína arma
tónlistarmenn og gert sýningar tengdar verkum þeirra. Trúðaleikur við
tónlist Skálmaldar fyrir tveimur árum og hugguleg kvöldstund með KK
í fyrra. Í ár fær rappgjörningalistahópurinn Reykjavíkurdætur lausan
tauminn, en nokkrar þeirra eru lærðar sviðslistakonur eða hafa sterk
tengsl við leikhúsið.
Kristín segir að leikarahópur Borgarleikhússins sé nokkuð óbreyttur
frá því í fyrra en hins vegar verði nokkrir nýir leikstjórar kynntir til leiks.
„Dóra Jóhannsdóttir, sem hefur verið að leiða spunasenuna með Improv
Ísland mun leikstýra sínu fyrsta verki í Borgarleikhúsinu, Ræman, sem
er samtímaverk sem fékk Pulitzer-verðlaunin sem besta leikritið. Marta
Nordal hefur ekki verið hérna í langan tíma en hún mun leikstýra nýju
verki eftir Bjarna Jónsson, Sending. Svo sýnum við fyrsta leikstjórnarver-
kefni Ragnheiðar Skúladóttur hjá leikhúsinu, en hún hefur verið listrænn
stjórnandi Lókal. Hún leikstýrir Extravaganza, nýju verki eftir Sölku
Guðmundsdóttur.“
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Nýjar sýningar: 12
Barnasýningar: 3
Byggt á bók: 5
Frumsamið íslenskt leikrit:
3 Erlend saga/verk: 6
Leikstýrt af konu: 5
Áskriftarkort: 4 sýningar
á 15.900 krónur
Nýjar sýningar: 14
(sýningar Íslenska dans-
flokksins og samstarfs-
sýningar í leikhúsinu þar
með taldar)
Barnasýningar: 3
Byggt á bók: 2
Frumsamið íslenskt
leikrit: 9
Erlend saga/verk: 3
Leikstýrt af konu: 6
Áskriftarkort: 4
sýningar á 17.900 krónur
(netverð 16.500 krónur).
„Við leggjum
upp með
að segja áhuga-
verðar sögur sem
hafa einhverja
tengingu við
samfélagið
í dag
Ari Matthíasson
Þjóðleikhússtjóri.
MyNd FAcEBooK-síðA ArA
Kristín Eysteinsdóttir
Borgarleikhússtjóri.
MyNd siGtryGGur Ari
Þjóðleg djöflaeyja
Fyrsta stóra verkið sem
verður frumsýnt í Þjóð-
leikhúsinu í haust verður
söngleikurinn Djöflaeyjan
sem er unninn í samstarfi
við Baltasar Kormák.
22 svífandi krakkar Fyrsta frumsýningin
á stóra sviði Borgarleikhússins verður barna-
og fjölskyldusöngleikur byggður á Bláa
hnettinum eftir Andra Snæ.